Garðar Cortes (1940-2023)

Óhætt er að segja að óperusöngvarinn Garðar Cortes hafi verið í fremstu röð tónlistarfólks á Íslandi á tuttugustu öldinni en hann kom að íslensku tónlistarlífi frá mörgum hliðum sem kórstjórnandi, óperusöngvari, hljómsveitastjóri, óperustjóri, söngskólastjóri og jafnframt stofnandi hljómsveita, kóra, tónlistarskóla og óperu. Hann fórnaði frama í alþjóðlegum heimi óperunnar til að sinna hugsjónastarfi sínu hér…

Garðar Cortes – Efni á plötum

Garðar Cortes og Krystyna Cortes – Íslenzk einsöngslög I Útgefandi: Trygg recordings Útgáfunúmer: TRG 77004 Ár: 1977 1. Rósin 2. Vorgyðjan 3. Heimir 4. Kata litla í Koti 5. Kveldriður 6. Sofðu, sofðu góði 7. Ég lít í anda liðna tíð 8. Lindin 9. Mánaskin 10. Bikarinn 11. Í dag 12. Íslenskt vögguljóð á hörpu…

Gammel dansk (1992-2012)

Erfitt er að finna neinar haldbærar upplýsingar um hljómsveit úr Borgarnesi sem bar nafnið Gammel dansk (Gammeldansk) en sú sveit starfaði í ríflega tvo áratugi með hléum af því er virðist, í kringum aldamótin 2000. Elstu heimildir um sveitina er að finna frá því um 1992 og þær yngstu síðan 2012, sveitin gæti þó hafa…

Gammar [2] – Efni á plötum

Gammar [2] – Gammar Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GS 131 Ár: 1984 1. Gammadans 2. Taktu sex 3. Fuglinn 4. Mistur 5. Óðurinn 6. Gjálfur 7. Bláa skóflan 8. Litla stúlka Flytjendur: Björn Thoroddsen – gítar Þórir Baldursson – rafpíanó, orgel og hljómborð Stefán S. Stefánsson – flauta og saxófónar Steingrímur Óli Sigurðarson – trommur og…

Gammar [2] (1982-94 / 2006-07)

Hljómsveitin Gammar starfaði í rúmlega áratug á síðari hluta síðustu aldar, hætti störfum en birtist svo aftur á nýrri öld. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar plötur en tónlist hennar má skilgreina sem djass- eða bræðingstónlist. Það var gítarleikarinn Björn Thoroddsen sem stofnaði Gamma árið 1982 og voru aðrir meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Hjörtur…

Gammar [1] (1974-77)

Söngkvintett starfaði á Akureyri á árunum 1974 til 1977 undir nafninu Gammar. Gammarnir munu hafa komið fram opinberlega á nokkrum söngskemmtunum nyrðra áður en kvintettinn kom fram í sjónvarpsþætti síðsumars 1975. Þær sjónvarpsupptökur eru nú glataðar eins og svo margt frá upphafsárum Ríkissjónvarpsins en einhverjar upptökur frá æfingum hópsins hafa verið varðveittar. Annars sungu Gammar…

Gamlir Fóstbræður (1959-)

Karlakórinn Gamlir Fóstbræður (einnig stundum nefndur Eldri Fóstbræður) hefur verið starfandi um árabil og hefur verið í senn félagasskapur og kór karlmanna sem komnir eru af léttasta skeiðinu. Svo virðist sem eldri kórfélagar hafi verið að syngja saman frá því um 1955 en Gamlir Fóstbræður voru stofnaðir formlega haustið 1959 upp, uppistaðan í kórnum voru…

Gallon (1979-80)

Hljómsveit að nafni Gallon starfaði á Skagaströnd árin 1979 og 80 og lék þá á Húnavöku, hugsanlega starfaði hún lengur. Fyrir liggur að Hallbjörn Hjartarson var í þessari sveit og hefur þá væntanlega sungið en ekki er að finna upplýsingar um aðra meðlimi Gallons, óskað er eftir upplýsingum um þá.

Garðar Þorsteinsson (1906-79)

Séra Garðar Þorsteinsson (1906-79) var kunnur söngmaður og stjórnandi fyrir miðbik síðustu aldar. Hann fæddist á Akureyri 1906 en flutti ungur með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og ólst þar upp, eftir stúdentspróf lauk hann guðfræðiprófi og fór síðan erlendis til framhaldsnáms og nam þá söng en hann hafði þá þegar einnig lært söng hér heima,…

Garðar Karlsson [2] – Efni á plötum

Hulda Björk Garðarsdóttir og Óskar Pétursson – Vorperla: sönglög Útgefandi: Hulda Björk Garðarsdóttir Útgáfunúmer: GK01 Ár: 2003 1. Litli vinur 2. Endurfæðing 3. Berið mig, vindar, burt 4. Sá brúni 5. Vorperla 6. Una 7. Ég vildi að ég væri 8. Gestaboð 9. Dimma nótt 10. Vögguljóð 11. Í tunglsljósi Flytjendur: Hulda Björk Garðarsdóttir –…

Garðar Karlsson [2] (1947-2001)

Garðar Karlsson var tónlistarmaður sem starfaði mestmegnis á Norðurlandi, mest í Eyjafirðinum en einnig í Mývatnssveit, ein plata liggur eftir með tónlist hans en hún var gefin út að honum látnum. Garðar (f. 1947) lærði húsgagnasmíði og starfaði við það fag framan af, t.d. sem smíðakennari en hann aflaði sér síðan kennslu- og skólastjóraréttinda og…

Garðar Karlsson [1] (1942-2011)

Flugvirkinn Garðar Karlsson (f. 1942) var kunnur gítarleikari á sjöunda áratug liðinnar aldar og starfaði þá með nokkrum danshljómsveitum. Þekktustu sveitirnar sem hann lék með voru Hljómsveit Finns Eydal, Hljómsveit Svavars Gests og Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar en með þeim lék hann inn á fjölmargar vinsælar plötur sem söngvarar eins og Ragnar Bjarnason, Elly Vilhjálms Helena…

Gancía (1979-80)

Ísfirska hljómsveitin Gancía (Gancia) var starfrækt í lok áttunda áratugar síðustu aldar, líklega 1979 og 80. Sveitin var stofnuð síðla sumars 1979 og voru meðlimir hennar þá Ásthildur Cesil Þórðarsdóttir söngkona, Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari, Jón Hallfreð Engilbertsson gítarleikari [?], Halldór Guðmundsson trommuleikari og Þorsteinn Bragason bassaleikari [?]. Ekki liggur fyrir hversu lengi Gancía starfað…

Afmælisbörn 22. janúar 2020

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) er áttatíu og sjö ára, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í dag. Söngferill hennar (sem að mestu var…