Púff (1991-94)

Hljómsveitin Púff var ein af efnilegum sveitum sem kom fram á sjónarsviðið snemma á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar og átti sinn þátt í að breyta nokkru popptónlistarlandslaginu á Íslandi í kjölfar dauðarokkssenunnar sem þá var var í andaslitrunum en árin á undan því höfðu nokkuð einkennst af ládeyðu í íslenskri tónlist. Púff ól þannig af…

Putrid (1991)

Hljómsveitin Putrid starfaði á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1991 og var skipuð fremur ungum tónlistarmönnum, Bogi Reynisson (Stjörnukisi, SSSpan o.fl.) var einn þeirra en ekki liggur fyrir hvort hann söng eða lék á bassa. Upplýsingar um aðra meðlimi Putrid vantar ennfremur.

Purrkur Pillnikk – Efni á plötum

Purrkur Pillnikk – Tilf [ep] Útgefandi: Gramm Útgáfunúmer: Gramm 1 Ár: 1981 1. Tíminn 2. Slöggur 3. Læknir 4. Gleði 5. Andlit 6. Tilfinning 7. Þreyta 8. Grunsamlegt 9. Ást 10. John Merrick Flytjendur: Einar Örn Benediktsson – söngur Ásgeir Bragason – trommur Bragi Ólafsson – bassi Friðrik Erlingsson – gítar Purrkur Pillnikk – ehgjI…

Purrkur Pillnikk (1981-82)

Purrkur Pillnikk er klárlega ein allra afkastamesta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu en hún starfaði í tæplega eitt og hálft ár og gaf út á þeim tíma fjórar plötur með samtals fjörutíu lögum, þess má geta að sveitin starfaði langt frá því samfleytt þann tíma. Purrkurinn var stofnaður þann 8. mars 1981 í því skyni að leika…

Purpurarauðir demantar (um 1990)

Elínborg Halldórsdóttir (Elly, jafnan kennd við Q4U) mun einhverju sinni hafa verið í hljómsveit sem bar heitið Purpuralitir demantar. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en reikna má með að hún hafi verið starfandi á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar eða fyrri hluta þess tíunda.

PS músík [útgáfufyrirtæki] (1991-92)

Útgáfu- og dreifingarfyrirtækið PS músík starfaði um tveggja ára skeið snemma á tíunda áratug síðustu aldar. PS músík sem var í raun systurfyrirtæki Steina var hlutafélag Jónatans Garðarssonar, Sigurjóns Sighvatssonar og Péturs W. Kristánssonar en sá síðast taldi var í forsvari fyrir fyrirtækið. Tilgangur PS músíkur var að safna og eignast útgáfurétt af tónlist en…

Afmælisbörn 2. september 2016

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hans (Þór) Jensson saxófónleikari er sjötíu og fimm ára gamall. Hans lék lengstum með Lúdó sextettnum (áður Plútó/Plúdó) en mun einnig hafa leikið með sveitum eins og Hljómsveit Ólafs Gauks og Hljómsveit Elfars Berg. Heimildir segja að hann hafi verið einn af stofnendum Samkórs Mýramanna og stjórnað…