Narsissa [1] (1994-97)

Narsissa1

Narsissa

Hljómsveitin Narsissa var starfandi innan Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri og var skipuð ungum hljómlistarmönnum þar í bæ.

Meðlimir sveitarinnar voru Sara Helgadóttir sönkona og kassagítarleikari, Valdimar Júlíusson gítarleikari og söngvari, Ágúst Böðvarsson bassaleikari, Hjörtur Birgisson trommu- og gítarleikari og Erdna Varðardótir söngkona. Ólafur Zophoníasson hljómborðsleikari bættist fljótlega í hópinn. Alli [?] mun einnig hafa verið í Narsissu um stutt skeið en ekki finnast neinar nánari upplýsingar um hann eða frekari mannabreytinga í sveitinni.

Narsissa flutti mestmegnis frumsamda kristilega tónlist og gaf út þrjár plötur með henni, ein platnanna var reyndar einungis í snælduformi en það var Tileinkað Jesú Kristi (1995), hún kom út í hundrað eintaka upplagi. Sama haust (1995) kom út platan Að komast inn og ári síðar kom út platan Kallið kemur. Allar plöturnar komu út undir merkjum plötuútgáfu samnefndri hljómsveitinni.

Ekki er ljóst hversu lengi hljómsveitin Narsissa starfaði en það var þó að minnsta kosti til 1997.

Efni á plötum