Fréttir af Glatkistunni

Keyrsla nýs efnis í gagnagrunn Glatkistunnar er nú aftur komin í fullan gang eftir rólegheit í sumar, og það sem af er september mánaðar hafa þrjátíu og fjórir flytjendur (hljómsveitir, kórar o.s.frv.) bæst inn í stafina P og N. Þeirra á meðal má nefna þekktari nöfn eins og Purrk pillnikk, Nabblastrengi, P.S. músík [útgáfufyrirtæki] og…

Nasasjón (1973-74)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveitina Nasasjón sem lék á böllum á Seyðisfirði og nágrannasveitum 1973 og 74, jafnvel lengur. Vitað er að Magnús Einarsson og Eggert Þorleifsson sem síðar voru saman m.a. í Þokkabót, voru í þessari sveit en upplýsingar um aðra meðlimi hennar væru vel þegnar.

Narsissa [2] [útgáfufyrirtæki] (1994-99)

Útgáfufyrirtækið Narsissa var stofnsett í kringum samnefnda hljómsveit sem starfaði innan Hvítasunnuhreyfingarinnar á Akureyri. Narsissa gaf út líklega tvær af þremur plötum hljómsveitarinnar en einnig jólaplötu Erdnu Varðardóttur, Jólanótt, 1999. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri útgáfur á vegum Narsissu.  

Narsissa [1] – Efni á plötum

Narsissa [1] – Að komast inn Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: Ris 003A Ár: 1995 1. Guð er að kalla 2. Ein á ferð 3. Það vaknaði líf 4. Bjarg mitt og vígi 5. Þú munt koma Drottinn 6. Elóí Elóí lama sabaktaní 7. Það er ljós í myrkri 8. Barnið mitt 9. Hann er allt…

Narsissa [1] (1994-97)

Hljómsveitin Narsissa var starfandi innan Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri og var skipuð ungum hljómlistarmönnum þar í bæ. Meðlimir sveitarinnar voru Sara Helgadóttir sönkona og kassagítarleikari, Valdimar Júlíusson gítarleikari og söngvari, Ágúst Böðvarsson bassaleikari, Hjörtur Birgisson trommu- og gítarleikari og Erdna Varðardótir söngkona. Ólafur Zophoníasson hljómborðsleikari bættist fljótlega í hópinn. Alli [?] mun einnig hafa verið í…

Nanna Egilsdóttir (1914-79)

Nanna Egilsdóttir var söngkona og hörpuleikari sem átti viðburðaríka ævi. Nanna fæddist í Hafnarfirði 1914, hún var tvíburasystir Svanhvítar Egilsdóttur sem einnig lagði fyrir sig söng en þær systur lokuðust niðri í Austurríki við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari haustið 1939 en þar voru þær starfandi. Nanna hafði farið 1933 til Þýskalands til að nema söng og…

Náttfari [1] (um eða eftir 1930)

Um eða eftir 1930 var starfandi kór á Húsavík undir nafninu Náttfari en hann mun þó ekki hafa verið langlífur. Engar upplýsingar er að finna um Náttfara sem ku hafa verið fremur fámennur kór en meðlimir hans skipuðu síðan kjarnann í Karlakórnum Þrym [2] sem Friðrik A. Friðriksson og fleiri stofnuðu haustið 1933.

Nágrinda (1993)

Hljómsveitin Nágrinda starfaði að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu haustið 1993. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit.

Nautn (1982)

Árið 1982 starfaði hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Nautn. Meðlimir þessarar sveitar voru Finnur Pálmason gítarleikari, Pétur Jónsson gítarleikari, Arnþór Sigurðsson bassaleikari Guðjón [?] trommuleikari og Þórhildur Þórhallsdóttir söngkona.

Naust-tríóið (1957-62)

Naust-tríóið var húsband veitingastaðarins Naustsins við Vesturgötu í kringum 1960. Tríóið var skipað erlendum tónlistarmönnum sem höfðu flust hingað á mismunandi tímapunkti en allir höfðu þeir starfað hér um árabil og áttu eftir að gera það áfram enda miklir fagmenn á sínu sviði sem höfðu heilmikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Meðlimir Naust-tríósins voru Carl Billich…

Namm (1990-96)

Hljómsveitin Namm frá Akureyri var áberandi í skemmtanalífinu norðan heiða en sveitin var hreinræktuð ballhljómsveit. Hljómsveitin var stofnuð 1990 og framan af voru meðlimir hennar Viðar Garðarsson bassaleikari (Drykkir innbyrðis o.fl.), Karl Petersen trommuleikari (Opus, Na nú na o.fl.), Hlynur Guðmundsson gítarleikari (Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar o.fl.), Sigfús Arnþórsson hljómborðsleikari (Möðruvallamunkarnir o.fl.) og Júlíus Guðmundsson söngvari…

Name-it (1995)

Hljómsveitin Name-it starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1995, hún hafði þá verið starfrækt í nokkra mánuði að minnsta kosti. Meðlimir Name-it voru Garðar Örn Hinriksson söngvari [?], Davíð Ezra, Þröstur Jóhannsson gítarleikari [?], Óskar Bjarnason og Jens Tómas Ness. Ekkert bendir til annars en að þessi sveit hafi verið fremur skammlíf.

Afmælisbörn 17. september 2016

Tónlistartengdu afmælisbörnin eru tvö í þetta skiptið, bæði eru látin: Guðmundur Thoroddsen (1952-96) hefði átt afmæli á þessum degi en hann var einn meðlima hljómsveitarinnar Diabolus in musica, sem gaf út tvær plötur á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Þar lék Guðmundur á hin ýmsu hljóðfæri svo sem píanó, harmonikku, slagverkshljóðfæri og klarinettu auk…