N.O.T. (1993)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina N.O.T., sveitin lék á tónleikum í miðbæ Reykjavíkur sumarið 1993 og er því giskað á að hún hafi verið af höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar um meðlimi N.O.T. óskast sendar Glatkistunni.

N.A.S.T. (1981-82)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina N.A.S.T. (Nast) úr Kópavogi en sveitin var ein þeirra pönksveita sem spratt upp úr þeirri bylgju upp úr 1980. N.A.S.T. var stofnuð vorið 1981 og fáeinum vikum síðar lék sveitin opinberlega. Hátindi frægðar sveitarinnar var síðan náð þegar hún lék ásamt fleiri pönk- og nýbylgjusveitum á tónleikum um…

N.E.F.S. [félagsskapur] (1981)

Tónlistarklúbburinn N.E.F.S. starfaði um fárra mánaða skeið haustið 1981 en klúbburinn hafði það að markmiði að efla lifandi tónlistarlíf á höfuðborgarsvæðinu. Skammstöfunin N.E.F.S. stóð fyrir Ný [og] efld Félagsstofnun stúdenta og var sett á laggirnar um haustið 1981 en undirbúningur hafði staðið yfir að stofnun klúbbsins frá því um sumarið, SATT (Samband alþýðutónskálda og tónlistarmanna),…

N. á nýrómantík (1987-89)

Hljómsveitin N. á nýrómantík (Enn á ný rómantík) var starfrækt á Akureyri á síðari hluti níunda áratugar síðustu aldar. Sveitin var stofnuð sumarið 1987 og voru þá í henni Haraldur Davíðsson söngvari, Pétur Eyvindsson gítarleikari, Kristinn Torfason bassaleikari og Haukur Pálmason trommuleikari. Þeir voru allir tæplega tvítugir. Vorið 1988 keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar og…

Na nú na (1996-97)

Á árunum 1996 og 97 var starfandi djasshljómsveit á Akureyri undir nafninu Na nú na (Nanúna) en hún hafði verið stofnuð haustið 1996. Sveitin kom þó ekki fram opinberlega fyrr en vorið eftir þegar Jazzklúbbur Akureyrar var endurreistur eftir nokkra ládeyðu. Þá voru í Na nú na Karl Petersen trommuleikari, Stefán Ingólfsson bassaleikari, Heimir Freyr…

NA 12 (1987-96)

Djasskórinn NA 12 eða Norð-austan 12 var starfræktur á Húsavík um áratuga skeið á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar. Um var að ræða tólf manna blandaðan kór sem lagði áherslu á djassaðan flutning á léttri tónlist. Kórinn var stofnaður haustið 1987 og var stjórnandi hans í upphafi Line Werner en hún stýrði honum til…

Afmælisbörn 8. september 2016

Fimm afmælisbörn eru í Glatkistu dagsins: Fyrstan skal telja Gunnlaug Briem sem á fimmtíu og fjögurra ára afmæli, hann var lengi þekktastur fyrir trommuframlag sitt í hljómsveitinni Mezzoforte en hann hefur einnig verið í sveitum eins og Ljósunum í bænum, Park project, Dúndrinu, Model, Ófétunum og Mannakornum. Gunnlaugur hefur auk þess gefið út nokkrar sólóplötur…