Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um kór sem starfaði í Borgarnesi undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur árið 1998, og gekk undir nafninu Stúlknakór Borgarness. Birna hafði þá um árabil stjórnað barnakórum í Borgarnesi.
Annað er ekki að finna um þennan kór og er því hér með óskað eftir frekari upplýsingum um hann.