Prentsmiðjukvartettinn (um 1920)

engin mynd tiltækPrentsmiðjukvartettinn svokallaði starfaði á Akureyri í kringum 1920 en ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvenær.

Að öllum líkindum mun Prentsmiðjukvartettinn hafa starfað við Prentverk Odds Björnssonar (POB) á Akureyri en um var að ræða tvöfaldan kvartett.

Sigurður Oddsson Björnsson sonur Odds Björnssonar mun hafa verið stofnandi eða aðal hvatamaður að stofnun Prentsmiðjukvartettsins en auk hans sungu í honum Gunnar Magnússon og Bjarni Hóseason fyrstu tenórar, Zophanías Árnason og Þorsteinn Thorlacius aðrir tenórar, Axel Friðriksson og Jón Steingrímsson aðrir bassar en sjálfur söng Sigurður fyrsta bassa ásamt Þorsteini Þorsteinssyni. Magnús Einarsson stjórnaði Prentsmiðjukvartettnum.

Ekki liggur fyrir hvenær Prentsmiðjukvartettinn var stofnaður en þegar Karlakórinn Geysir var stofnaður á Akureyri haustið 1922 gengu allir meðlimir hans í hinn nýja kór. Prentsmiðjukvartettinn starfaði þó eitthvað áfram, að minnsta kosti fram á vorið 1923.