Víbrar [1] (1965-72)

víbrar og hafliði

Víbrar og Hafliði

Hljómsveitin Víbrar (stundum nefnd Víbrar og Hafliði) starfaði á árunum 1965-70 (ein heimild segir hana hafa starfað til 1972) á Húsavík og lék einkum á heimaslóðum norðanlands.

Lengst af var sveitin skipuð þeim Braga Ingólfssyni trommuleikara og söngvara, Birni Gunnari Jónssyni gítarleikara, Þórhalli Aðalsteinssyni orgelleikara, Leifi Vilhelm Baldurssyni bassaleikara og Hafliða Jósteinssyni söngvara. Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari mun einnig hafa verið í sveitinni á þeim tíma. Þeir Reynir Jónasson (á bassa) og Jóhann Helgason [?] léku með sveitinni á einhverjum tímapunkti en þá voru aðrir meðlimir hennar Leifur, Bragi og Hafliði.

Eftir að starfsemi Víbra lauk í upphafi áttunda áratugarins lá sveitin í dvala í á annan áratug en var þá endurstofnuð/-vakin 1983 til að leika á einni skemmtun og svo aftur veturinn 1986-87 en þá voru meðlimir hennar Bragi og Þórhallur úr gömlu útgáfunni, auk þeirra Karls Hálfdánarsyni bassaleikara og Kristjáns Halldórssonar gítarleikara. Ekki varð sveitin langlíf í það skiptið en sveitin hefur a.m.k. tvisvar verið endurlífguð síðan, 1995 með þá Braga, Aðalstein, Leif og Hafliða (úr upprunalegu útgáfunni) og Elvar Bragason bassaleikara en hann er sonur Braga trommuleikara.

Víbrar voru enn vaktir til lífsins 1997 og var hún þá skipuð hinum sömu og tveimur árum fyrr.