Nefbrot (1993)

Hljómsveitin Nefbrot úr Mosfellsbæ starfaði 1993 og lék rokk í þyngri kantinum. Nefbrot var ein þeirra sveita sem lék á tónleikum í Fellahelli undir yfirskriftinni Vaxtarbroddur snemma vors 1993 og stuttu síðar keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar, þá voru meðlimir hennar Daníel Sigurðsson söngvari og bassaleikari, Bjarni Ingvar Jóhannsson trommuleikari, Vigfús Þór Hreiðarsson gítarleikari og…

Náttúra – Efni á plötum

Náttúra – Magic key Útgefandi: Náttúra records / Tachika records / Belle Antique / Merry Go Round Útgáfunúmer: NTR 008 & NATT / TRCD001 / BELLE203293 / MGRL-2001 Ár: 1972 & 1990 / [án ártals] / 2020 / 2020 1. Could it be found 2. Out of the darkness 3. Gethsemane garden 4. Butterfly 5.…

Náttúra (1969-73)

Hljómsveitin Náttúra starfaði á hippa- og progrokktímum um og eftir 1970, var meðal vinsælustu og metnaðarfyllstu sveita þess tíma og gaf út eina plötu sem telst í dag meðal gersema íslenskrar tónlistarsögu. Um það leyti sem Náttúra var stofnuð var mikil gróska og vakning í íslensku rokklífi, frumbítlið hafi kvatt og þróaðri tilraunir með formið…

Náttsól [1] (1985)

Tríóið Náttsól starfaði um nokkurra mánaða skeið í Vestmannaeyjum árið 1985 og lék þar á öldurhúsunum. Meðlimir Náttsólar voru þau Sigurrós Ingólfsdóttir söngkona og gítarleikari, Sigurgeir Jónsson söngvari og gítarleikari og Ruth Reginalds söngkona en sú síðast nefnda bjó um tíma í Vestmannaeyjum. Náttsól starfaði frá því um veturinn og eitthvað fram á sumarið 1985.

Náttfari [2] (1983-86)

Hljómsveitin Náttfari starfaði á Egilsstöðum um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1983 og forsprakki hennar og stofnandi var djassistinn og hljómborðsleikarinn Árni Ísleifsson sem þá hafði búið eystra í nokkur ár, aðrir Náttfarar voru Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Linda Hlín Sigbjörnsdóttir söngkona og Sævar Benediktsson…

Neistar [3] (1973-2011)

Þekktust þeirra hljómsveita sem gengið hafa undir nafninu Neistar er án efa sú sveit sem Karl Jónatansson harmonikkuleikari starfrækti í áratugi. Neistar sérhæfði sig alla tíð í gömlu dönsunum og harmonikkutónlist en fyrstu heimildir um hana er að finna frá vorinu 1973 en þá var hún fjögurra manna. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi…

Neistar [2] (1966-68)

Hljómsveitin Neistar frá Sauðárkróki starfaði um eða eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Eini kunni meðlimur sveitarinnar er skagfirski tónlistarmaðurinn Hörður G. Ólafsson gítarleikari sem samdi m.a. Eurovision-framlagið Eitt lag enn og hefur verið í fjölda hljómsveita, en hann mun hafa verið í Neistum um tveggja ára skeið ungur að árum, er tímabilið 1966-68 hrein…

Neistar [1] (1964)

Elstu heimildir um hljómsveit að nafni Neistar er að finna frá haustinu 1964 en þá lék sveit með því nafni í félagsheimilinu Egilsbúð í Neskaupstað. Hér er því giskað á að Neistar hafi verið af Austurlandi. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en Sigríður Rockley er auglýst sem söngkona með henni, hún…

Neikvæði sönghópurinn (1979)

Neikvæði sönghópurinn var skammlífur kór sem var angi af Kórs Rauðsokka en Ásgeir Ingvarsson var stjórnandi hans. Ekkert bendir til annars en að kórinn hafi einungis verið starfandi í fáeina mánuði fyrri hluta árs 1979, en hann kom fram opinberlega í nokkur skipti þann stutta tíma.

Negatif (1982)

Afar litlar upplýsingar finnast um njarðvísku hljómsveitina Negatíf en hún starfaði árið 1982, jafnvel eitthvað fyrr. Ekkert er að finna um meðlimi sveitarinnar en þeir munu hafa verið þrír, tónlist hennar var að öllum líkindum nýbylgjutengd.

Neistar [4] (1975)

Hljómsveitin Neistar starfaði á Patreksfirði árið 1975 en þar með eru allar upplýsingar um sveitina upp taldar. Frekari heimildir um þess vestfirsku sveit óskast sendar Glatkistunni.

Neistar [3] – Efni á plötum

Neistar [3] – Neistaflug Útgefandi: Almenna umboðsskrifstofan Útgáfunúmer: GACD 1 Ár: 1991 / 1996 1. Dúr eða moll 2. Hvirfilvindur 3. Angan vorsins vinda 4. Pínu polki 5. Minning 6. Norðannepja 7. Caparet; syrpa 8. Eva 9. Heartache 10. Love letters in the sand 11. Harbour lights 12. Einn dropi í hafið 13. Red roses…

Afmælisbörn 21. september 2016

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Atli Heimir Sveinsson tónskáld er sjötíu og átta ára gamall í dag. Atli Heimir nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði síðan tónfræði- og tónsmíðanám í Þýskalandi á árunum í kringum 1960. Hann kom heim að loknu námi og kenndi m.a. við Tónlistarskólann í Reykjavík og…