Garðar Cortes (1940-)
Óhætt er að segja að óperusöngvarinn Garðar Cortes sé í fremstu röð tónlistarfólks á Íslandi á tuttugustu öldinni en hann hefur komið að íslensku tónlistarlífi frá mörgum hliðum sem kórstjórnandi, óperusöngvari, hljómsveitastjóri, óperustjóri, söngskólastjóri og jafnframt stofnandi hljómsveita, kóra, tónlistarskóla og óperu. Hann fórnaði frama í alþjóðlegum heimi óperunnar til að sinna hugsjónastarfi sínu hér…