Gammar [1] (1974-77)

Gammar á Hólahátíð

Söngkvintett starfaði á Akureyri á árunum 1974 til 1977 undir nafninu Gammar.

Gammarnir munu hafa komið fram opinberlega á nokkrum söngskemmtunum nyrðra áður en kvintettinn kom fram í sjónvarpsþætti síðsumars 1975. Þær sjónvarpsupptökur eru nú glataðar eins og svo margt frá upphafsárum Ríkissjónvarpsins en einhverjar upptökur frá æfingum hópsins hafa verið varðveittar. Annars sungu Gammar á hinum ýmsu viðburðum meðan hann starfaði og m.a. við messu á Hólahátíð

Meðlimir Gammanna voru þau Lilja Hallgrímsdóttir sópran, Þuríður Baldursdóttir alt, Jón Hlöðver Áskelsson tenór, Michael Jón Clarke kontratenór og Valdimar Gunnarsson bassi. Veturinn 1975-76 leysti Elínborg Loftsdóttir Þuríði af hólmi meðan sú síðarnefnda bjó erlendis, og undir lokin bættist Þórhallur Bragason (bassi) inn í hópinn svo kvintettinn varð að sextett.