Galdrakarlar (1975-83)

Hljómsveitin Galdrakarlar starfaði um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar, sveitin var lengi húshljómsveit í Þórscafé og kom hún við sögu á fáeinum plötum. Galdrakarlar voru stofnaðir haustið 1975 upp úr hljómsveitinni Bláberi en hún kom fyrst fram opinberlega í febrúarmánuði 1976 og vakti þá einkum athygli fyrir skemmtilega spilamennsku, fjölhæfni…

Galdrakarlar – Efni á plötum

Kári P – Vælferðarvísur Útgefandi: Havnar Jazzfelag / Tutl Útgáfunúmer: HJF 5 / HJF 5 Ár: 1978 / 1991 1. Kalli Katt 2. Sálarhirdin 3. Hvørvisjónin 4. Tjóðsangur fyri hina helvtina 5. Herluf 6. Sangur um flyting 7. Góðborgara-shuffle 8. Verkamaður allra landa 9. Bara tú riggar 10. Andvera 11. Tarsanskvæði 12. Ameríkakvæði 13. Lagarliga…

Galgopar (1990-94)

Galgopar var söngflokkur starfandi á Akureyri á árunum 1990-94 og naut nokkurra vinsælda í heimabyggðinni og nærsveitunum. Galgopar komu fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1994 og var ýmist sagður vera kvartett eða kvintett. Upphaflega voru þeir fjórir talsins, Vilberg Jónsson (fyrsti bassi), Þorsteinn Jósepsson (annar bassi), Stefán Birgisson (annar tenór) og Óskar Pétursson (fyrsti tenór)…

Gabríel [3] (1990)

Blúshljómsveitin Gabríel kom fram í nokkur skipti árið 1990 á höfuðborgarsvæðinu en meðlimir sveitarinnar komu víða að af landsbyggðinni. Meðlimir Gabríels voru Ásgrímur Ásgrímsson trommuleikari, Björn Árnason bassaleikari, Leó Torfaon gítarleikari og Vignir Daðason söngvari. Sveitin virðist hafa verið fremur skammlíf.

Gabríel [2] (1990)

Árið 1990 var starfrækt hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Gabríel. Meðlimir þessarar sveitar voru Guðni Bragason bassaleikari, Jón Ingólfsson hljómborðsleikari og Elvar Bragason gítarleikari en ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri meðlimi hennar. Upplýsingar óskast þ.a.l. um þá.

Gabríel [1] (1980-82 / 2002-03)

Ísfirska hljómsveitin Gabríel starfaði í nokkur ár og var þá öflug í ballspilamennskunni á Vestfjörðum. Sveitin var stofnuð haustið 1980 á Ísafirði og voru Guðmundur Hjaltason söngvari og Kristinn Níelsson gítarleikari þar fremstir í flokki, aðrir meðlimir voru Alfreð Erlingsson hljómborðsleikari, Hólmgeir Baldursson trommuleikari og Þorsteinn Bragason bassaleikari, Jón Hallfreð Engilberts mun hafa tekið gítarnum…

G.P. kvintett (1970)

Óskað er eftir upplýsingum um G.P. kvintettinn sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1970. Ekki liggur fyrir hverjir meðlimir sveitarinnar voru en söngkonan Kristbjörg Löve (Didda Löve) söng með henni.

Gagn og gaman [útgáfufyrirtæki] (1976-79)

Útgáfufyrirtækið Gagn og gaman starfaði um skeið á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og sendi þá frá sér tvær plötur. Gagn og gaman var stofnað sumarið 1976 og var hugsað sem eins konar félag eða klúbbur þar sem fólk keypti sig inn með tveggja ára gjaldi og fékk þá afurðir útgáfunnar á góðum kjörum,…

Galíleó (1989-95)

Hljómsveitin Galíleó var nokkuð áberandi á ballmarkaðnum í kringum 1990, sendi frá sér nokkur lög á safnplötum en lognaðist svo útaf án frekari afreka, tíð mannaskipti einkenndu sveitina. Galíleó var stofnuð haustið 1989 og hóf að leika opinberlega fljótlega upp úr áramótum 1989-90. Meðlimir voru í upphafi þeir Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Rafn Jónsson trommuleikari, Jósep…

Galdrakarlarnir (1988)

Árið 1988 starfaði unglingahljómsveit í Vestmannaeyjum undir nafninu Galdarkarlarnir. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar auk annarra bitastæðra upplýsinga.

Gallerí (1989-90)

Akureyska hljómsveitin Gallerí var skammlíf sveit en hún starfaði veturinn 1989-90 og var stofnuð upp úr Helenu fögru sem þá hafði verið starfandi um nokkurra ára skeið nyrðra. Meðlimir Gallerís voru þeir Ari Baldursson hljómborðsleikari, Albert Ragnarsson gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari, Geir Rafnsson trommuleikari og Júlíus Guðmundsson söngvari Gallerí starfaði fram á vorið 1990.

Afmælisbörn 15. janúar 2020

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Erlingur Vigfússon óperusöngvari frá Hellissandi hefði átt afmæli í dag en hann fæddist á þessum degi árið 1936. Eftir söngnám í Reykjavík fór Erlingur til framhaldsnáms á Ítalíu og síðar Þýskalands þar sem hann starfaði síðan við Kölnaróperuna frá 1969 til 1998 þegar hann kom heim.…