Seðlar (1982-88)

sedlar-fra-borgarnesi

Seðlar frá Borgarnesi

Litlar heimildir er að finna um ballhljómsveitina Seðla frá Borgarnesi en hún starfaði um árabil þar í bæ.

Staðfest er að Seðlar voru starfandi á árunum 1982-90, hugsanlega með hléum, en mögulega var hún starfandi mun lengur.

1990 voru í sveitinni Vignir Sigurþórsson söngvari og gítarleikari, Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Pétur Sverrisson söngvari og bassaleikari og Indriði Jósafatsson söngvari og hljómborðsleikari. Á einhverju tímaskeiði voru Gunnar Ringsted gítarleikari og Björn Leifsson í sveitinni en ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri meðlimi Seðla.

Seðlar unnu sér m.a. til frægðar að leika á litla sviðinu á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga 1986.

Frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.