Orlando Careca (1999-)

Jónas Þór Guðmundsson – Orlando Careca

Raftónlistarmaðurinn Jónas Þór Guðmundsson á sér nokkur aukasjálf eins og svo margir í þeim geira tónlistarinnar, Orlando Careca er eitt þeirra en það nafn notaði hann nokkuð í kringum aldamótin.

Orlando Careca var á mála hjá 66 Degrees records sem var undirmerki Thule records en að minnsta kosti þrjár smáskífur komu út með honum á því útgáfumerki, þar af tvær splitplötur með The Cosmonut (Aðalsteini Guðmundssyni). Aukinheldur hefur tónlist hans komið út á nokkrum safnplötum í raftónlistargeiranum sem og endurhljóðblöndunum.

Efni á plötum