Skólalúðrasveit Borgarness (1981-91)

Skólalúðrasveit var starfrækt um nokkurra ára skeið við Grunnskólann í Borgarnesi. Sveitin sem gekk yfirleitt undir nafninu Skólalúðrasveit Borgarness eða Lúðrasveit Grunnskólans í Borgarnesi, mun hafa verið stofnuð í ársbyrjun 1981 og var fyrst um sinn undir stjórn Rúnars Georgssonar en fljótlega tók Björn Leifsson við stjórninni. Lengst af voru um 20-25 meðlimir í sveitinni.…

Samkór Verkalýðsfélags Borgarness (1983-86)

Blandaður kór var stofnaður innan Verkalýðsfélags Borgarness haustið 1983 og hóf þá æfingar undir stjórn Björns Leifssonar sem stjórnaði honum fyrsta árið en þá tók Ingibjörg Þorsteinsdóttir við stjórn hans. Kórinn sem hét einfaldlega Samkór Verkalýðsfélags Borgarness og var skipaður milli tuttugu og þrjátíu manns, kom fyrst fram opinberlega vorið 1984 og söng mestmegnis á…

Ungir piltar [2] (1990)

Vorið 1990 var starfrækt hljómsveit í Borgarnesi sem bar nafnið Ungir piltar, ekki liggur fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði. Meðlimir Ungra pilta voru Halldór Hólm Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Andri Stefánsson bassaleikari, Ingvar Arndal Kristjánsson gítarleikari og Ómar Arndal Kristjánsson trommuleikari.

Flott öðru hvoru (1990)

Hljómsveit sem bar nafnið Flott öðru hvoru starfaði í Borgarnesi vorið 1990 og kom þá fram á á M-hátíð sem haldin var í þorpinu. Meðlimir sveitarinnar voru Lárus Már Hermannsson söngvari og trommuleikari, Ríkharður Mýrdal Harðarson bassaleikari, Baldur Kristinsson hljómborðsleikari og Brandur [?] gítarleikari. Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.

Chorus [2] (2004)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Chorus sem starfaði vorið 2004, að öllum líkindum í Borgarnesi eða nágrenni en sveitin lék þá á tónleikum sem haldnir voru í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Upplýsingar vantar um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar, auk starfstíma hennar.

Chaplin (1978-83)

Hljómsveitin Chaplin starfaði um nokkurra ára skeið í Borgarnesi í kringum 1980, réttara væri þó að segja nokkurra sumra skeið því hún starfaði mestmegnis yfir sumartímann enda voru einhverjir meðlimir hennar við nám og störf utan þjónustusvæðis á veturna ef svo mætti komast að orði. Chaplin var stofnuð sumarið 1978 og voru meðlimir hennar þá…

Gleðigjafar [5] (2004-)

Kór eldri borgara, Gleðigjafar hefur verið starfandi í Borgarnesi síðan árið 2004. Jón Þ. Björnsson var fyrsti stjórnandi Gleðigjafanna en Zsuzanna Budai hefur þó stjórnað honum lengst. Núverandi stjórnandi kórsins mun vera Jónína Erna Arnardóttir. Meðlimir Gleðigjafa hafa yfirleitt verið um þrjátíu talsins en þeir eru allir á aldrinum sextíu ára og eldri.

Gibson kvintettinn (1962-64)

Gibson kvintettinn (Gipson) var hljómsveit sem starfaði í Borgarnesi á árunum 1962 til 64 að minnsta kosti en sveitin lék á dansleikjum mest á vestanverðu landinu og allt norður í Hrútafjörð. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Halldórsson gítarleikari, Haukur H. Gíslason kontrabassaleikari, Ólafur Steinþórsson tenór saxófónleikari, Jóhann Már Jóhannsson víbrafónleikari og Viðar Loftsson trommuleikari, Guðrún Gestsdóttir…

Gammel dansk (1992-2012)

Erfitt er að finna neinar haldbærar upplýsingar um hljómsveit úr Borgarnesi sem bar nafnið Gammel dansk (Gammeldansk) en sú sveit starfaði í ríflega tvo áratugi með hléum af því er virðist, í kringum aldamótin 2000. Elstu heimildir um sveitina er að finna frá því um 1992 og þær yngstu síðan 2012, sveitin gæti þó hafa…

Barnakór Borgarness [1] (1942-46)

Barnakór Borgarness var annar af tveimur barnakórum sem Björgvin Jörgensson stjórnaði og gerði landsfræga á sínum tíma. Björgvin þessi kom sem barnakennari til Borgarness og árið 1942 stofnaði hann Barnakór Borgarness. Honum tókst að gera kórinn á tiltölulega skömmum tíma nokkuð öflugan og orðspor hans barst víða, kórinn söng t.a.m. margsinnis á tónleikum í nágrannasveitunum…

Barnakór Borgarness [2] (1992-)

Barnakór Borgarness hefur verið starfandi síðan árið 1992 að minnsta kosti, fyrst lengi vel undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur en síðan hefur Steinunn Árnadóttir stjórnað honum. Kórinn er starfandi ennþá eftir því sem best verður að komist. Allar frekari upplýsingar um Barnakór Borgarness vantar og óskast sendar Glatkistunni.

Túrbó (1985-94)

Hljómsveitin Túrbó frá Borgarnesi starfaði í nokkur ár með hléum og náði að koma út einni snældu á starfstíð sinni. Túrbó var iðulega kennd við Borgarnes enda var hún stofnuð þar í grunnskólanum haustið 1985. Í sveitinni voru upphaflega þeir Einar Þór Jóhannsson bassleikari, Ólafur Páll Pálsson gítarleikari og Sigurþór Kristjánsson trommuleikari. Fljótlega skiptu þeir…

Three amigos [2] (1996-2001)

Hljómsveitin Three amigos frá Borgarnesi (einnig nefnd Tres amigos) fór víða um land árið 1996 og lék þá á bæjarpöbbum og öðrum samkomuhúsum. Svo virðist sem sveitin hafi síðan legið í salti til ársins 2001 þegar hún birtist lítillega aftur. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Hafsteinn Þórisson gítarleikari og Símon Ólafsson bassaleikari. Allir sungu…

Tíglar [3] (1966)

Tíglar störfuðu í Borgarnesi árið 1966 og jafnvel lengur. Um var að ræða unglingasveit en meðlimir hennar voru Ásmundur Ólafsson bassaleikari, Jón Jónasson gítarleikari (síðar Randver o.fl.), Jónas Jónsson söngvari, Ólafur Ágúst Þorbjörnsson gítarleikari, Sveinn Ágúst Guðmundsson trommuleikari og Trausti Jóhannsson orgelleikari. Gísli Jóhannsson gítarleikari var einnig um tíma í Tíglum, að öllum líkindum hafði…

Seðlar (1982-88)

Litlar heimildir er að finna um ballhljómsveitina Seðla frá Borgarnesi en hún starfaði um árabil þar í bæ. Staðfest er að Seðlar voru starfandi á árunum 1982-90, hugsanlega með hléum, en mögulega var hún starfandi mun lengur. 1990 voru í sveitinni Vignir Sigurþórsson söngvari og gítarleikari, Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Pétur Sverrisson söngvari og bassaleikari og…

Savage (1985)

Hljómsveitin Savage var skammlíf unglingasveit sem starfaði í Borgarnesi haustið 1985. Meðlimir Savage voru Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Einar Þór Jóhannesson bassaleikari, Sveinbjörn Indriðason hljómborðsleikari og Ólafur Páll Pálsson gítarleikari. Sveitin var líklega söngvaralaus. Ekki er að finna neinar frekari upplýsingar um hina borgfirsku Savage.

Samkór Mýramanna (1981-)

Blandaður kór hefur verið starfandi í áratugi í Borgarbyggð undir nafninu Samkór Mýramanna, hann hefur sent frá sér tvær plötur og eina snældu. Það var Einar Ole Pedersen bóndi í Álftártungukoti sem var aðal hvatamaður að stofnun kórins vorið 1981, Hans Jensson (saxófónleikari Lúdó sextetts o.fl.) varð fyrsti stjórnandi hans en hann var ennfremur einn…

Nafnið (1970-76)

Hljómsveitin Nafnið starfaði í Borgarnesi um árabil, gerði út á sveitaböllin og var einkum sterk á heimaslóðum. Nafnið var stofnuð í upphafi árs 1970 og var í byrjun fjögurra manna sveit, Vignir Helgi Sigurþórsson söngvari og gítarleikari, Kristján Helgason bassaleikari og Sveinn Ágúst Guðmundsson trommuleikari voru þrír meðlima hennar en nafn þess fjórða er ekki…

Pez [3] (1997)

Hljómsveit að nafni Pez var starfandi 1997, að öllum líkindum í Borgarnesi en sveitin spilaði nokkuð á þeim slóðum. Meðlimir Pez voru Símon Ólafsson söngvari og bassaleikari, Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Hafsteinn Þórisson gítarleikari og Pétur Sverrisson söngvari og gítarleikari. Einhverjir Pez-liða höfðu verið í hljómsveitinni Túrbó sem starfaði lengi í Borganesi.

Karlakór Borgarness (1938-44)

Litlar heimildir er að finna um Karlakór Borgarness en hann var þó að minnsta kosti starfandi á árunum 1938-44, hugsanlega lengur. Halldór Sigurðsson skrifstofustjóri í Borgarnesi stjórnaði kórnum á árunum 1942-44 en hann gæti allt eins hafa verið stjórnandi hans alla tíð. Þess má geta að Jón Sigurbjörnsson leikari og söngvari steig sín fyrstu spor…

Rofar [2] (um 1970)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi um eða fyrir 1970 í Borgarnesi eða nágrenni. Litlar upplýsingar er að hafa um þessa sveit aðrar en að Kristján Helgason mun að líkindum hafa verið bassaleikari og Vignir Helgi Sigurþórsson gítarleikari og jafnvel söngvari en þeir áttu eftir að starfa síðar saman í hljómsveitinni Nafninu. Ekki…

Draumalandið [1] (1990-96)

Hljómsveitin Draumalandið úr Borgarnesi var starfandi upp úr 1990 og innihélt þá Einar Þór Jóhannsson söngvar og gítarleikara, Lárus Má Hermannsson söngvara og trommuleikara trommuleikara, Pétur Sverrisson söngvara og bassaleikara og Ríkharð Mýrdal Harðarson hljómborðsleikara. Þannig skipuð átti sveitin lög á safnplötunni Landvættarokk árið 1993 og leikur Pétur Hjaltested þar á hljómborð auk Ríkharðs. 1996…

The Evil pizza delivery boys (1990-91)

Hljómsveitin The Evil pizza delivery boys frá Borgarnesi tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1990. Meðlimir sveitarinnar voru þá Gísli Magnússon söngvari og gítarleikari, Óskar Viekko gítarleikari, Símon Ólafsson söngvari og bassaleikari og Guðmundur S. Sveinsson trommuleikari. Sveitin komst ekki í úrslit. Sveitin keppti aftur í Músíktilraunum árið eftir, þá með söngkonuna Guðveigu Önnu Eyglóardóttur en…

Funkhouse (1991)

Hljómsveitin Funkhouse frá Borgarnesi var starfrækt 1991, sveitin tók það árið þátt í Músíktilraunum en komst þó ekki í úrslit þeirrar keppni. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurdór Guðmundsson bassaleikari, Óskar Viekko Brandsson gítarleikari, Guðveig Anna Eyglóardóttir söngkona og Jón Mýrdal Harðarson trommuleikari. Sveitin virðist ekki hafa starfað lengi eftir Músíktilraunirnar.

Fuse (um 2000)

Hljómsveitin Fuse frá Akranesi og Borgarnesi keppti í Músíktilraunum 1999. Sveitin hafði þá sérstöðu að hafa innanborðs tvo trommuleikara en tónlist þeirra var skilgreind sem drum‘n bass. Þorsteinn Hannesson trommuleikari, Árni Teitur Ásgeirsson hljómborðsleikari, Bjarni Þór Hannesson trommuleikari, Guðríður Gunnarsdóttir Ringsted söngkona og Vilberg Hafsteinn Jónsson bassaleikari skipuðu sveitina en hún hafði ekki erindi sem…

Röndótta regnhlífin (1991)

Hljómsveitin Röndótta regnhlífin kom úr Borgarnesi og starfaði 1991. Þá um vorið var sveitin skráð til leiks í Músíktilraunum en varð að hætta við þátttöku á síðustu stundu vegna handleggsbrots annars gítarleikara sveitarinnar. Annars var sveitin þá skipuð þeim Jóni Þór Sigmundssyni gítarleikara, Sigurði Erni Guðmundssyni gítarleikara, Gunnari Ásgeiri Sigurjónssyni trommuleikara, Halldóri Inga Jónssyni bassaleikara…

Við erum menn (1990)

Hljómsveitin Við erum menn (úr Borgarnesi) var starfandi 1990 og keppti það vorið í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitina skipuðu þeir Brandur S. Brandsson gítarleikari, Sigmar P. Egilsson söngvari, Baldvin J. Kristinsson hljómborðsleikari, Sigurdór Guðmundsson bassaleikari og Jón M. Harðarson trommuleikari. Sveitin komst ekki í úrslit.