Júdas [1] (1968-70 / 1973-76)
Hljómsveitin Júdas var partur af þeirri tónlistarvakningu sem kennd hefur verið við Keflavík en sveitin var einna fyrst til að spila soul og funk hérlendis, sjálfsagt má að einhverju leyti tengja það við veru varnarliðsins í næsta nágrenni og þá erlendu strauma sem því fylgdi. Þeir félagar, Ólafur Júlíusson trommuleikari (bróðir Rúnars Júl.), Vignir Bergmann…