VDE-066 (2000-04)

VDE-066 var rafdúett þeirra Jóns Berg Jóhannessonar og Heiðars Inga Kolbeinssonar úr Hafnarfirði, sem keppti í Músíktilraunum Hins hússins árið 2000. Þeir komust ekki í úrslit en störfuðu eitthvað áfram. Þeir komu t.a.m. fram 2003 og spiluðu á Iceland airwaves 2004.

Veggfóður [2] (1999-2000)

Hljómsveitin Veggfóður frá Grindavík var starfandi fyrir og um aldamótin 2000. Sveitin tók þátt í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík og kom út lag með sveitinni á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem gefin var út í tengslum við þá keppni. Ári síðar keppti sveitin síðan í Músíktilraunum en komst ekki í úrslit. Meðlimir Veggfóðurs voru þá Arnar…

Venus [2] (1975-77)

Hljómsveitin Venus var að öllum líkindum stofnuð 1975 og innihélt söngkonuna Mjöll Hólm. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Torfi Ólafsson söngvari og bassaleikari (sjá Kvöldvísa o.fl.), Sævar Árnason gítarleikari, Skúli Magnússon trommuleikari og Júlíus Sigmundsson hljómborðsleikari. Venus starfaði eitthvað fram yfir áramót 1976-77.

Vesturbæingar (1991)

Vesturbæingar er hljómsveit starfandi 1991 og átti það árið lag á safnplötunni Húsið sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Söngvari sveitarinnar á þeirri plötu var Fríða María Harðardóttir en ekki var getið um aðra meðlimi sveitarinnar.

Vébandið (1981-83)

Nýbylgjusveitin Vébandið frá Keflavík, starfaði um tveggja ára skeið á árunum 1981-83 og var meðal þeirra sveita sem kepptu í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1982, hún komst ekki í úrslit en vakti nokkra athygli og lék á fjölmörgum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu um þetta leyti. Vébandið var stofnað af Ragnari Júlíusi Hallmannssyni trommuleikara, Georg…

Victor Urbancic (1903-58)

Victor Urbancic (fæddur Urbantschitssch) var Austurríkismaður (f. 1903) sem fluttist hingað til Íslands á vegum Tónlistarfélags Reykjavíkur 1938, hann flúði hingað undan nasistum og starfaði hér m.a. sem kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík, hljómsveitarstjóri Hljómsveitar Reykjavíkur (undanfara Sinfóníuhljómsveitar Íslands) og sem kórstjóri og organisti Kristskirkju (Landakotskirkju). Victor varð doktor í tónlistarfræðum aðeins 22 ára gamall…

Við erum menn (1990)

Hljómsveitin Við erum menn (úr Borgarnesi) var starfandi 1990 og keppti það vorið í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitina skipuðu þeir Brandur S. Brandsson gítarleikari, Sigmar P. Egilsson söngvari, Baldvin J. Kristinsson hljómborðsleikari, Sigurdór Guðmundsson bassaleikari og Jón M. Harðarson trommuleikari. Sveitin komst ekki í úrslit.

Vikivaki [1] (1966-80)

Þegar hljómsveitarnafnið Vikivaki heyrist kviknar sjálfsagt ekki á perunni hjá mörgum Íslendingum í dag en þessi sveit var íslensk-sænsk og starfaði um árabil í Svíþjóð þar sem hún gerði garðinn frægan, og reyndar víða. Heimildir um sveitina eru litlar og því stiklað á stóru hér en nokkuð vantar inn á milli og verður því að…

Vikivaki [2] [félagsskapur] (1969-72)

Félagsskapurinn Vikivaki var stofnaður haustið 1969 en hann var áhugahópur um þjóðlagatónlist og starfaði í þrjú ár undir stjórn Ómars Valdimarssonar blaðamanns en hann var titlaður framkvæmdastjóri félagsskaparins. Hópurinn stóð fyrir uppákomum í þessum geira tónlistarinnar m.a. þjóðlagahátíðum á haustin, þar sem nýir listamenn og sveitir fengu tækifæri til að koma sér á framfæri. Þeirra…

Virulenzy (1992)

Hljómsveit starfandi vorið 1992, á uppgangstíma dauðarokksins á Íslandi. Allar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Vitaverðir (?)

Engar upplýsingar finnast um þessa hljómsveit, hvenær hún starfaði eða hverjir skipuðu hana en allar upplýsingar eru vel þegnar.

Vitringarnir (1989)

Hornfirska hljómsveitin Vitringarnir var starfandi 1989 og keppti það vor í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Björn Heimir Viðarsson söngvari og saxófónleikari, Kristján Heiðar Sigurðsson hljómborðsleikari og Friðrik Ingvaldsson gítarleikari. Ekki liggja frekari upplýsingar fyrir um sveitina.

Víbrar [1] (1965-72)

Hljómsveitin Víbrar (stundum nefnd Víbrar og Hafliði) starfaði á árunum 1965-70 (ein heimild segir hana hafa starfað til 1972) á Húsavík og lék einkum á heimaslóðum norðanlands. Lengst af var sveitin skipuð þeim Braga Ingólfssyni trommuleikara og söngvara, Birni Gunnari Jónssyni gítarleikara, Þórhalli Aðalsteinssyni orgelleikara, Leifi Vilhelm Baldurssyni bassaleikara og Hafliða Jósteinssyni söngvara. Aðalsteinn Ísfjörð…

Víxlar í vanskilum & ábekingur (1988)

Víxlar í vanskilum (& ábekingur) var hljómsveit sem sett var saman fyrir verslunarmannahelgina 1988 til að spila á útihátíð sem haldin var á Melgerðismelum. Sveitin sendi frá sér eitt lag, Flagarabrag (sem Ríó tríó hafði áður gefið út), til að trekkja að en gleymdist fljótt að þessum ágústnóttum loknum. Hún kom þó einu sinni fram…

The Voice (1984-86)

Hljómsveitin The Voice var stofnuð 1984 á Seltjarnarnesi. Sveitin vakti fljótlega nokkra athygli og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985. Hún komst ekki í úrslit keppninnar en þá var sveitin skipuð fimmmenningunum Davíð Traustasyni söngvara, Einari Á. Ármannssyni trommuleikara, Jóhanni Álfþórssyni hljómborðsleikara, Gunnari Eiríkssyni gítarleikara og Össuri Hafþórssyni bassaleikara. Um sumarið spilaði sveitin nokkuð opinberlega,…