Jazzþingeyingar (1990)

Jazzþingeyingar

Jazzþingeyingar

Djasskvartettinn Jazzþingeyingar störfuðu á Húsavík 1990.

Það sama sumar lék sveitin á Jazzhátíð Egilsstaða og voru meðlimir hennar Haraldur Jóhannesson baritón saxófónleikari, Sigurður Friðriksson píanóleikari, Leifur Vilhelm Baldursson bassaleikari og Bragi Ingólfsson trommuleikari. Sveitin hafði þá verið stofnuð nokkrum vikum fyrr. Um haustið hafði Birgir Jósefsson tekið við trommunum af Braga.

Jazzþingeyingar virðast ekki hafa starfað lengur en fram á haustið 1990.