Júdas [1] (1968-70 / 1973-76)

Hljómsveitin Júdas var partur af þeirri tónlistarvakningu sem kennd hefur verið við Keflavík en sveitin var einna fyrst til að spila soul og funk hérlendis, sjálfsagt má að einhverju leyti tengja það við veru varnarliðsins í næsta nágrenni og þá erlendu strauma sem því fylgdi. Þeir félagar, Ólafur Júlíusson trommuleikari (bróðir Rúnars Júl.), Vignir Bergmann…

Júbó (1970-72)

Hljómsveitin Júbó var ein af fjölmörgum Keflavíkursveitum sem starfræktar voru á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar. Júbó var stofnuð sumarið 1970 upp úr tveimur keflvískum sveitum, annars vegar Júdas sem þá hafði misst Magnús Kjartansson til Trúbrots og hætt í kjölfarið, hins vegar Bóluhjálmum sem einnig hafði hætt um þessar mundir. Eins og glöggir…

Júlíus Agnarsson (1953-2013)

Júlíus Agnarsson kom víða við í tónlist, allt frá því að leika á gítar hljómsveitum og fást við lagasmíðar til hljóðupptaka og hljóðstjórnunar. Júlíus fæddist í Reykjavík 1953 og var alla tíð miðborgarbarn. Á unglingsárum lék hann á gítar í hljómsveitum á borð við Terso og Combói Kalla Matt [sr. Karls Matthíassonar] og síðar í…

Júdó & Stefán [2] (2004-05)

Tvíeykið Júdó & Stefán kom fram opinberlega að minnsta kosti tvívegis snemma á þessari öld. Það voru þeir félagar, Jón Ólafsson hljómborðsleikari og söngvari og Stefán Hilmarsson söngvari sem skemmtu undir þessu nafni á árshátíðum og þess konar skemmtunum, með sönglaga prógrammi sínu. Þeir Jón og Stefán hafa oft starfað saman fyrr og síðar á…

Júdas [2] [útgáfufyrirtæki] (1975-77)

Útgáfufyrirtækið Júdas var stofnað af meðlimum hljómsveitarinnar Júdasar haustið 1975 en sveitin hafði þá verið starfandi í nokkur ár í Keflavík. Fyrirtækið var stofnað til að annast útgáfumál sveitarinnar en hún hafði upphaflega verið í samstarfi við umboðs- og útgáfufyrirtækið Demant en slitið sig frá því. Stofnmeðlimir voru Magnús Kjartansson, Hrólfur Gunnarsson, Finnbogi Kjartansson og…

Júdas [1] – Efni á plötum

Júdas – [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T113 Ár: 1970 1. Þú ert aldrei einn á ferð 2. Mér er sama Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Júdas – Júdas No:1 Útgefandi: Hljómplötuútgáfan Júdas  Útgáfunúmer: JUD 001 Ár: 1975 1. New York overture 2. What‘s on your mind 3. First class rock and roll song…

Afmælisbörn 31. mars 2016

Á þessum degi eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld frá Stykkishólmi er þrjátíu og átta ára, hann hefur samið fjöldann allan af lögum, t.d. fyrir Pál Óskar og Moniku Abenroth en einnig kom út plata með Hólmfríði Jóhannesdóttur þar sem hún söng lög Hreiðars. Hreiðar er einnig menntaður píanóleikari og tónmenntakennari,…

Spottarnir á Café Rosenberg

Vísnabandið  Spottarnir verða með tónleika á Café Rosenberg fimmtudagskvöldið 31. mars. Spottarnir syngja vísur eftir Cornelis Vreeswijk  sem er ein aðal uppspretta sveitarinnar, á efnisskrá eru einnig lög eftir Magnús Eiríksson, Megas, Hank Williams og ýmsa aðra. Hljómsveitin er skipuð þeim Eggert Jóhannssyni sem syngur og leikur á gítar, Einari Sigurðssyni leikur á bassa, Magnúsi R. Einarssyni…

Afmælisbörn 30. mars 2016

Afmælisbörnin Glatkistunnar í dag eru þrjú talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og eins árs í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er…

Afmælisbörn 29. mars 2016

Í dag eru á skrá Glatkistunnar þrjú afmælisbörn: Þórir Baldursson hljómborðsleikari er sjötíu og tveggja ára. Hann er frá Keflavík og tilheyrir þeirri kynslóð þaðan sem markaði bítlaslóðir hérlendis, hann var þó meira í þjóðlagastílnum í upphafi. Þórir bjó lengi og starfaði að tónlist sinni í Þýskalandi, Bandaríkjunum og miklu víðar með tónlistarfólki eins og…

Afmælisbörn 28. mars 2016

Tvö afmælisbörn koma við tónlistarsögu þessa dags hjá Glatkistunni: Jón frá Ljárskógum (Jón Jónsson) söngvari og ljóðskáld hefði átt afmæli en hann fæddist á þessum degi árið 1914. Jón er þekktastur fyrir framlag sitt með MA-kvartettnum sem hann söng með um árabil og naut mikilla vinsælda fyrir, kvartettinn gaf út fjöldann allan af plötum sem…

Just now (1985)

Hljómsveitin Just now (einnig nefnd Nú þegar) starfaði í Kópavogi um miðjan níunda áratug liðinnar aldar. Just now gekk síðar undir ýmsum nöfnum og með mismunandi mannaskipan en hér eru aðeins þekktir Sváfnir Sigurðarson og Gunnar Ólason. Upplýsingar varðandi aðra meðlimi væru vel þegnar.

Jurkarnir (1981)

Jurkarnir voru skammlíf nýbylgjusveit starfandi vorið 1981. Sveitin kom nokkrum sinnum fram í þeirri nýbylgjusenu sem þá átti sér stað en lognaðist svo útaf. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar.

Junior kvintett (1957-60)

Junior (Júníor) kvintett starfaði um þriggja ára skeið fyrir og um 1960. Junior (sem ýmist var kvintett eða kvartett) var stofnuð sumarið 1957 en þá var hún skipuð fimm meðlimum, það voru Þorkell S. Árnason gítarleikari, Jón Óttar Ragnarsson píanóleikari (síðar sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, Herbalife-kóngur o.fl.), Fritz Hendrik Berndsen gítarleikari (Binni í Blómabúð Binna) og…

Juel Juel Juel (um 1985)

Hljómsveitin Juel juel juel var unglingasveit úr Hafnarfirði og starfaði á níunda áratug síðustu aldar. Allar upplýsingar varðandi þessa sveit vantar en væru vel þegnar.

JU87 (1985-87)

Hljómsveitin JU87 (e.t.v. JU 87) starfaði á árunum 1985-87 og innihélt m.a. bassaleikarann Hall Guðmundsson (Brúðkaup Fígarós, Varsjárbandalagið o.fl.). Engar aðrar upplýsingar finnast um þessa sveit en þær væru vel þegnar.

Afmælisbörn 27. mars 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru þrjú talsins: Jón Hrólfsson harmonikkuleikari á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Jón sem upphaflega kemur af Melrakkasléttunni, lék áður með ýmsum harmonikkusveitum en hefur einnig margsinnis komið einn fram með nikkuna í gegnum tíðina. Hann gaf á sínum tíma út sólóplötuna Gleðihopp en gaf einnig út aðra plötu…

Forvitnilegt en líklega ekki allra

Dölli – Ó hve unaðslegt það var þetta síðsumarskvöld þegar ég var brottnumin af fölbláu geimverunum Ullútgáfan [án útgáfunúmers], 2016 Dölli (Sölvi Jónsson) birtist síðastliðið haust með ferska og öðruvísi barnaplötu sem bar titilinn Viltu vera memm? og vakti nokkra athygli fyrir skemmtilega textanálgun og ekki síður myndbönd. Platan, sem Dölli vann að mestu með…

Afmælisbörn 26. mars 2016

Eitt afmælisbarn úr tónlistargeiranum lítur dagsins ljós á Glatkistunni í dag: Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.

Afmælisbörn 25. mars 2016

Þrjú afmælisbörn koma við sögu í dag: Garðar Olgeirsson harmonikkuleikarinn góðkunni er sjötíu og tveggja ára. Fjórar plötur hafa komið út með honum þar sem hann leikur listir sínar á nikkuna og er þekktast laga hans Meira fjör á samnefndri plötu frá 1978. Hann hefur einnig leikið á plötum í félagi við aðra harmonikkuleikara. Bjarki…

Afmælisbörn 24. mars 2016

Á þessum degi er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Gylfi Kristinsson söngvari er sextíu og fjögurra ára en honum skýtur reglulega upp í hinum ýmsu hljómsveitum. Gylfi var til að mynda í upphaflegu útgáfunni af Stuðmönnum sem einnig hefur verið kölluð Frummenn, og gaf út plötu fyrir nokkrum árum. Hann var einnig í sveitum…

Ýlir veitir 5 milljónum til verkefna í Hörpu

Ýlir, tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk hefur nú veitt fimm milljónum til tónleika og tónlistarverkefna í Hörpu fyrir árið 2016. Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu, Músíktilraunir, Upptakturinn og útgáfutónleikar Mammút eru meðal þeirra tónleika, tónlistarhátíða og fræðsluverkefna sem Ýlir mun styðja við á næstu mánuðum en alls hljóta 13 tónleikar og tónlistarverkefni nú styrk frá sjóðnum upp…

Afmælisbörn 23. mars 2016

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona úr Hafnarfirði er þrjátíu og fjögurra ára í dag. Guðrún Árný sem hefur sungið frá blautu barnsbeini vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 1999 og í framhaldinu söng hún í ýmsum sýningum á Hótel Íslandi og víðar. Hún hefur verið áberandi í sönglagakeppnum eins og…

Stabat Mater í Dómkirkjunni á föstudaginn langa

Á föstudaginn langa munu María Konráðsdóttir (sópran), Erla Dóra Vogler (mezzósópran) og Sólborg Valdimarsdóttir (píanó) flytja Stabat Mater eftir ítalska tónskáldið Giovanni Battista Pergolesi. Tónleikarnir verða í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefjast klukkan 12:15. Verkið tekur um 40 mínútur í flutningi. Aðgangseyrir er 1.500 kr / 1.000 (fyrir nemendur og ellilífeyrisþega).

Afmælisbörn 22. mars 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Eyþór Þorláksson gítarleikari er áttatíu og sex ára, hans hljóðfæri voru harmonikka og bassi til að byrja með en eftir að hann byrjaði að leika á gítar varð ekki aftur snúið. Hann nam gítarleik á Spáni og Englandi og starfaði víða erlendis áður en hann kom heim til Íslands…

Jón Páll Bjarnason (1938-2015)

Djassgítaristinn Jón Páll Bjarnason telst með virtustu gítarleikurum íslenskrar djasssögu, hann kom víða við í tónlistarsköpun sinni og leitaði alla tíð eftir að bæta við sig þekkingu. Jón Páll fæddist austur á Seyðisfirði 1938 en flutti ungur til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Hann fékk snemma áhuga á tónlist og þá sérstaklega djasstónlist, hann lærði á…

Jónsbörn [1] (1971-73)

Hljómsveitin Jónsbörn starfaði á árunum 1971-73, líklega á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega með hléum. Jónsbörn léku á skemmtistöðum bæjarins og gætu auk tónlistarflutnings hafa staðið einnig fyrir öðruvísi uppákomum á skemmtunum sínum. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um sveitina en Arnþór Jónsson (Addi rokk) var þó hljómsveitarstjóri og Dr. Gunni segir í Rokksögu sinni að…

Jónatan Livingstone kría (1983)

Jónatan Livingstone kría var hljómsveit starfandi 1983 Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Björnsson gítarleikari, Sigurður Halldórsson bassaleikari, Guðmundur Viðar Arnarson söngvari og Birgir Baldursson trommuleikari. Sveitin var fremur skammlíf.

Jóna sterka (1996-98)

Á Akureyri var um skeið starfrækt dixielandsveit undir nafninu Jóna sterka. Skýringin á nafni sveitarinnar hafa ekki fengist en hún starfaði allavega á árunum 1996-98. Meðlimir Jónu sterku voru Reynir Jónsson klarinettuleikari, Þorsteinn Kjartansson tenór saxófónleikari, Atli Guðlaugsson trompetleikari, Guðlaugur Baldursson básúnuleikari, Heimir Ingimarsson túbuleikari, Gunnar H. Jónsson banjóleikari, Guðjón Pálsson píanóleikari og Karl Petersen…

Jón þruma (1992)

Hljómsveitin Jón þruma starfaði 1992 líklega á höfuðborgarsvæðinu en aðrar upplýsingar um þessa sveit eru ekki tiltækar. Jón Þruma lék á óháðu listahátíðinni Loftárás á Seyðisfjörð sumarið 1992 ásamt fleiri sveitum og var án vafa í rokkaðri kantinum. Frekari upplýsingar um sveitina væru vel þegnar.

Jón Páll Bjarnason – Efni á plötum

Jón Páll Bjarnason – Ice Útgefandi: Period records Útgáfunúmer: PCD 101 Ár: 1990 1. Moose the mooche 2. Speak low 3. Pussy cat 4. Greensleeves 5. Whims of chambers 6. My friend 7. Roberta J 8. Darn that dream 9. Sub-concious-lee 10. Vikivaki 11. Ice Flytjendur: Jón Páll Bjarnason – gítarar Ray Pizzi – ýmis…

Jónsbörn [2] (1999)

Vorið 1999 voru hélt Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt rokkhljómsveit, nítján erlendum einsöngvurum og fjörutíu manna kór tónleika í Laugardalshöllinni þar sem flutt var tónlistin úr söngleiknum Jesus Christ Superstar. Kórinn sem var settur saman í tilefni af þessum tónleikum hlaut nafnið Jónsbörn, en stjórnandi hans var einmitt Jón Kristinn Cortez og þaðan kemur nafnið. Í Jónsbörnum…

Afmælisbörn 21. mars 2016

Á þessum degi eru afmælisbörnin tvö á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari er fjörutíu og þriggja ára, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út platan Kærleikur sem hafði…

Chicago Beau gerður að heiðursfélaga Blúshátíðar Reykjavíkur

Banda­ríski tón­listamaður­inn og rit­höf­und­ur­inn Chicago Beau var út­nefnd­ur heiðurs­fé­lagi Blús­fé­lags Reykja­vík­ur við fjöl­menna setn­ingu Blús­hátíðar á Skóla­vörðustígn­um í dag. Chicago Beau var tíður gest­ur hér­lend­is á ár­un­um 1991 til 1995 og hafði veru­leg áhrif á ís­lenskt blús­líf. Hann kom á sterku menn­ing­ar­sam­bandi milli ís­lenskra og banda­rískra blús­tón­list­ar­manna og vann öt­ul­lega að út­breiðslu blús­tón­list­ar­inn­ar og kynn­ingu…

Afmælisbörn 20. mars 2016

Afmælisbörnin tónlistartengdu eru fjögur að þessu sinni: Tónskáldið Finnur Torfi Stefánsson er sextíu og níu ára, hann hefur samið fjölbreytilega tónlist og má þar nefna óperu, hljómsveitaverk og verk fyrir einleikshljóðfæri, kammertónlist og rokk en á árum áður var hann í fjölmörgum hljómsveitum á tímum bítla og blómabarna. Þekktustu sveitir hans eru Óðmenn og 5-pence…

Afmælisbörn 19. mars 2016

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Fyrstan skal nefna Sigurð Björnsson óperusöngvara sem er áttatíu og fjögurra ára. Hann nam söng fyrst hér heima hjá Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og fleirum en fór til framhaldsnáms í Þýskalandi, þar starfaði hann um árabil. Ein fjögurra laga plata með jólasálmum kom út hér heima með Sigurði…

Viltu vinna blúsmiða fyrir tvo á Blúshátíð Reykjavíkur?

Eins og kunnugt er hefst Blúshátíð í Reykjavík 2016 á morgun, laugardaginn 19. mars. Borgarbókasafnið í Grófinni og Blúshátíð Reykjavíkur standa fyrir getraun þar sem hægt er að vinna sér inn blúsmiða fyrir tvo á hátíðina. Hér kemur getraunin: Listamannsnöfn eru algeng innan blúsgeirans. Stundum eru þau tengd ákveðnum stöðum eins og við þekkjum svo…

Afmælisbörn 18. mars 2016

Eftirfarandi eru tvö afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Selfyssingurinn Einar (Þór) Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands, er fjörutíu og fjögurra ára. Einar hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi en þekktastur er hann þó fyrir umboðsmennsku fyrir Nylon. Hann hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir ýmsa aðra, samið tónlist (m.a. Ertu þá farin? með Skítamóral og Eurovision…

Afmælisbörn 17. mars 2016

Þrír tónlistarmenn koma að þessu sinni við sögu afmælisbarna dagsins: Ingólfur Sigurðsson trommuleikari er fjörutíu og sex ára. Hann er maður margra hljómsveita og starfar iðulega í mörgum í senn. Fyrsta sveit Ingólfs var líkast til hljómsveitin Chorus en síðan hafa þær komið í röðum og eftirfarandi runa er aðeins sýnishorn; Blátt áfram, Rauðir fletir,…

Afmælisbörn 16. mars 2016

Glatkistan hefur eitt afmælisbarn á takteinum í dag: Páll Óskar Hjálmtýsson hinn eini sanni er fjörutíu og sex ára gamall. Hann þarf vart að kynna en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið á ævintýraplötum Gylfa Ægissonar, plötum Áhafnarinnar á Halastjörnunni og plötu með tónlistinni úr leikritinu Gúmmí Tarzan en allt þetta var þegar hann var…

Vor með blústónleika á Rosenberg

Hljómsveitin Vor verður með blústónleika á Café Rosenberg Klapparstíg 27, fimmtudagskvöldið 17. mars næstkomandi klukkan 21:00. Meðlimir Vors eru Ævar Kvaran bassaleikari, Óskar Óskarsson gítarleikari, Hafsteinn Björgvinsson gítarleikari, Helgi Helgason saxófónleikari, Kristmundur Jónasson trommuleikari og Bergþóra Sigurðardóttir söngkona. Borðapantanir í síma 551 2442.

Jón Hrólfsson – Efni á plötum

Jón Hrólfsson – Gleðihopp Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 22 Ár: 1981 1. Gleðihopp (marsúrki) 2. Á torginu (skottís) 3. Tangavalsinn 4. Hinrik hamingjusami (polki) 5. Létt spor (vals) 6. Miðsumarræll 7. Sjómannaskottís 8. Sól á firðinum (vals) 9. Á hvalveiðum (vínarkrus) 10. Kaupmannahafnarpolki 11. Pollý (marsúrki) 12. Við skulum dansa (ræll) Flytjendur: Jón Hrólfsson –…

Jón Hrólfsson (1946-2017)

Harmonikkuleikarinn góðkunni Jón Hrólfsson telst meðal fremstu harmonikkuleikara landsins enda fæddur og uppalinn í mekka hljóðfærisins á Melrakkasléttunni. Jón er fæddur (1946) og uppalinn í Sveinungsvík í Þistilfirði rétt sunnan Raufarhafnar en frá þeim slóðum hafa margir kunnir harmonikkuleikarar komið s.s. Ormarslónsbræður og Karl Jónatansson. Jón mun hafa fengið áhugann á harmonikkuleik þegar hann heyrði…

Jón Helgason – Efni á plötum

Sigurður Nordal og Jón Helgason – Sigurður Nordal og Jón Helgason lesa úr verkum sínum Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Parlophone-Odeon CPMA 10 Ár: 1964 1. Sigurður Nordal – Ferðin sem aldrei var farin 2. Jón Helgason – Áfangar – Í vorþeynum – Ég kom þar – Á afmæli kattarins – Lestin brunar – Á fjöllum –…

Jón Helgason (1899-1986)

Jón Helgason fræðimaður og ljóðskáld kemur við sögu íslenskrar plötuútgáfu með þeim hætti að hann las úr verkum sínum inn á tvær plötur. Jón fæddist í uppsveitum Borgarfjarðar 1899 og eftir stúdentspróf lá leið hans til Kaupmannahafnar þar sem hann nam norræn fræði, lauk þar mastersnámi og síðar doktorsnámi en varð prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og…

Nafnleysingjarnir og Johnny (1964-66)

Á Akureyri starfaði á árunum 1964-66 bítlasveit sem hlaut nafnið Nafnleysingjarnir, venjulega var sveitin þó kölluð Nafnleysingjarnir og Johnny en sá Johnny var Jón Stefánsson söngvari. Nafnleysingjarnir var stofnuð 1964 og voru meðlimir sveitarinnar auk Johnnys, Árni Þorvaldsson, Vilhelm J. Steindórsson gítarleikari, Haraldur Tómasson [gítarleikari?], Reynir Adolfsson og Sigurður Ringsted Sigurðarson [trommuleikari?]. Þegar sveitin kom…

Jón Kurteiz (1999)

Þjóðlagatríóið Jón Kurteiz sem átti sér skírskotun í bækurnar um Sval og Val, starfaði sumarið 1999 í Kópavogi og kom fram opinberlega í nokkur skipti. Meðlimir Jóns Kurteiz voru Kjartan Ásgeirsson mandólínleikari og bræðurnir Arnar Halldórsson (Jón sló og Gunna rakaði, Kol o.fl.) og Daði Halldórssynir sem líklega léku á bassa og gítar, að öllum…

Afmælisbörn 15. mars 2015

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni á Glatkistunni: Sigurður Halldór Guðmundsson (Siggi Hjálmur) hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er þrjátíu og átta ára gamall í dag en hann er í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig sungið og leikið…