Viltu vinna blúsmiða fyrir tvo á Blúshátíð Reykjavíkur?

Blúshátíð í Reykjavík 2016Eins og kunnugt er hefst Blúshátíð í Reykjavík 2016 á morgun, laugardaginn 19. mars. Borgarbókasafnið í Grófinni og Blúshátíð Reykjavíkur standa fyrir getraun þar sem hægt er að vinna sér inn blúsmiða fyrir tvo á hátíðina.

Hér kemur getraunin:

Listamannsnöfn eru algeng innan blúsgeirans. Stundum eru þau tengd ákveðnum stöðum eins og við þekkjum svo vel hjá íslenskum ljóðskáldum svo sem Þorsteini frá Hamri og Ólöfu frá Hlöðum. Blúsjöfur Blúshátíðar í ár  Lincoln T. Beauchamp Jr. fékk til dæmis listamannsnafn sitt  Chicago Beau frá Muddy Waters hvers rétta nafn var reyndar McKinley Morganfield eins og sumir vita. Hér koma nokkur listamannanöfn úr blúsheimum kennd við staði. Eitt þeirra á sér enga stoð í raunveruleika blúsins.  Hvaða nafn er það?

o   Detroit Junior

o   Louisiana Red

o   Memphis Minnie

o   Memphis Slim

o   Mississippi Fred McDowell

o   Wyoming Bill

Svarið má senda í tölvupósti til Sigurðar J. Vigfússonar, sigurdur.vigfusson@reykjavik.is, eða skila því í sérstakan blúskassa í Borgarbókasafninu Grófinni í síðasta lagi kl. 16:00 á laugardaginn á undan blústónleikum Halldórs Bragasonar í hópi valinkunnra eðalblúsara.

Munið að bara þeir sem verða á staðnum þegar dregið er eiga möguleika á vinningnum.