Afmælisbörn 31. ágúst 2016

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Vernharður Linnet djassfræðingur með meiru er sjötíu og tveggja ára. Vernharður er líklega þekktasti djassáhugamaður landsins en hann hefur komið að djasstónlistinni frá ýmsum hliðum, starfrækt og stýrt tímariti um djass (Tónlistartímaritið TT og Jazzmál), haldið úti útvarpsþáttum, verið gagnrýnandi á Morgunblaðinu og verið…

Afmælisbörn 30. ágúst 2016

Afmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Agnar Már Magnússon píanóleikari er fjörutíu og tveggja ára í dag. Agnar Már sem nam á Íslandi og í Hollandi, hefur einna mest verið áberandi í djassgeiranum og eftir hann liggja nokkrar plötur, auk þess sem hann hefur starfrækt Tríó Agnars Más og unnið nokkuð við leikhústónlist. Hann hefur…

Afmælisbörn 29. ágúst 2016

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Benóný Ægisson (Benni Ægizz) leikari og tónlistarmaður er sextíu og fjögurra ára. Benóný hefur sent frá sér sólóplötur, nú síðast fyrir fáeinum vikum, en hann hefur einnig verið viðloðandi hljómsveitir eins og Kamarorghesta, Sódó ódó og Orghesta. Herdís Hallvarðsdóttir er sextíu ára gömul og…

Afmælisbörn 28. ágúst 2016

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er sextíu og átta ára gamall. Magnús Þór er auðvitað kunnastur fyrir samstarf sitt með Jóhanni Helgasyni, sbr. Magnús & Jóhann, en saman störfuðu þeir líka sem Pal brothers og í hljómsveitinni Change. Magnús Þór hefur ennfremur gefið út fjöldann allan af…

Blús milli fjalls og fjöru

Blúshátíðin „Blús milli fjalls og fjöru“ verður haldin á Patreksfirði helgina 2. og 3. september næstkomandi en þetta er í fimmta sinn sem hátíðin fer fram. Það verða stórmenni í tónlistarlífi landans, þeir KK og Maggi Eiríks, sem hefja leik á föstudagskvöldinu. Þessa snillinga er óþarft að kynna enda miklir áhugamenn um blústónlist og hafa…

Afmælisbörn 27. ágúst 2016

Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Sigríður Maggý Magnúsdóttir (Sigga Maggý) söngkona átti afmæli á þessum degi en hún lést árið 2009. Sigga Maggý var fædd 1934, hún var gift harmonikkuleikaranum Ásgeiri Sverrissyni og söng lengi með gömludansasveit hans, Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar, á öldurhúsum höfuðborgarinnar. Ein fjögurra laga plata kom út með…

Afmælisbörn 26. ágúst 2016

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Daníel Ágúst Haraldsson söngvari er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Hann vakti fyrst athygli á menntaskólaárum sínum með hljómsveitinni Nýdanskri sem hann hefur starfað með, reyndar með hléum, allt til þessa dags. Áður hafði hann verið í hljómsveitinni Chorus. Daníel Ágúst hefur einnig verið…

Proof (1969)

Allar upplýsingar um hljómsveitina Proof frá Akranesi væru vel þegnar. Sveitin er auglýst sem ný sveit í febrúar 1969 en annað liggur ekki fyrir um hana, hvorki líftíma hennar né meðlimi og hljóðfæraskipan.

Prologus (1979-80)

Hljómsveitin Prologus frá Neskaupsstað starfaði að minnsta kosti á árunum 1979-80 og var að einhverju eða öllu leyti sama sveit og Kvöldverður á Nesi, sem var starfrækt eystra um líkt leyti. Sveitin spilaði mestmegnis balltónlist á heimaslóðum. Meðlimir Prologus voru Guðmundur Sólheim Þorsteinsson söngvari og hljómborðsleikari, Sigurður Þorbergsson gítar- og básúnuleikari, Guðjón Steinar Þorláksson bassaleikari…

Prúndjús (1984)

Hljómsveitin Prúndjús starfaði í Keflavík haustið 1984, engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit og væri allt slíkt vel þegið.  

Próflausi dúxinn (1991)

Hljómsveitin Próflausi dúxinn starfaði á Akureyri sumarið 1991. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit aðrar en þær að hún spilaði rokk, allar  upplýsingar um meðlimi hennar og tilurð almennt eru vel þegnar.

Psychadelic Zündmachine (1993)

Psychadelic Zündmachine var íslensk rokksveit sem átti tvö lög á safnsnældunni Strump 2 en hún kom út 1993. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, meðlimi hennar eða annað.  

Pulsan (1991-94)

Pönksveitin Pulsan var áberandi í neðanjarðarsenunni á fyrri hluta tíunda áratugar tuttugustu aldar en sveitin var skipuð meðlimum úr öðrum framvarðarsveitum í íslensku rokki. Þetta voru þeir Sindri Kjartansson söngvari, Bogi Reynisson bassaleikari, Fróði Finnsson sem lék líklega á trommur í sveitinni og Gunnar Óskarsson gítarleikari. Fleiri komu við sögu sveitarinnar, Karl [?] gítarleikari mun…

Afmælisbörn 25. ágúst 2016

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Magnús Eiríksson laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari er sjötíu og eins árs gamall. Magnús er einn allra helsti lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu, á að baki sólóferil sem og feril með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Brunaliðið, Pónik og Blúskompaníið auk samstarfs við Kristján Kristjánsson (KK) og…

Afmælisbörn 24. ágúst 2016

Eitt afmælisbarn í íslenskri tónlistarsögu kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Ólafur Haukur Símonarson er sextíu og níu ára gamall. Ólafur er fyrst og fremst laga- og textahöfundur og skipta lög hans hundruðum, oftar en ekki tengt leikhúsinu. Þarna má nefna t.d. Hatt og Fatt, Gauragang, Fólkið í blokkinni og Kötturinn fer sínar eigin leiðir…

Afmælisbörn 23. ágúst 2016

Afmælisbörnin eru tvö talsins á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari og kokkur er fjörutíu og níu ára gamall. Margir muna eftir honum síðhærðum með Stjórninni þegar Eitt lag enn tröllreið öllu hér á landi en Jón Elfar hefur einnig leikið með sveitum eins og Sigtryggi dyraverði, Singultus, Hjartagosunum, Dykk, Delizie Italiane, Dægurlagacombói…

Afmælisbörn 22. ágúst 2016

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn frá Bíldudal, Jón Kr. (Kristján) Ólafsson er sjötíu og sex ára. Jón vakti fyrst landsathygli með bílddælsku hljómsveitinni Facon en áður hafði hann reyndar sungið með Kvartettnum og Kristjáni, og Hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall. Eftir að sögu Facons lauk starfaði Jón um tíma í Reykjavík,…

Afmælisbörn 21. ágúst 2016

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn þennan daginn: Theódór Júlíusson leikari á sextíu og sjö ára afmæli í dag. Flestir tengja Theódór við leiklist og t.a.m. muna margir eftir honum í kvikmyndunum Mýrinni og Hrútum en hann hefur einnig sungið inn á margar plötur tengdar tónlist úr leikritum s.s. Evu Lúnu, Söngvaseið, Línu langsokk…

Primo Montanari (1895-1972)

Ítalski tenórsöngvarinn Primo Montanari var auðvitað ekki íslenskur en á fullt erindi í Glatkistuna enda kemur hann við íslenska tónlistarsögu, hann kenndi fjölmörgum íslenskum söngnemum og kom m.a.s. hingað til lands og kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík veturinn 1954-55 en þann vetur var haldið úti söngdeild við skólann í fyrsta skipti. Montanari hélt einnig tónleika…

Prima (1986-87)

Hljómsveitin Prima var hljómsveit hóps fremur ungra tónlistarmanna úr Reykjavík sem gekk undir nokkrum nöfnum, sveitin hafði t.d. gengið undir nafninu Harðfiskur áður en þeir félagar tóku upp nafnið Prima 1986. Prima lék á nokkrum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1987 en hafði fram að því einungis leikið í skólum, meðlimir sveitarinnar voru þá Hafsteinn Hafsteinsson…

The Professionals (1989)

Árið 1989 (líklega) var hljómsveit starfandi í Snælandssskóla í Kópavogi undir nafninu The Profsessionals. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar aðrar en þær að einhverjir þeirra stofnuðu síðan hljómsveitina Strigaskó nr. 42. Allar nánari upplýsingar um The Professionals væru vel þegnar.

Prívat og Helga Magnúsdóttir (1986)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Prívat sem átti lag á safnplötunni Skýjaborgir en hún kom út sumarið 1986 á vegum Geimsteins í Keflavík. Þar er sveitin kynnt sem Prívat og Helga Magnúsdóttir en engar aðrar upplýsingar finnast um sveitina eða Helgu, Helga gæti verið sú sama og söng um tíma með…

Prisma [annað] (1973-2001)

Prentsmiðjan og auglýsingastofan Prisma starfaði í Hafnarfirði um árabil og var í eigu þeirra Baldvins Halldórssonar (bróður Björgvins Halldórssonar), Ólafs Þ. Sverrissonar og eiginkvenna þeirra. Prisma var stofnuð 1973 og var meginþorri íslenskra plötuumslaga á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar unninn í prentsmiðjunni, Prisma var 1998 sameinuð prentsmiðjunni Prentbæ og kallaðist eftir það Prisma-Prentbær…

Prins Fats (1980)

Baldur Kristjánsson píanóleikari kom stundum fram, einkum á samkomum Vísnavina vorið 1980, undir aukasjálfinu Prins Fats til heiðurs Fats Waller, og lék lög eftir hann á píanó. Prins Fats átti síðan eitt lag á safnsnældunni Vísnakvöld 1: Lög með Vísnavinum, sem gefin var út um svipað leyti.

Principal kórinn (1903-05)

Um tveggja ára skeið rétt eftir aldamótin 1900 starfaði blandaður kór í Vestmannaeyjum undir heitinu Principal kórinn. Jón Ágúst Kristjánsson (1879-1949) stjórnandi kórsins hafði stofnað hann haustið 1903 og söng kórinn í nokkur skipti á meðan hann starfaði. Ekki voru allir á eitt sáttir við nafngift kórsins en engu að síður fór gott orð af…

Primo Montanari – Efni á plötum

Primo Montanari – Primo Montanari syngur [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 32 Ár: 1957 1. La Mattinata 2. Ti voglio tanto bene 3. Ideale 4. Mamma Flytjendur: Primo Montanari – söngur Fritz Weisshappel – píanó

Professor Finger (1993-94)

Hljómsveitin Professor Finger starfaði í neðanjarðardeild rokksins á höfuðborgarsvæðinu 1993 og 94 og lék á nokkrum tónleikum í þeirri senu. Meðlimir sveitarinnar voru Ingimar Bjarnason  söngvari og bassaleikari, Gunnar Guðmundsson trommuleikari og Finnbogi Hafþórsson gítarleikari og söngvari. Einhverjar mannabreytingar urðu í sveitinni þegar Ingimar hætti en ekki liggja fyrir upplýsingar um þá sem á eftir…

Afmælisbörn 20. ágúst 2016

Tvö afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Einar Júlíusson söngvari er sjötíu og tveggja ára. Einar söng með ýmsum hljómsveitum s.s. Saxon kvintett, H.J. kvartettnum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar áður en hann gerðist fyrsti söngvari Hljóma frá Keflavík. Síðar átti hann eftir að syngja með Pónik, t.d. lagið Léttur í lundu, og fleiri sveitum auk…

Blús í Hörpu á Menningarnótt

Blúsinn fær veglegan sess á Menningarnótt en tvær blússveitir troða upp í Kaldalóni í tónlistarhúsinu Hörpu á laugardaginn kl. 13:15. Fyrst verða það ungliðarnir frá síðustu Blúshátíð sem hefja leik klukkan 13:15 en það eru Aron Hannes og félagar. Meðlimir þeirrar sveitar eru Reynir Snær sem spilar á gítar, Magnús Jóhann leikur á hljómborð, Snorri…

Afmælisbörn 19. ágúst 2016

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhann Ólafur Haraldsson tónskáld hefði átt afmæli þennan dag en hann lést árið 1966 þá sextíu og fjögurra ára gamall. Jóhann, sem var fæddur 1902, ólst upp og bjó alla sína tíð við Eyjafjörðinn, hann var að mestu sjálfmenntaður í tónlist og varð organisti við a.m.k.…

Afmælisbörn 18. ágúst 2016

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Þórður Árnason gítarleikari oftast kenndur við hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, er sextíu og fjögurra ára í dag. Nokkur ár eru liðin síðan hann yfirgaf sveitina en hann hefur í gegnum tíðina leikið með fjömörgum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna Frugg, Sókrates, Rifsberju, Brunaliðið, Litla matjurtagarðinn, Stóla og…

Afmælisbörn 17. ágúst 2016

Í dag er eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum skráð hjá Glatkistunni: Skagamaðurinn Jón Trausti Hervarsson er sjötíu og eins árs í dag en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með hljómsveitinni Dúmbó sextett og Steina frá Akranesi sem starfaði í um tvo áratugi en hann var einn þeirra sem var allan tímann í sveitinni. Jón Trausti…

Afmælisbörn 16. ágúst 2016

Þrjú afmælisbörn eru á skrá í dag: Sigurður (Pétur) Bragason baritónsöngvari er sextíu tveggja ára. Sigurður nam söng og tónfræði frá Tónlistarskólanum í Reykjavík en stundaði síðan framhaldsnám á Ítalíu og Þýskalandi. Hann hefur sungið ýmis óperuhlutverk heima og erlendis, gefið út sjö plötur með söng sínum, auk þess að stýra nokkrum kórum s.s. Kór Kvennaskólans,…

Afmælisbörn 15. ágúst 2016

Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Þingeyingurinn Baldur Ragnarsson tónlistarmaður og áhugaleikari er þrjátíu og tveggja ára gamall í dag. Þótt flestir tengi Baldur við gítarleik og söng í  hljómsveitinni Skálmöld hefur hann komið við í miklum fjölda sveita af ýmsu tagi, sem vakið hafa athygli með plötum sínum. Þar má…

Prelátar (1994-2005)

Hljómsveit með þessu nafni lék í guðsþjónustum og poppmessum í Landakirkju í Vestmannaeyjum á árunum 1994 – 2005. Söngvararnir Guðrún Ágústsdóttir, Hjördís Kristinsdóttir, Þórarinn Ólason og Hreiðar Stefánsson komu fram með sveitinni framan af en þeir Dans á rósum-liðar Viktor Ragnarsson bassaleikari, Eyvindur Ingi Steinarsson gítarleikari og Eðvarð [?] trommuleikari sáu um hljóðfæraþáttinn. Heiða Björk…

PPPönk (1996-99)

Pönksveitin PPPönk úr Hafnarfirði starfaði um þriggja ára skeið, vakti nokkra athygli og náði að gefa út eina smáskífu. Sveitin var stofnuð vorið 1996 og einungis örfáum vikum síðar átti hún þrjú lög á hafnfirsku safnplötunni Drepnir. Eitt laganna, Surferboy fékk heilmikla spilun á útvarpsstöðinni X-inu og vakti athygli á sveitinni. Meðlimir PPPönks í upphafi…

Prentsmiðjukvartettinn (um 1920)

Prentsmiðjukvartettinn svokallaði starfaði á Akureyri í kringum 1920 en ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvenær. Að öllum líkindum mun Prentsmiðjukvartettinn hafa starfað við Prentverk Odds Björnssonar (POB) á Akureyri en um var að ræða tvöfaldan kvartett. Sigurður Oddsson Björnsson sonur Odds Björnssonar mun hafa verið stofnandi eða aðal hvatamaður að stofnun Prentsmiðjukvartettsins en auk hans…

Preim (1994)

Hljómsveit á Reykjavíkursvæðinu bar nafnið Preim sumarið 1994 og spilaði á útitónleikum ásamt öðrum bílskúrssveitum. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en þær væru vel þegnar.

Pravda (1993)

Hljómsveitin Pravda var skammlíf danssveit sem spilaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1993. Meðlimir hennar voru Þóranna Jóna Björnsdóttir söngkona, Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari, Tryggvi Hübner gítarleikari og Trausti Már Ingólfsson trommuleikari.

PPPönk – Efni á plötum

PPPönk – PP.ep [ep] Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: St. 1 97 0065 Ár: 1997 1. PPPönk 2. Kúrekabúgí 3. Gunnar 4. Píparinn 5. Svitafita 6. Ormur 7. Geislabíó 8. Últradans Flytjendur: Laufey Elíasdóttir – söngur Freyr Gígja Gunnarsson – söngur og gítar Jón Yngvi Reimarsson – gítar Björn Viktorsson – bassi Kjartan Þórisson – trommur Gísli…

Presleyvinafélagið (1985-86)

Hljómsveitin Presleyvinafélagið sem starfaði í Árbænum var eins og nafnið gefur til kynna, sveit sem mestmegnis lék lög með rokkgoðinu Elvis Presley. Meðlimir sveitarinnar komu úr Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts en þeir voru Sigurður Gunnarsson gítarleikari, Jón Leifsson bassaleikari, Guðjón Ólafsson saxófónleikari, Helgi Ólafsson hljómborðsleikari, Steinar Björn Helgason trommuleikari og Bjarni Arason söngvari (sem skömmu…

Afmælisbörn 14. ágúst 2016

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn Geir Ólafson er fjörutíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Geir eða Ice blue eins og hann er oft kallaður, hefur gefið út nokkrar sólóplötur og plötur með hljómsveit sinni Furstunum, sem samanstendur af tónlistarmönnum í eldri kantinum og er eins konar stórsveit. Hrönn Svansdótir…

Afmælisbörn 13. ágúst 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm talsins í dag: Ingunn Gylfadóttir tónlistarkona er fjörutíu og sjö ára gömul á þessum degi. Ingunn var aðeins þrettán ára gömul þegar plata með henni, Krakkar á krossgötum kom út en síðar vakti hún verulega athygli fyrir framlag sitt í undankeppnum Eurovision ásamt Tómasi Hermannssyni en þau gáfu út plötu saman…

Afmælisbörn 12. ágúst 2015

Glatkistan hefur þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Afmælisbörn 11. ágúst 2016

Afmælisbörn í fórum Glatkistunnar eru fimm talsins að þessu sinni: Bragi Ólafsson bassaleikari og rithöfundur er fimmtíu og fjögurra ára. Upphaf ferils Braga á tónlistarsviðinu miðast við pönkið en hann var bassaleikari Purrks Pillnikk og síðan nokkurra náskyldra hljómsveita s.s. Pakk, Stuðventla, Brainer, Amen, Bacchus og P.P. djöfuls ég, áður en hann gekk til liðs…

Afmælisbörn 10. ágúst 2016

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Nikulás Róbertsson hljómborðsleikari frá Vopnafirði er sextíu og þriggja ára gamall. Nikulás lék á sínum tíma með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum og má þar nefna sveitir eins og Dínamít, Dögg, Fjörefni, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, Paradís, Gneista og Hljómsveit Róberts Nikulássonar, föður Nikulásar. Ólafur Elíasson píanóleikari er fjörutíu…

Afmælisbörn 9. ágúst 2016

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni en ekkert þeirra er á lífi: Sigurður Birkis óperusöngvari átti afmæli á þessum degi. Sigurður (1893-1960) var tenórsöngvari sem menntaði sig í list sinni í Danmörku og Ítalíu en sneri heim að því loknu og vann hér mikið brautryðjendastarf, stofnaði fjölda kirkjukóra, kenndi söng og gegndi fyrstur…

Afmælisbörn 8. ágúst 2016

Tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Sigrún Hjálmtýsdóttir eða bara Diddú á afmæli á þessum degi en hún er sextíu og eins árs gömul. Diddu vakti fyrst athygli með Spilverki þjóðanna og Brunaliðinu en síðan varð sólóferillinn öðru yfirsterkara. Hún hefur sungið í fjölmörgum óperuuppfærslum og tónleikum af ýmsu tagi,…

Póker (1977-79)

Hljómsveitin Póker er ein þeirra sveita sem kennd er við Pétur Kristjánsson og var starfandi á áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð í kjölfar þess að Paradís hætti og gagngert til þess að slá í gegn á alþjóða vettvangi en slíkar fyrirætlanir höfðu mistekist hjá Paradís. Paradís var stofnuð vorið 1977 upp úr Paradís…

Póló – Efni á plötum

Póló og Bjarki [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: CBEP 24 Ár: 1967 1. Lási skó 2. Vonin sem brást 3. Glókollur 4. Stígðu dans Flytjendur: Bjarki Tryggvason – söngur og gítar Pálmi Stefánsson – orgel Steingrímur Stefánsson – trommur Þorsteinn Kjartansson – klarinett Ásmundur Kjartansson – bassi Póló og Erla [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: GEOK 253 Ár:…