Hljómsveitin Straumrof starfaði á austanverðu landinu, að öllum líkindum á Egilsstöðum um eins árs skeið 1976 og 1977.
Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1976 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Guðjón Sigmundsson bassaleikari, Gunnlaugur Ólafsson söngvari, Stefán Jóhannsson gítarleikari, Steinar Guðgeirsson trommuleikari og Þorvarður B. Einarsson gítarleikari. Um sumarið 1977 tók Valgeir Skúlason við trommuleiknum en Bjarni Helgason var líklega einnig trommuleikari um tíma, þá kom Björk Sigurbjörnsdóttir söngkona einnig inn í sveitina um sumarið 1977 en Straumrof virðist hafa hætt störfum síðsumars eða um haustið.