Prelátar (1994-2005)

Hljómsveit með þessu nafni lék í guðsþjónustum og poppmessum í Landakirkju í Vestmannaeyjum á árunum 1994 – 2005. Söngvararnir Guðrún Ágústsdóttir, Hjördís Kristinsdóttir, Þórarinn Ólason og Hreiðar Stefánsson komu fram með sveitinni framan af en þeir Dans á rósum-liðar Viktor Ragnarsson bassaleikari, Eyvindur Ingi Steinarsson gítarleikari og Eðvarð [?] trommuleikari sáu um hljóðfæraþáttinn. Heiða Björk…

PPPönk (1996-99)

Pönksveitin PPPönk úr Hafnarfirði starfaði um þriggja ára skeið, vakti nokkra athygli og náði að gefa út eina smáskífu. Sveitin var stofnuð vorið 1996 og einungis örfáum vikum síðar átti hún þrjú lög á hafnfirsku safnplötunni Drepnir. Eitt laganna, Surferboy fékk heilmikla spilun á útvarpsstöðinni X-inu og vakti athygli á sveitinni. Meðlimir PPPönks í upphafi…

Prentsmiðjukvartettinn (um 1920)

Prentsmiðjukvartettinn svokallaði starfaði á Akureyri í kringum 1920 en ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvenær. Að öllum líkindum mun Prentsmiðjukvartettinn hafa starfað við Prentverk Odds Björnssonar (POB) á Akureyri en um var að ræða tvöfaldan kvartett. Sigurður Oddsson Björnsson sonur Odds Björnssonar mun hafa verið stofnandi eða aðal hvatamaður að stofnun Prentsmiðjukvartettsins en auk hans…

Preim (1994)

Hljómsveit á Reykjavíkursvæðinu bar nafnið Preim sumarið 1994 og spilaði á útitónleikum ásamt öðrum bílskúrssveitum. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en þær væru vel þegnar.

Pravda (1993)

Hljómsveitin Pravda var skammlíf danssveit sem spilaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1993. Meðlimir hennar voru Þóranna Jóna Björnsdóttir söngkona, Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari, Tryggvi Hübner gítarleikari og Trausti Már Ingólfsson trommuleikari.

PPPönk – Efni á plötum

PPPönk – PP.ep [ep] Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: St. 1 97 0065 Ár: 1997 1. PPPönk 2. Kúrekabúgí 3. Gunnar 4. Píparinn 5. Svitafita 6. Ormur 7. Geislabíó 8. Últradans Flytjendur: Laufey Elíasdóttir – söngur Freyr Gígja Gunnarsson – söngur og gítar Jón Yngvi Reimarsson – gítar Björn Viktorsson – bassi Kjartan Þórisson – trommur Gísli…

Presleyvinafélagið (1985-86)

Hljómsveitin Presleyvinafélagið sem starfaði í Árbænum var eins og nafnið gefur til kynna, sveit sem mestmegnis lék lög með rokkgoðinu Elvis Presley. Meðlimir sveitarinnar komu úr Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts en þeir voru Sigurður Gunnarsson gítarleikari, Jón Leifsson bassaleikari, Guðjón Ólafsson saxófónleikari, Helgi Ólafsson hljómborðsleikari, Steinar Björn Helgason trommuleikari og Bjarni Arason söngvari (sem skömmu…

Afmælisbörn 14. ágúst 2016

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn Geir Ólafson er fjörutíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Geir eða Ice blue eins og hann er oft kallaður, hefur gefið út nokkrar sólóplötur og plötur með hljómsveit sinni Furstunum, sem samanstendur af tónlistarmönnum í eldri kantinum og er eins konar stórsveit. Hrönn Svansdótir…