Nema lögreglan (1980-81)

Hljómsveitin Nema lögreglan starfaði í Kópavogi á tímum íslensks pönks og nýbylgju. Steinn Skaptason [bassaleikari ?] og Birgir Baldursson trommuleikari voru í þessari sveit en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi hennar.

Neo – Efni á plötum

Helena Eyjólfsdóttir – Helena Eyjólfsdóttir syngur [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 56 Ár: 1958 1. Í leit að þér 2. Einhvers staðar úti í heimi 3. Ástarljóð mitt 4. Þú sigldir burt Flytjendur: Helena Eyjólfsdóttir – söngur Neo tríóið: – Kristinn Vilhelmsson – [?] – Magnús Pétursson – [?] – Karl Lilliendahl –…

Neo (1956-65)

Hljómsveitin Neo (einnig stundum ritað Neó) starfaði á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, bæði hér heima og  erlendis Sveitin var ýmist tríó, kvartett eða jafnvel kvintett en hér verður hún einungis nefnd Neo til einföldunar. Neo var líklega stofnuð 1956 (reyndar segir ein heimild sveitina hafa verið stofnaða 1945 en það er harla ósennilegt),…

Nemó (1965-74)

Hljómsveitin Nemó starfaði á Akureyri um árabil á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin er fyrst nefnd í fjölmiðlum vorið 1965 og á fyrstu árunum var oft talað um Nemó kvartett. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Nemó en svo virðist sem Númi Adolfsson hafi verið hljómsveitarstjóri á fyrstu árunum. Eins kynni Birgir…

Nemendur nýlistadeildar MHÍ – Efni á plötum

Nemendur nýlistadeildar MHÍ – Summer music (x2) Útgefandi: Dieter Roth’s Verlag Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1979 1. Part 1 and 2 2. Part 3 1. Part 4 2. Part 5 Flytjendur: Ari Kristinsson – [?] Daði Guðbjörnsson – [?] Eggert Einarsson – [?] Eggert Pétursson – [?] Guðmundur Oddur Magnússon – [?] Haraldur Ingi Haraldsson –…

Nemendur nýlistadeildar MHÍ (1979-80)

Innan Myndlista- og handíðaskóla Íslands (MHÍ) var starfrækt á sínum tíma nýlistadeild sem var nokkuð umdeild, reyndar svo mjög að Einar Hákonarson skólastjóri skólans vildi leggja deildina niður (sem var stofnuð 1975 af Hildi Hákonardóttur þáverandi skólastjóra) um 1980 en honum fannst óþarft að innan skólans væri sérdeild fyrir nýlist aukinheldur sem nemendur deildarinnar ættu…

Nerdir (1990)

Hljómsveitin Nerdir úr Reykjavík starfaði 1990 og var þá um vorið skráð í Músíktilraunir Tónabæjar, sveitin virðist þó ekki hafa mætt til leiks af einhverjum ástæðum. Nerdir mun hafa innihaldið sjö meðlimi, þar af söngkonu en engar upplýsingar liggja fyrir um nöfn þeirra. Allar upplýsingar tengdar Nerdum/Nördum væru því vel þegnar

Nepall (1992)

Hljómsveitin Nepall frá Selfossi starfaði árið 1992 að minnsta kosti og var þá áberandi á sveitaböllum sunnanlands. Meðlimir sveitarinnar voru Elvar Gunnarsson söngvari, Stefán Hólmgeirsson trommuleikari, Gunnar Ólason gítarleikari og Steinar Erlingsson bassaleikari. Á einhverjum tímapunkti tók Hilmar Hólmgeirsson við af Stefáni bróður sínum, einnig er mögulegt að Nepall hafi innihaldið einn meðlim til viðbótar…

Neó tríóið (1998-99)

Neó tríóið starfaði 1998 og 99, hugsanlega í Hafnarfirði. Engar upplýsingar finnast um meðlimi tríósins en söngkonurnar Edda Borg (1998) og Arna Þorsteinsdóttir (1999) sungu með því.

Neol Einsteiger – Efni á plötum

Neol Einsteiger – Heitur vindur …og þá hefst rigningin Útgefandi: Minningarsjóður Péturs Inga Þorgilssonar Útgáfunúmer: HV1 Ár: 1994 1. I don’t want it 2. Hrun 3. Yggdrasill 4. Söngur morðingjans 5. Næturflug 6. Péturslag I 7. Heitur vindur 8. Only want to 9. Doorman 10. I can’t be that hollow 11. Enough money 12. I…

Neol Einsteiger (1994)

Hljómsveitin Neol Einsteiger var stofnuð gagngert til að gefa út tónlist eftir Pétur Inga Þorgilsson sem lést af slysförum aðeins tvítugur að aldri. Það voru vinir Péturs sem stóðu að útgáfunni en hann hafði skilið eftir sig mikinn fjölda laga og vildu vinirnir heiðra minningu hans með plötunni Heitur vindur … og þá hefst rigningin.…

Afmælisbörn 24. september 2016

Afmælisbörnin eru þrjú í dag: Garðar (Emanúel) Cortes tenórsöngvari er sjötíu og sex ára í dag. Garðar stundaði söngnám hér heima á Íslandi og í Englandi og að loknu námi sinnti hann ýmsum söngverkefnum hér heima, bæði á sviði og plötum, hefur t.d. gefið út nokkrar plötur sjálfur. Garðar hefur ennfremur stýrt kórum, stofnað og…