Mánatríóið [2] (1987)

Haustið 1987 var hljómsveit á Húsavík sem bar nafnið Mánatríóið. Leifur Vilhelm Baldursson gítarleikari, Þórhallur Aðalsteinsson hljómborðsleikari og Hafliði Jósteinsson söngvari skipuðu tríóið en það starfaði að líkindum aðeins fram að áramótum. Allar ábendingar og leiðréttingar um þessa sveit eru þó vel þegnar.

Jazzþingeyingar (1990)

Djasskvartettinn Jazzþingeyingar störfuðu á Húsavík 1990. Það sama sumar lék sveitin á Jazzhátíð Egilsstaða og voru meðlimir hennar Haraldur Jóhannesson baritón saxófónleikari, Sigurður Friðriksson píanóleikari, Leifur Vilhelm Baldursson bassaleikari og Bragi Ingólfsson trommuleikari. Sveitin hafði þá verið stofnuð nokkrum vikum fyrr. Um haustið hafði Birgir Jósefsson tekið við trommunum af Braga. Jazzþingeyingar virðast ekki hafa…

Fimm [2] (1985)

Hljómsveitin Fimm starfaði á Húsavík árið 1985, meðlimir þeirrar sveitar voru Sigurður Friðriksson hljómborðsleikari, Leifur Vilhelm Baldursson gítarleikari, Stefán Helgason trommuleikari, Hafliði Jósteinsson söngvari og Karl Hálfdánarson bassaleikari. Sveitin var líklega í sveitaballageiranum en allar upplýsingar um hana eru vel þegnar.

Víbrar [1] (1965-72)

Hljómsveitin Víbrar (stundum nefnd Víbrar og Hafliði) starfaði á árunum 1965-70 (ein heimild segir hana hafa starfað til 1972) á Húsavík og lék einkum á heimaslóðum norðanlands. Lengst af var sveitin skipuð þeim Braga Ingólfssyni trommuleikara og söngvara, Birni Gunnari Jónssyni gítarleikara, Þórhalli Aðalsteinssyni orgelleikara, Leifi Vilhelm Baldurssyni bassaleikara og Hafliða Jósteinssyni söngvara. Aðalsteinn Ísfjörð…