Iceland Airwaves 2022

Nú styttist í stærstu tónlistarhátíð ársins en Iceland Airwaves hefst formlega á fimmtudaginn og stendur fram á sunnudag. Yfir hundrað viðburðir verða í boði fyrir miðahafa að þessu sinni og fjölmargir Off venue tónleikar úti um allan bæ þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Listasafn Reykjavíkur (Hafnarborg), Iðnó, Fríkirkjan, Gaukurinn, Húrra og…

Afmælisbörn 31. október 2022

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Grétar Geirsson harmonikkuleikari í Áshól er áttatíu og fimm ára gamall í dag. Grétar sem er með þekktari harmonikkuleikurum landsins hefur verið framarlega í félagsstarfi þeirra en einnig má heyra leik hans á fjölmörgum plötum s.s. Harmonikkufélags Rangæinga, Karlakórs Rangæinga, Félags harmonikkuunnenda, Sigfúss Ólafssonar, Ara Jónssonar…

Afmælisbörn 30. október 2022

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Hafnfirðingurinn Jón Ragnar Jónsson eða bara Jón Jónsson fagnar þrjátíu og sjö ára afmæli sínu á þessum degi. Jón skaust fram á sjónarsviðið með hljómsveit sinni árið 2010 sem einmitt hét Jón Jónsson, og í kjölfarið hófst sólóferill hans með plötunni Wait for fate ári síðar…

Afmælisbörn 29. október 2022

Að þessu sinni eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorvaldur Halldórsson söngvari frá Siglufirði er sjötíu og átta ára gamall í dag. Þorvald þekkja auðvitað allir fyrir lagið Á sjó, sem gefið var út 1966 en þá þegar var hann orðinn einn ástsælasti söngvari landsins. Þorvaldur lék á gítar og bassa, og söng með sveitum…

Afmælisbörn 28. október 2022

Afmælisbörn dagsins eru átta talsins að þessu sinni: Egill Eðvarðsson er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Egill er kunnastur fyrir störf sín hjá Sjónvarpinu en hann var einnig tónlistarmaður á árum áður, hann lék til að mynda með gjörningasveitinni Combó Þórðar Hall sem vakti mikla athygli á sínum tíma en aðrar hljómsveitir sem…

Afmælisbörn 27. október 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex að þessu sinni: Jens Hansson saxófón- og hljómborðsleikari úr Sálinni hans Jóns míns er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Jens vakti fyrst athygli með Das Kapital þar sem hann lék saxófónssólóið í laginu Blindsker en síðar lék hann með hljómsveitum eins og Faraldi, Strákunum, Lost, Klakabandinu, Fínt fyrir þennan…

Stripshow (1991-97)

Rokksveitin Stripshow naut nokkurra vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar og segja má að sveitin hafi verið eins konar undanfari Dimmu sem kom fram á sjónarsviðið á nýrri öld. Stripshow gaf út plötu sem einnig kom út í Asíu. Stripshow var stofnuð árið 1991 og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir bræður Ingólfur Geirdal gítarleikari…

Stripshow – Efni á plötum

Stripshow – Late nite cult show Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: Spor 13169962 Ár: 1996 1. Where are we now? 2. Whiplash 3. Pinheads 4. Blind 5. Lady Tarantula 6. Spooks 7. Late nite cult show 8. Sentmental Jack & the pupper 9. Sentimental Jack’s sinister 10. Ceremony 11. Rapsody in black 12. Cleptolangia 13. Freaks 14.…

Strengir [2] (1965-67)

Árið 1965 var starfandi hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Molar en þegar hljómsveitin Strengir (sem þá hafði starfað á annað ár) hætti störfum síðla sumars, munu Molarnir hafa keypt nafnið af þeirri sveit og kölluðu sig eftir það Strengi. Ekki liggja fyrir allar upplýsingar um meðlima- og hljóðfæraskipan Strengja en Guðmundur Emilsson píanóleikari og Stefán…

Strengir [1] (1963-65)

Í Reykjavík starfaði unglingahljómsveit á fyrri hluta sjöunda áratugarins undir nafninu Strengir, auðvelt er að rugla þeirri sveit við aðra með sama nafni en sú sveit mun hafa „keypt“ nafnið af þessari þegar hún hætti störfum. Strengir voru líklega stofnaðir haustið 1963 en hún kom fram á sjónarsviðið fljótlega eftir áramótin 1963-64 og lék þá…

Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík [2] (1980-2017)

Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík starfaði í hartnær fjóra áratugi og vakti víða athygli hér heima og erlendis, sveitin ól af sér fjölda þekktra hljóðfæraleikara sem sumir hverjir hafa myndað hryggjarstykki Sinfóníuhljómsveitar Íslands, öðlast alþjóðlega frægð og viðurkenningu, sent frá sér plötur og þannig mætti áfram telja. Strengjasveit hafði verið starfrækt innan Tónlistarskólans í Reykjavík með…

Strengjasveit Tónlistarskólan í Reykjavík [1] (1942-80)

Tónlistarskólinn í Reykjavík (sem var stofnaður árið 1930) hafði verið rekinn af Tónlistarfélaginu í Reykjavík frá árinu 1932 sem á sama tíma annaðist rekstur Hljómsveitar Reykjavíkur. Tónlistarkennsla stóð því í nokkrum blóma á höfuðborgarsvæðinu og árið 1941 virðist hafa verið gerð fyrsta tilraun til að setja á fót strengjasveit innan skólans sem væri óháð Hljómsveit…

Strengjasveit Tónlistarfélagsins í Reykjavík (1943-47)

Strengjasveit Tónlistarfélagsins í Reykjavík var ekki eiginleg eining innan tónlistarfélagsins heldur hluti af Hljómsveit Reykjavíkur sem þá starfaði innan félagsins, þannig gat strengjasveitin verið nokkuð misjöfn að stærð, allt niður í tríó eða kvartett en yfirleitt var hér um tólf manna sveit að ræða. Sveitin kom fyrst fram opinberlega þegar ellefu meðlimir úr Hljómsveit Reykjavíkur…

Strengjakvartettinn Hugo (1995-2012)

Strengjakvartettinn Hugo starfaði um árabil undir lok liðinnar aldar og fram á þessa öld og kom reglulega fram opinberlega þótt ekki væri hann starfræktur samfleytt. Kvartettinn mun hafa verið stofnaður innan Tónmenntaskólans í Reykjavík vorið 1995 og voru meðlimir hans alla tíð þau Una Sveinbjarnarsdóttir og Hrafnhildur Atladóttir fiðluleikarar, Guðrún Hrund Harðardóttir lágfiðluleikari og Hrafnkell…

Strengir [4] (2003-05)

Hljómsveit starfaði snemma á þessari öld, að minnsta kosti árið 2003 og svo aftur 2005, undir nafninu Strengir. Líklega starfaði þessi sveit ekki samfleytt. Meðlimir Strengja voru allt þekkt tónlistarfólk, þau Hjörleifur Valsson, Birgir Bragason, Hörður Bragason og Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) söngkona.

Strengir [3] (um 1995)

Upplýsingar óskast um keflvíska hljómsveit sem starfaði undir nafninu Strengir einhvern tímann á tíunda áratug liðinnar aldar, hér er óskað eftir upplýsingum um nöfn meðlima og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem þykir við hæfi í umfjöllun sem þessari.

Strengjasveitin (1979-80)

Ballhljómsveitin Strengjasveitin starfaði á Selfossi um nokkurra mánaða skeið 1979 til 80 en sveitin var stofnuð upp úr Óperu og Evrópu. Meðlimir Strengjasveitarinnar voru Einar M. Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Sigurjón Skúlason trommuleikari, Sigurður Ingi Ásgeirsson bassaleikari, Sævar Árnason gítarleikari og Ómar Þ. Halldórsson söngvari og hljómborðsleikari. Sveitin lék á nokkrum dansleikjum en hætti síðan…

Afmælisbörn 26. október 2022

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar að þessu sinni eru: Ragnar Danielsen hjartalæknir og fyrrverandi Stuðmaður er sjötíu og eins árs gamall í dag. Ragnar var einn af þeim sem fyrst skipuðu þá sveit sem síðar var kölluð hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn. Sú útgáfa sveitarinnar sendi löngu síðar frá sér plötu undir nafninu Frummenn en Ragnar hefur…

Afmælisbörn 25. október 2022

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Skúli Gautason tónlistarmaður og leikari er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Skúli hefur sungið, leikið og samið tónlist með ýmsum hljómsveitum s.s. Sniglabandinu, Rjúpunni, Útlögum og Púngó & Daisy, og margir muna eftir honum í eftirminnilegum útvarpsþáttum Sniglabandsins. Þess má geta að Skúli söng upprunalegu útgáfuna af laginu Jólahjóli…

Afmælisbörn 24. október 2022

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Karl Ottó Runólfsson tónskáld hefði átt afmæli í dag. Karl fæddist aldamótaárið 1900, nam trompet- og píanóleik, auk þess ljúka námi í hljómsveitaútsetningum og tónsmíðum. Hann var einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykjavíkur og stýrði nokkrum lúðrasveitum og danshljómsveitum víða um land, hann sinnti ennfremur tónlistarkennslu en lék…

Afmælisbörn 23. október 2022

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Skúli Sverrisson bassaleikari er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Hann hefur starfað og verið með annan fótinn í Bandaríkjunum síðustu árin og gefið út fjöldann allan af sólóplötum frá árunum 1997 en á árum áður starfaði hann í hljómsveitum eins og Pax Vobis, Gömmum…

Afmælisbörn 22. október 2022

Þrír tónlistarmenn eru á afmælisbarnaskrá Glatkistunnar í dag: Steinn Kárason tónlistarmaður og umhverfishagfræðingur frá Sauðárkróki er sextíu og átta ára á þessum degi. Steinn starfaði á árum áður með hljómsveitunum Djöflahersveitinni og Háspennu lífshættu í Skagafirði en gaf út sólóplötuna Steinn úr djúpinu fyrir fáeinum árum, hann hefur einnig gefið út smáskífu í samstarfi við…

Afmælisbörn 21. október 2022

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur á stórafmæli en hann er fimmtugur á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má nefna Brúðkaup…

Afmælisbörn 20. október 2022

Afmælisbörn dagsins í dag eru fjögur: Þóra Einarsdóttir sópransöngkona á fimmtíu og eins árs afmæli í dag. Þóra lærði píanóleik og söng hér heima en fór til Englands í framhaldsnám í söng, þar bjó hún um tíma sem og í Svíþjóð og Þýskalandi. Hún hefur sungið á fjölmörgum plötum og óperuhlutverk hennar skipta tugum en…

Strigaskór nr. 42 (1989-95 / 2007-)

Hljómsveitin Strigaskór nr. 42 vakti mikla athygli þegar hún birtist með látum í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1990 með dauðarokk sem þá var reyndar nokkuð í tísku en þeir félagar voru þá rétt um fjórtán ára gamlir, sveitin þróaðist hins vegar nokkuð frá dauðarokkinu eftir því sem árin liðu og gerði ýmsar tilraunir sem féllu tónlistarspekúlöntum…

Strigaskór nr. 42 – Efni á plötum

Apocalypse – ýmsir Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: VACD 023 Ár: 1992 1. Sororicide – Life below 2. In memoriam – Trúleysi 3. Strigaskór nr. 42 – Perceptions 4. Sororicide – Within the dephts 5. In memoriam – Eternal darkness 6. Strigaskór nr. 42 – Immoral empire 7. Sororicide – Drown your soul 8. In memoriam – Isolation 9. Strigaskór…

Strandhögg – Efni á plötum

Strandhögg – Undir nöfunum [snælda] Útgefandi: Nemendafélag Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers], Ár: 1984 1. Kufl næturinnar 2. Endurfundir 3. Same old story 4. Brenndar brýr 5. Úrfelling 6. Í minningu Steins 7. Með sínu lagi 8. Pósturinn Ívar Flytjendur: Eiríkur Hilmisson – söngur og gítar Magnús Helgason – söngur Guðni Kristjánsson – hljómborð…

Strandhögg (1980-84 / 2018-)

Hljómsveitin Strandhögg starfaði á Sauðárkróki um nokkurra ára skeið á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar og afrekaði þá að gefa út kassettu með frumsömdum lögum, sveitin hætti þó skömmu síðar án þess að fylgja afurðinni almennilega eftir. Strandhögg mun hafa verið stofnuð 1980 og var líklega þá skipuð meðlimum á grunnskóla- eða framhaldsskóla aldri…

Straumar [1] (1964-67)

Hljómsveitin Straumar var upphaflega skólahljómsveit í Samvinnuskólanum á Bifröst í Borgarfirði veturinn 1964-65 en hlaut líklega ekki nafn sitt fyrr en að meðlimir hennar höfðu lokið námi en hún starfaði þá áfram. Sveitin lék á dansleikjum í Borgarfirði og nágrenni næsta árið eða svo eftir það, og m.a. á héraðsmótum. Margt er óljóst varðandi Strauma…

Strákabandið – Efni á plötum

Strákabandið – Ljúfu lögin Útgefandi: Strákabandið Útgáfunúmer: STRÁKABANDIÐ 001 Ár: 1999 1. Borðkrókur 2. Stefnumót 3. Syrpan: Rasmus / Det var brændevin / Pálína / Gamall polki (Lúter) 4. Heimkoman 5. Gamli spunarokkurinn 6. Spænsku augun 7. Stjörnupolki 8. Blíðasti blær 9. Marína 10. Laugardagsvalsinn 11. Fyrir horn 12. Johan på snippen 13. Grásleppu Gvendur…

Strákabandið (1989-2017)

Hljómsveitin Strákabandið starfaði innan Harmonikufélags Þingeyinga, var þar yfirleitt nokkuð virk enda var töluverð endurnýjun meðal meðlima sveitarinnar. Hún sendi frá sér tvær plötur. Strákabandið var eins og reyndar mætti giska á, skipuð hljóðfæraleikurum í eldri kantinum en sveitin hafði í raun verið starfandi síðan Harmonikufélag Þingeyinga var stofnað 1978, þá hafði verið stofnuð hljómsveit…

Straumar og Stefán (1998 / 2004)

Hljómsveitin Straumar og Stefán var sálarhljómsveit sem segja má að hafi starfað undir þeim formerkjum sem Sálin hans Jóns míns gerði í upphafi en sveitin var einmitt að mestu leyti skipuð meðlimum sem á einhverjum tímapunkti störfuðu í Sálinni. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1998 og lék þá í fáein skipti soul tónlist…

Straumar [3] (1994)

Hljómsveit sem bar nafnið Straumar starfaði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar á höfuðborgarsvæðinu, sveitin mun hafa verið stofnuð 1994 og var líklega fremur skammlíf sveit. Meðlimir Strauma voru þeir Daníel Brandur Sigurgeirsson bassaleikari, Ragnar Þór Ingólfsson trommuleikari, Guðmundur Annas Árnason söngvari og gítarleikari og Hallgrímur Hannesson gítarleikari og söngvari.

Straumar [2] (1981-83)

Laust eftir 1980, allavega 1981 til 1983 starfaði tríó á Akureyri undir nafninu Straumar. Strauma skipuðu þeir Ragnar Kristinn Gunnarsson söngvari og trommuleikari, Jakob Jónsson gítarleikari og Ásmundur Magnússon [bassaleikari?] en margt er á huldu varðandi þessa sveit. Straumar hættu líklega störfum þegar hljómsveitin Skriðjöklar var stofnuð sumarið 1983.

Straumrof (1976-77)

Hljómsveitin Straumrof starfaði á austanverðu landinu, að öllum líkindum á Egilsstöðum um eins árs skeið 1976 og 1977. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1976 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Guðjón Sigmundsson bassaleikari, Gunnlaugur Ólafsson söngvari, Stefán Jóhannsson gítarleikari, Steinar Guðgeirsson trommuleikari og Þorvarður B. Einarsson gítarleikari. Um sumarið 1977 tók Valgeir Skúlason…

Strákarnir [2] (1997)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði haustið 1997 undir nafninu Strákarnir en hún mun hafa leikið rokk eða pönk. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem þætti við hæfi í umfjöllun um hana.

Strákarnir [1] (1986)

Hljómsveitin Strákarnir starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1986, og lék þá á nokkrum tónleikum. Sveitina skipuðu nokkrir tónlistarmenn sem þá ýmist voru þekktir eða að verða það, þeir voru Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Pjetur Stefánsson gítarleikari, Guðmundur Gunnarsson trommuleikari, Jens Hansson saxófónleikari og Björgvin Gíslason gítarleikari, líklegt er að Pjetur hafi sungið. Strákarnir komu fyrst…

Strákarnir hennar Önnu (1996)

Pöbbadúett starfaði um vorið 1996 undir nafninu Strákarnir hennar Önnu og lék þá einu sinni á Fógetanum í miðbæ höfuðborgarsvæðisins, engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit og er því hér með óskað eftir þeim.

Afmælisbörn 19. október 2022

Fjögur afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru (f. 1929) hefði átt afmæli í dag en hann lést 2021. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi…

Afmælisbörn 18. október 2022

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og Foringjunum,…

Afmælisbörn 17. október 2022

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á listanum í dag: Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fimmtíu og fimm ára gömul í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla vinsælda. Erla…

Afmælisbörn 16. október 2022

Tvær tónlistarkonur koma við sögu á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhanna Guðrún (Jónsdóttir) söngkona er þrjátíu og tveggja ára gömul í dag. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún gefið út nokkrar plötur, þar af höfðu komið út þrjár plötur með henni þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Hún gaf einnig út plötuna Butterflies…

Afmælisbörn 15. október 2022

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna Ísfirðinginn Baldur Geirmundsson sem er áttatíu og fimm ára gamall í dag. Baldur sem leikur á ýmis hljóðfæri starfrækti á árum áður ýmsar sveitir undir eigin nafni, Hljómsveit Baldurs Geirmundssonar og BG kvintettinn voru dæmi um slíkar sveitir en frægust þeirra…

Afmælisbörn 14. október 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Einn af fjölmörgum sem borið hafa nafnið Siggi pönk á afmæli í dag, það er Sigurður Ágústsson en hann er fimmtíu og níu ára gamall. Siggi pönk varð landsþekktur þegar hann kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík ásamt pönkhljómsveit sinni, Sjálfsfróun en hann starfaði einnig á sínum tíma…

Afmælisbörn 13. október 2022

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sigurður Bjóla Garðarsson tónlistarmaður á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Bjólan eins og hann er oft kallaður hefur að margra mati haldið sig alltof mikið til hlés í tónlistinni en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, hann var til að…

Stóru börnin [safnplöturöð] – Efni á plötum

Stóru börnin leika sér – ýmsir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: 13134911 / 13134912 Ár: 1991 1. Andrea Gylfadóttir – Bróðir minn 2. Eyþór Arnalds – Lagið um það sem er bannað 3. Sigríður Beinteinsdóttir – Snati og Óli 4. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson – Komdu niður 5. Todmobile – Spiladósarlagið 6. Geiri Sæm – Ryksugulag 7. Andrea…

Stórsveit Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar (1998-99)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa starfað innan Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar í einn eða tvo vetur undir lok síðustu aldar – 1998 og 1999, undir nafninu Stórsveit Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar. Á þeim tíma var Torvald Gjerde skólastjóri tónlistarskólans sem var í nokkurri sókn, og er ekki ólíklegt að hann hafi verið stjórnandi sveitarinnar.

Stórsveit Tónlistarskóla Sauðárkróks (1991-92)

Hljómsveit tuttugu ungra hljóðfæraleikara var starfrækt innan tónlistarskólans á Sauðárkróki veturinn 1991 til 1992 undir nafninu Stórsveit Tónlistarskóla Sauðárkróks. Sveitin mun að afloknu skólaári hafa farið til Danmerkur í tónleikaferðalag en annað liggur ekki fyrir um hana, hver stjórnandi hennar var eða hvers vegna hún starfaði ekki lengur en raun bar vitni. Frekari upplýsingar um…

Strandaglópar [2] (1991-97)

Hljómsveit starfaði um nokkurra ára skeið undir nafninu Strandaglópar á tíunda áratug síðustu aldar innan Átthagafélags Strandamanna, sumar heimildir herma reyndar að sveitin hafði verið starfrækt innan Kórs Átthagafélags Strandamanna en líklega var aðeins hluti sveitarinnar í þeim kór. Strandaglópar komu fram á skemmtunum og öðrum samkomum félagsins (og kórsins líklega einnig) og virðist hafa…