Jisz (1982-83)

Hljómsveitin Jisz starfaði í fáeina mánuði veturinn 1982-83. Einar Örn Benediktsson, Bragi Ólafsson og Þorvar Hafsteinsson mynduðu tríóið en það var stofnað sumarið 1982 og kom fram í nokkur skipti. Ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri félagarnir spiluðu. Eftir áramótin 1982-83 spilaði sveitin á tónleikum og var þá skipuð átta manns, m.a. blásurum. Engar upplýsingar…

Jetz (1996-97)

Jetz var skammlíf hljómsveit sem starfaði í rétt tæpt ár og hafði lítil áhrif á framvindu íslenskrar tónlistarsögu. Upphafið af sveitinni má rekja til að Gunnar Bjarni Ragnarsson sem hafði orðið þekktur í hljómsveitinni Jet black Joe hugði á sólóplötu sem hann byrjaði að vinna í Liverpool Institute for Performing Arts (LIPA) þar sem hann…

Jetz – Efni á plötum

Jetz – Jetz Útgefandi: Jetz / Skífan Útgáfunúmer: SCD 183 Ár: 1996 1. Mystery girl 2. Candy says 3. Normal thoughts 4. Since they’re here 5. Radio K 6. Falling 7. We come in peace 8. You know 9. R2D2 10. Creature in me Flytjendur: Gunnar Bjarni Ragnarsson – gítar Guðlaugur Júníusson – trommur  Kristinn Júníusson…

Joð-ex (1983)

Hljómsveitin Joð-ex (JX) frá Akureyri var að öllum líkindum eins konar afsprengi pönkbylgjunnar sem þá hafði gengið yfir landið. Meðlimir sveitarinnar voru Kristinn Valgeir Einarsson trommuleikari, Sigurjón Baldvinsson söngvari og gítarleikari, Rögnvaldur Rögnvaldsson gítarleikari og Steinþór Stefánsson bassaleikari. Sveitin átti eitt lag á safnplötunni SATT 3 en hún kom út 1984, þá var Joð-ex áreiðanlega…

Afmælisbörn 13. febrúar 2016

Í dag er eitt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Aðalsteinn Ísfjörð (Sigurpálsson) harmonikkuleikari og múrarameistari er sextíu og níu ára gamall. Aðalsteinn sem er Húsvíkingur hefur komið víða við á sínum ferli sem harmonikkuleikari, gefið út sólóplötur og í samvinnu við aðra, og leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þar má nefna sveitir eins og…