Á Akureyri var um skeið starfrækt dixielandsveit undir nafninu Jóna sterka. Skýringin á nafni sveitarinnar hafa ekki fengist en hún starfaði allavega á árunum 1996-98.
Meðlimir Jónu sterku voru Reynir Jónsson klarinettuleikari, Þorsteinn Kjartansson tenór saxófónleikari, Atli Guðlaugsson trompetleikari, Guðlaugur Baldursson básúnuleikari, Heimir Ingimarsson túbuleikari, Gunnar H. Jónsson banjóleikari, Guðjón Pálsson píanóleikari og Karl Petersen sem lék á trommur.
Jóna sterka lék einkum á Akureyri og nágrenni en fór einnig í ferðir t.d. austur á Norðfjörð, sveitin kom stundum fram í tengslum við djasshátíðir.