Prívat og Helga Magnúsdóttir (1986)

engin mynd tiltækLitlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Prívat sem átti lag á safnplötunni Skýjaborgir en hún kom út sumarið 1986 á vegum Geimsteins í Keflavík.

Þar er sveitin kynnt sem Prívat og Helga Magnúsdóttir en engar aðrar upplýsingar finnast um sveitina eða Helgu, Helga gæti verið sú sama og söng um tíma með hljómsveitinni Kikk þetta sama ár. Einnig er hugsanlegt að Eiður Arnarsson hafi verið bassaleikari sveitarinnar.

Allar frekari upplýsingar um Prívat (og Helgu Magnúsdóttur) óskast sendar Glatkistunni.