Jón Páll Bjarnason (1938-2015)

Djassgítaristinn Jón Páll Bjarnason telst með virtustu gítarleikurum íslenskrar djasssögu, hann kom víða við í tónlistarsköpun sinni og leitaði alla tíð eftir að bæta við sig þekkingu. Jón Páll fæddist austur á Seyðisfirði 1938 en flutti ungur til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Hann fékk snemma áhuga á tónlist og þá sérstaklega djasstónlist, hann lærði á…

Jónsbörn [1] (1971-73)

Hljómsveitin Jónsbörn starfaði á árunum 1971-73, líklega á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega með hléum. Jónsbörn léku á skemmtistöðum bæjarins og gætu auk tónlistarflutnings hafa staðið einnig fyrir öðruvísi uppákomum á skemmtunum sínum. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um sveitina en Arnþór Jónsson (Addi rokk) var þó hljómsveitarstjóri og Dr. Gunni segir í Rokksögu sinni að…

Jónatan Livingstone kría (1983)

Jónatan Livingstone kría var hljómsveit starfandi 1983 Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Björnsson gítarleikari, Sigurður Halldórsson bassaleikari, Guðmundur Viðar Arnarson söngvari og Birgir Baldursson trommuleikari. Sveitin var fremur skammlíf.

Jóna sterka (1996-98)

Á Akureyri var um skeið starfrækt dixielandsveit undir nafninu Jóna sterka. Skýringin á nafni sveitarinnar hafa ekki fengist en hún starfaði allavega á árunum 1996-98. Meðlimir Jónu sterku voru Reynir Jónsson klarinettuleikari, Þorsteinn Kjartansson tenór saxófónleikari, Atli Guðlaugsson trompetleikari, Guðlaugur Baldursson básúnuleikari, Heimir Ingimarsson túbuleikari, Gunnar H. Jónsson banjóleikari, Guðjón Pálsson píanóleikari og Karl Petersen…

Jón þruma (1992)

Hljómsveitin Jón þruma starfaði 1992 líklega á höfuðborgarsvæðinu en aðrar upplýsingar um þessa sveit eru ekki tiltækar. Jón Þruma lék á óháðu listahátíðinni Loftárás á Seyðisfjörð sumarið 1992 ásamt fleiri sveitum og var án vafa í rokkaðri kantinum. Frekari upplýsingar um sveitina væru vel þegnar.

Jón Páll Bjarnason – Efni á plötum

Jón Páll Bjarnason – Ice Útgefandi: Period records Útgáfunúmer: PCD 101 Ár: 1990 1. Moose the mooche 2. Speak low 3. Pussy cat 4. Greensleeves 5. Whims of chambers 6. My friend 7. Roberta J 8. Darn that dream 9. Sub-concious-lee 10. Vikivaki 11. Ice Flytjendur: Jón Páll Bjarnason – gítarar Ray Pizzi – ýmis…

Jónsbörn [2] (1999)

Vorið 1999 voru hélt Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt rokkhljómsveit, nítján erlendum einsöngvurum og fjörutíu manna kór tónleika í Laugardalshöllinni þar sem flutt var tónlistin úr söngleiknum Jesus Christ Superstar. Kórinn sem var settur saman í tilefni af þessum tónleikum hlaut nafnið Jónsbörn, en stjórnandi hans var einmitt Jón Kristinn Cortez og þaðan kemur nafnið. Í Jónsbörnum…

Afmælisbörn 21. mars 2016

Á þessum degi eru afmælisbörnin tvö á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari er fjörutíu og þriggja ára, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út platan Kærleikur sem hafði…