NA 12 (1987-96)

engin mynd tiltækDjasskórinn NA 12 eða Norð-austan 12 var starfræktur á Húsavík um áratuga skeið á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar. Um var að ræða tólf manna blandaðan kór sem lagði áherslu á djassaðan flutning á léttri tónlist.

Kórinn var stofnaður haustið 1987 og var stjórnandi hans í upphafi Line Werner en hún stýrði honum til haustsins 1989 þegar Bandaríkjamaðurinn David Thomson tók við.

1990 fór kórinn í söngferðalag til Bretlands og fékk til þess styrk frá bæjarráði Húsavíkur en NA 12 söng þó mestmegnis á heimaslóðum í Þingeyjasýslu.

Ragnar L. Þorgrímsson mun hafa stjórnað NA 12 um tíma, allavega 1991 en ekki liggur fyrir hvort hann var við stjórnvölinn þar til kórinn hætti störfum 1996 eða hvort aðrir komu þar einnig við sögu.