Prentsmiðjukvartettinn (um 1920)

Prentsmiðjukvartettinn svokallaði starfaði á Akureyri í kringum 1920 en ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvenær. Að öllum líkindum mun Prentsmiðjukvartettinn hafa starfað við Prentverk Odds Björnssonar (POB) á Akureyri en um var að ræða tvöfaldan kvartett. Sigurður Oddsson Björnsson sonur Odds Björnssonar mun hafa verið stofnandi eða aðal hvatamaður að stofnun Prentsmiðjukvartettsins en auk hans…

Iceland [1] (1980-94)

Íslensk-sænskættaða hljómsveitin Iceland starfaði líklega að mestu leyti í Bandaríkjunum á níunda áratug 20. aldar. Hún hét áður Vikivaki og hafði þá verið til frá 1966 í ýmsum myndum en 1980 breytti hún um nafn og kallaði sig Iceland upp frá því. Uppistaðan í sveitinni voru íslenskir bræður sem höfðu starfað í Svíþjóð frá unga…

Steinblóm [1] (1969)

Steinblóm (hin fyrsta) var hljómsveit í Hagaskóla 1969 og hafði á að skipa þremenningunum Guðlaugi Kristni Óttarssyni (Þeyr o.fl.), Haraldi Jóhannessen (síðar ríkislögreglustjóra og Gunnari Magnússyni. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan tríósins var en líklegt hlýtur að teljast að Guðlaugur hafi leikið á gítar.

Vikivaki [1] (1966-80)

Þegar hljómsveitarnafnið Vikivaki heyrist kviknar sjálfsagt ekki á perunni hjá mörgum Íslendingum í dag en þessi sveit var íslensk-sænsk og starfaði um árabil í Svíþjóð þar sem hún gerði garðinn frægan, og reyndar víða. Heimildir um sveitina eru litlar og því stiklað á stóru hér en nokkuð vantar inn á milli og verður því að…