Víxlar í vanskilum & ábekingur (1988)

engin mynd tiltækVíxlar í vanskilum (& ábekingur) var hljómsveit sem sett var saman fyrir verslunarmannahelgina 1988 til að spila á útihátíð sem haldin var á Melgerðismelum. Sveitin sendi frá sér eitt lag, Flagarabrag (sem Ríó tríó hafði áður gefið út), til að trekkja að en gleymdist fljótt að þessum ágústnóttum loknum. Hún kom þó einu sinni fram í viðbót, á áramótadansleik í Reykjavík nokkrum mánuðum síðar.

Hljómsveitin var skipuð félögum úr Sálinni hans Jóns míns, Skriðjöklum og Stuðkompaníinu, sem spiluðu einmitt á fyrrgreindri útihátíð.