Ormarslónsbræður (um 1930-50)

Bræðurnir Jóhann Óskar og Þorsteinn Pétur Jósefssynir frá Ormarslóni í Þistilfirði voru landsþekktir harmonikkuleikarar á fyrri hluta síðustu aldar en þeir bræður léku á dansleikjum og héldu tónleika víða um land. Jóhann (f. 1911) var öllu þekktari en hann varð fyrstur til að gefa út harmonikkuplötu hér á landi (1933), sú plata var einnig tímamótaverk…

Orion [2] (1964-70)

Hljómsveitin Orion var nokkuð sér á báti þann tíma sem hún starfaði síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en hún var nokkuð trú sinni Shadows-stefnu meðan aðrar sveitir breyttust í bítla- og síðan hippasveitir. Sveitin hafði líka þá sérstöðu í bransanum að hún var yfirlýst bindindissveit en slíkt var fátítt í þessum heimi. Sveitin var…

Orion [1] – Efni á plötum

Haukur Morthens – P E P / Þér ég ann [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 236 Ár: 1957 1. P E P 2. Þér ég ann Flytjendur: Haukur Morthens – söngur Orion kvartettinn: – [engar upplýsingar um flytjendur]   Haukur Morthens – Halló… skipti… / Lagið hans Guðjóns [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer:…

Orion [1] (1956-58)

Nokkrar hljómsveitir hafa gengið undir nafninu Orion, sú fyrsta á sjötta áratugnum en hún bar ýmist nafnið Orion kvintett eða Orion kvartett, fyrrnefnda nafnið þó mun lengur. Sveitin varð að öllum líkindum fyrsta íslenska hljómsveitin til að fara í útrás. Það var gítarleikarinn Eyþór Þorláksson sem stofnaði Orion kvintett á fyrri hluta árs 1956 en…

Organistablaðið [fjölmiðill] (1968-95 / 2000)

Organistablaðið kom út í fjölmörg ár og var málgagn organista á Íslandi en blaðið kom út nokkuð samfleytt á árunum 1968 til 95. Stofnað var til blaðsins árið 1968 af Félagi íslenskra organleikara (síðar organista) og segir í inngangsorðum fyrsta tölublaðsins að því væri ætlað að vera málgagn organista, tengiliður milli þeirra og fólksins í…

Org í A (um 1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Org í A var starfrækt líklega í kringum 1980. Fyrir liggur að gítarleikarinn Bergþór Morthens var í þessari sveit en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, og er hér með óskað eftir þeim.

Ormétinn (1996)

Keflvíska hljómsveitin Ormétinn tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996 en varð þar lítt ágengt og komst ekki í úrslit keppninnar þrátt fyrir fremur jákvæða umsögn í Morgunblaðinu. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnar Már Frímannsson bassaleikari, Ingi Þór Ingbergsson gítarleikari, Þórarinn Karlsson söngvari og Jóhann D. Albertsson trommuleikari. Sveitin virðist hafa verið skammlíf.

Orlando Careca – Efni á plötum

Orlando Careca / The Cosmonut – Just for tonight [ep] Útgefandi: 66 Degrees records Útgáfunúmer: 66D04 Ár: 2000 1. Just for tonight (feat. Blake) 2. Stars in your eyes 3. I‘m a sexmachine 4. A little bit of love 5. Ceramic Flytjendur: Jónas Þór Guðmundsson – [?] Aðalsteinn Guðmundsson – [?] Magnús Jónsson – [?]…

Orlando Careca (1999-)

Raftónlistarmaðurinn Jónas Þór Guðmundsson á sér nokkur aukasjálf eins og svo margir í þeim geira tónlistarinnar, Orlando Careca er eitt þeirra en það nafn notaði hann nokkuð í kringum aldamótin. Orlando Careca var á mála hjá 66 Degrees records sem var undirmerki Thule records en að minnsta kosti þrjár smáskífur komu út með honum á…

Orion [3] (um 1980)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu um eða eftir 1980, undir nafninu Orion. Meðlimir Orion léku saman í mörg ár undir ýmsum nöfnum s.s. Just now, Band nútímans og Antarah og var yfirleitt nokkurn veginn sami kjarninn í þessu sveitum en ekki liggur fyrir nákvæmlega hverjir skipuðu sveitina undir þessu nafni og er því óskað eftir þeim.

Orion [2] – Efni á plötum

Orion – Orion & Sigrún Harðardóttir [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CBEP 25 Ár: 1969 1. Enginn veit 2. Stef úr “The family way” 3. Litla lagið 4. Þriðji maðurinn 5. Kveðjan Flytjendur: Eysteinn Jónasson – bassi Stefán Jökulsson – trommur og slagverk Snorri Snorrason – gítar Sigurður Snorrason – gítar og klarinett [?] Sigrún Harðardóttir…

Ottó (1989-91)

Á Blönduósi var um tíma starfandi hljómsveit sem kallaðist Ottó, þessi sveit lék víða um Norðurland vestra á árshátíðum, þorrablótum, áramótadansleikjum, skólaböllum og öðrum tilfallandi sveitaböllum á árunum 1989 til 91. Meðlimir Ottós voru þeir Guðmundur Engilbertsson söngvari og gítarleikari, Guðmundur Karl Ellertsson söngvari, Halldór Rúnar Vilbergsson trommuleikari og Hafsteinn Björnsson söngvari og bassaleikari. Einar…

OSL (1998)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið OSL og var að öllum líkindum starfandi í Vestmannaeyjum 1998, sveitinni brá þá fyrir í tónlistardagskrá þjóðhátíðar um verslunarmannahelgina. Þessar upplýsingar má gjarnan senda Glatkistunni.

Afmælisbörn 2. janúar 2020

Glatkistan hefur eitt afmælisbarn á skrá sinni þennan annan dag ársins. Trommuleikarinn Pjetur Sævar Hallgrímsson eða Pjetur í Tónspili er sextíu og sjö ára gamall í dag. Pjetur sem hefur starfrækt verslunina Tónspil á Norðfirði til margra ára hefur leikið á trommur með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina en mest þó fyrir austan. Þeirra á…