Gancía (1979-80)

Gancía

Ísfirska hljómsveitin Gancía (Gancia) var starfrækt í lok áttunda áratugar síðustu aldar, líklega 1979 og 80.

Sveitin var stofnuð síðla sumars 1979 og voru meðlimir hennar þá Ásthildur Cesil Þórðarsdóttir söngkona, Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari, Jón Hallfreð Engilbertsson gítarleikari [?], Halldór Guðmundsson trommuleikari og Þorsteinn Bragason bassaleikari [?].

Ekki liggur fyrir hversu lengi Gancía starfað eða hvort einhverjar mannabreytingar áttu sér stað í sveitinni.