Galgopar (1990-94)

Galgopar á ferð

Galgopar var söngflokkur starfandi á Akureyri á árunum 1990-94 og naut nokkurra vinsælda í heimabyggðinni og nærsveitunum.

Galgopar komu fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1994 og var ýmist sagður vera kvartett eða kvintett. Upphaflega voru þeir fjórir talsins, Vilberg Jónsson (fyrsti bassi), Þorsteinn Jósepsson (annar bassi), Stefán Birgisson (annar tenór) og Óskar Pétursson (fyrsti tenór) en stjórnandi hópsins Atli Guðlaugsson kom síðan inn og styrkti raddirnar til skiptis eftir því sem þurfti hverju sinni og þannig kom kvintettinn til sögunnar.

Þeir félagar héldu reglulega tónleika á Akureyri og Eyjafjarðarsveit og var iðulega troðfullt hús hjá þeim enda var galgopahátturinn alls ráðandi ásamt vönduðum söng, það var til að mynda regla hjá þeim að halda jólatónleika snemma á vorin. Stundum komu gestir fram með þeim og var Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) alloft með þeim, einnig má nefna Þorvald Halldórsson. Guðjón Pálsson var yfirleitt undirleikari þeirra Galgopa.

Galgopar störfuðu fram á vorið 1994 en þá héldu þeir lokatónleika.