Gammel dansk (1992-2012)

Gammel dansk 1994

Erfitt er að finna neinar haldbærar upplýsingar um hljómsveit úr Borgarnesi sem bar nafnið Gammel dansk (Gammeldansk) en sú sveit starfaði í ríflega tvo áratugi með hléum af því er virðist, í kringum aldamótin 2000. Elstu heimildir um sveitina er að finna frá því um 1992 og þær yngstu síðan 2012, sveitin gæti þó hafa verið stofnuð mun fyrr og eins gæti hún allt eins verið starfandi enn í dag.

Gammel dansk er sem fyrr segir frá Borgarnesi og var að öllum líkindum yfirleitt dúett, alltént koma nöfnin Gunnar Ringsted gítarleikari og Vignir Sigurþórsson bassaleikari oftar en ekki við sögu en báðir munu þeir hafa sungið. Einnig hafa verið nefndir trommuleikarinn Árni Friðriksson og harmonikkuleikarinn Jón Finnsson, sem og söngkonan Dúdda en það er líklega Guðríður Ringsted dóttir Gunnars.

Sveitin spilaði víðs vegar um landið og var sérstaklega virk í kringum aldamótin en þá var hún auglýst um hverja helgi og lék þá mikið á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins, einkum í Kópavogi. Einnig lék hún mikið í Borgarfirðinum og nágrenni.

Allar frekari upplýsingar um Gammel dansk má gjarnan senda Glatkistunni.