Straumrof (1976-77)

Hljómsveitin Straumrof starfaði á austanverðu landinu, að öllum líkindum á Egilsstöðum um eins árs skeið 1976 og 1977. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1976 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Guðjón Sigmundsson bassaleikari, Gunnlaugur Ólafsson söngvari, Stefán Jóhannsson gítarleikari, Steinar Guðgeirsson trommuleikari og Þorvarður B. Einarsson gítarleikari. Um sumarið 1977 tók Valgeir Skúlason…

Stemming [2] (1991-93)

Hljómsveit sem bar nafnið Stemming starfaði á Austurlandi, líklega á Egilsstöðum eða Héraði um tveggja eða þriggja ára skeið – á árunum 1991 til 93. Sveitin gæti hafa leikið djass en hún kom m.a. fram á Djasshátíð Egilsstaða sumarið 1991. Meðlimir Stemmingu voru þeir Ingólfur Guðnason gítarleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Valgeir Skúlason trommuleikari og…

Spyss (um 1985)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Austfjörðum, hugsanlega á Egilsstöðum eða nágrenni um eða eftir miðjan níunda áratug síðustu aldar, en hún bar nafnið Spyss. Spyss mun hafa verið meðal þátttökuhljómsveita í hljómsveitakeppni í Atlavík einhverja verslunarmannahelgina en annað liggur ekki fyrir um hana og er því óskað eftir upplýsingum um nöfn…

Spesía (1996-98)

Spesía var ballhljómsveit sem starfaði á Egilsstöðum um og eftir miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Spesía var líklega stofnuð árið 1996 en sveitin lék nokkuð á dansleikjum eystra, s.s. þorrablótum auk almennra dansleikja, þá lék sveitin m.a. á dansleik í kjölfar fegurðarsamkeppni Austurlands þar sem hún var með aukahljóðfæraleikara með sér auk söngkonu, Estherar Jökulsdóttur.…

Spangólín (1978-80)

Hljómsveitin Spangólín mun hafa verið starfandi á Egilsstöðum eða á Fljótsdalshéraði á árunum 1978 til 80. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit aðrar en að meðlimir hennar voru Þórarinn Rögnvaldsson bassaleikari, Stefán Jökulsson trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari og Andrés Einarsson gítarleikari, engar upplýsingar finnast um hver var söngvari sveitarinnar.

Slagbrandur [2] (1978-82)

Hljómsveitin Slagbrandur var framarlega í dansleikjaspilamennsku á Austfjörðum í kringum 1980 og sendi m.a.s. frá sér tvær hljómplötur meðan hún starfaði. Slagbrandur var stofnuð á Egilsstöðum árið 1978 og kom fyrst fram á dansleik í Valaskjálfi í heimabænum haustið 1979 en sá staður varð eins konar heimavöllur sveitarinnar. Það var píanóleikarinn Árni Ísleifsson sem hafði…

Skólahljómsveitir Egilsstaða og Tónskóla Fljótsdalshéraðs (1984-)

Hljómsveitir hafa verið starfandi í nafni Egilsstaðaskóla og Tónlistarskólans á Egilsstöðum í nokkur skipti en fyllri upplýsingar vantar þó um þá starfsemi til að unnt sé að gera henni almennileg skil í umfjöllun. Haustið 1984 var stofnuð hljómsveit í samstarfi grunnskólans á Egilsstöðum (Egilsstaðaskóla) og tónlistarskólans sem þá bar nafnið Tónskóli Fljótsdalshéraðs. Magnús Magnússon sem…

Sinn Fein [1] (1994-95)

Á árunum 1994 og 95 starfaði hljómsveit á Egilsstöðum eða Fljótsdalshéraði undir nafninu Sinn Fein. Sinn Fein skipuðu þeir Atli H. Gunnlaugsson söngvari, Grétar Mar Hreggviðsson gítarleikari, Gísli Örn Þórhallsson bassaleikari og Bragi Þorsteinsson trommuleikari. Sveitin lék líklega mestmegnis á austanverðu landinu en var þó meðal sveita sem kom fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 1994.…

Formúla (1968-69)

Hljómsveitin Formúla starfaði á Fljótsdalshéraði, að öllum líkindum á Egilsstöðum á árunum 1968 og 69. Meðlimir Formúlu voru þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari, Jónas Þ. Jóhannsson hljómborðsleikari, Magnús Karlsson bassaleikari og Daníel Gunnarsson gítarleikari. Ekki liggur fyrir hvort fleiri komu við sögu þessarar sveitar.

Völundur (1972-77)

Hljómsveitin Völundur er án nokkurs vafa ein þekktasta hljómsveit sem starfaði á austanverðu landinu á áttunda áratug síðustu aldar, það er þó ekki fyrir gæði eða vinsældir sem sveitin hlaut athygli heldur miklu fremur vegna blaðaskrifa og ritdeilna um sveitina. Sveitin starfaði á Egilsstöðum og voru meðlimir hennar þaðan og úr nágrenninu, hún var stofnuð…

Bræðingur (1978-81)

Hljómsveitin Bræðingur starfaði á Egilsstöðum eða nágrenni, fyrst á árunum 1978 og 79 og lék þá efni eftir Guðgeir Björnsson sem var aðalmaður sveitarinnar, og svo aftur 1981 en þá voru aðrir með honum í sveitinni og lék hún þá blandaða tónlist. Viðar Aðalsteinsson mun hafa verið söngvari síðari útgáfu hennar. Óskað er eftir upplýsingum…

Bráðabirgðaflokkurinn (1981-83)

Bráðabirgðaflokkurinn var söngflokkur, líkast til eins konar vísna- eða þjóðlagasönghópur sem starfaði á Egilsstöðum í upphafi níunda áratugarins. Flokkurinn var stofnaður 1981 og kom reglulega fram á Héraði við ýmis tækifæri en meðlimir hans voru Ásdís Blöndal, Emelía Sigmarsdóttir, Bjarni Björgvinsson og Reynir Sigurðsson. Fleiri gætu hafa komið við sögu hans. Bráðabirgðaflokkurinn starfaði til ársins…

Bigg-fí-band (1975-77)

Bigg-fí-band var hljómsveit starfrækt á Héraði um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1975 og var til að byrja með dúett sem þeir Birgir Björnsson hljómborðsleikari og Friðjón Jóhannsson gítarleikari skipuðu. Réttu ári síðan bættust þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari og Þórarinn Rögnvaldsson gítarleikari í sveitina og við þær breytingar færði…

Bergmál [2] (1986-87 / 1991-95)

Danshljómsveitin Bergmál starfaði á Egilsstöðum um árabil og gerði reyndar víðreisn um landið um tíma. Skipta má sögu Bergmáls í tvö tímaskeið. Sveitin var stofnuð haustið 1986 og starfaði fyrst í um eitt ár eða fram á sumarið 1987, meðlimir hennar í upphafi voru Friðjón Jóhannsson bassaleikari (Mánatríó, Panic o.fl.), Sigurður Jakobsson trommuleikari (Fásinna, Nefndin…

BÁM-tríóið (1978-79)

BÁM-tríóið (B.Á.M. tríóið) var starfandi á Egilsstöðum veturinn 1978-79 og lék á skemmtunum austanlands þann veturinn. Meðlimir BÁM-tríósins voru Bjarni Helgason trommuleikari, Árni Ísleifsson hljómborðsleikari og Magnús Einarsson hljómborðs- og harmonikkuleikari en nafn tríósins var myndað úr upphafsstöfum þeirra félaga.

Tríó Valgeirs (1984-86 / 1990-93)

Tríó Valgeirs starfaði á Egilsstöðum um árabil á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Björn Hallgrímsson bassaleikari, Tómas Tómasson gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari mynduðu kjarna tríósins en aðal starfstími hennar var á árunum 1984 til 86. Sveitin var í pásu á árunum 1986-90 en byrjaði aftur þá og starfaði líklega til 1993, þó ekki…

Tríó Magnúsar Einarssonar (1960)

Allar tiltækar upplýsingar óskast um Tríó Magnúsar Einarssonar sem starfaði árið 1960, að öllum líkindum á Egilsstöðum eða á Héraði, hverjir skipuðu tríóið með honum og hversu lengi það starfaði.

Tónkór Fljótsdalshéraðs (1971-83)

Tónkór Fljótsdalshéraðs var öflugur blandaður kór sem starfaði í ríflega áratug og söng víða við góðar undirtektir. Magnús Magnússon skólastjóri Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs var alla tíð stjórnandi kórsins og undir hans stjórn söng þessi fjörutíu manna kór á ýmsum mannamótum, einkum á austanverðu landinu en einnig á Norðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Þegar kórinn fagnaði tíu ára…

Náttfari [2] (1983-86)

Hljómsveitin Náttfari starfaði á Egilsstöðum um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1983 og forsprakki hennar og stofnandi var djassistinn og hljómborðsleikarinn Árni Ísleifsson sem þá hafði búið eystra í nokkur ár, aðrir Náttfarar voru Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Linda Hlín Sigbjörnsdóttir söngkona og Sævar Benediktsson…

Þrír klassískir Austfirðingar með tónleika

Tríóið Þrír klassískir Austfirðingar blása til tónleikasyrpu á Austurlandi á næstu dögum. Tríóið skipa þau Erla Dóra Vogler mezzósópran söngkona, Svanur Vilbergsson gítarleikari og Hildur Þórðardóttir flautuleikari. Á tónleikunum frumflytja þau m.a. verk eftir þrjú austfirsk tónskáld, Báru Sigurjónsdóttur við ljóð Ingunnar Snædal, dr. Charles Ross og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur. Um er að ræða ferna tónleika…

Jóhann R. Kristjánsson (1961-)

Jóhanns R. Kristjánssonar verður einna helst minnst í íslenskri tónlistarsögu fyrir plötu sem hann sendi frá sér 1982. Jóhann (Ragnar) Kristjánsson (f. 1961) var að austan og bjó á Egilsstöðum þegar hann sendi frá sér fjögurra laga plötu vorið 1982, þá var hann rétt liðlega tvítugur að aldri og hafði nýverið lokið stúdentsprófi. Á henni…

Kalla Rarik band (um 1985)

Upplýsingar um hljómsveitina Kalla Rarik band eru af skornum skammti og væru því vel þegnar. Eina sem liggur fyrir um sveitina er að hún var starfandi á Egilsstöðum líklega um eða fyrir miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Karlakór Fljótsdalshéraðs [1] (1960-70)

Karlakór Fljótsdalshéraðs (hinn fyrri) starfaði um áratuga skeið fyrir margt löngu. Kórinn var stofnaður á Héraði af Þórarni Þórarinssyni, Jóni Sigfússyni og Birni Magnússon en einnig kom Stefán Pétursson við sögu, hann varð síðan fyrri stjórnandi kórsins af tveimur og stýrði honum til 1965 þegar Svavar Björnsson tók við og var með kórinn þar til…

Karlakór Fljótsdalshéraðs [2] (1983-94)

Enginn karlakór hafði verið starfandi á Héraði í þrettán ár þegar Karlakór Fljótsdalshéraðs var endurvakinn haustið 1983 en undirbúningur hafði þá verið að stofnun hans í um ár. Árni Ísleifsson sem þá hafði nokkrum árum áður flust austur á Egilsstaði og lífgað verulega upp á tónlistarlífið eystra, tók að sér að stjórna kórnum og gerði…

Orkuboltar (1999)

Afar litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Orkubolta sem starfaði hugsanlega á Egilsstöðum árið 1999. Margt bendir til að hún hafi haft að meðlimi á grunnskólaaldri en allar upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.

Ökklabandið (1986-90)

Hljómsveitin Ökklabandið var frá Egilsstöðum og starfaði um fjögurra ára skeið, þessi sveit var nokkuð skyld Dúkkulísunum sem þá hafði gert garðinn frægan um allt land. Ökklabandið var stofnuð haustið 1986 upp úr hljómsveitinni Náttfara og var þá skipuð Ármanni Einarssyni hljómborðs- gítar- og saxófónleikara, Friðrik Lúðvíkssyni gítarleikara, Guðbjörgu Pálsdóttur trommuleikara, Jóni Inga Arngrímssyni bassaleikara og…

Jazzhátíð Egilsstaða [tónlistarviðburður] (1988-)

Jazzhátíð Egilsstaða er elsta djasstónlistarhátíð landsins en hún hefur verið haldin árlega samfleytt síðan sumarið 1988. Það var að frumkvæði Árna Ísleifssonar sem hátíðin var sett á laggirnar en hugmyndin ku hafa fæðst er þeir Steinþór Steingrímsson (KK-sextett o.fl.) áttu samtal á gönguferð um Egilsstaði, Árni var þá nýfluttur austur. Árni hélt utan um hátíðina allt…

Áslákur [2] (1979-81)

Hljómsveitin Áslákur starfaði á Egilsstöðum (ein heimild segir Hlöðum) um 1980. Sveitin mun að mestu hafa verið í sveitaballageiranum og var stofnuð haustið 1979, meðlimir hennar voru Sigurður Friðrik Lúðvíksson gítarleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Ragnar Á. Þorsteinsson trommuleikari og Stefán Snædal Bragason hljómborðsleikari. Viðar Aðalsteinsson var söngvari sveitarinnar um tíma. Hann söng þó ekki…

Dúkkulísur (1982-)

Kvennahljómsveitin Dúkkulísur(nar) frá Egilsstöðum starfaði á árunum 1982-87 en hefur verið endurvakin öðru hvoru síðan. Sveitin var stofnuð haustið 1982 í kjölfar vinsælda Grýlnanna en nokkur vakning hafði þá verið meðal kvenna til að stofna hljómsveitir, og má þar nefna sveitir eins og Sokkabandið og Jelly systur sem störfuðu um svipað leyti. Sveitin var lengst…

Efri deild alþingis (1991)

Efri deild Alþingis er hljómsveit frá Egilsstöðum, starfandi 1991. Það ár átti sveitin lag á safnplötunni Húsið, meðlimir voru þá Sólný Pálsdóttir söngkona, Bjarni H. Kristjánsson gítarleikari, Gunnlaugur Kristinsson gítarleikari, Ingvar Jónsson hljómborðsleikari, Sigurður Jóhannes Jónsson trommuleikari og Sveinn Ari Guðjónsson bassaleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Efri deild Alþingis.

Enginn okkar hinna (1989)

Enginn okkar hinna var hljómsveit sem kom fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 1989, nokkrar líkur eru því á að sveitin hafi verið starfandi á Austurlandi en hvergi er að finna nein deili á henni og eru því allar upplýsingar þar að lútandi vel þegnar.

Fásinna (1983-85)

Hljómsveitin Fásinna frá Eiðum og Egilsstöðum var starfandi á árunum 1983-85 en hún vann sér það helst til frægðar að sigra hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunamannahelgina 1984, þar veitti sveitin verðlaununum viðtöku úr hendi Ringos Starr sem þar var staddur. Ennfremur tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1985, komst þar í úrslit og gerði gott…

Gleðisveitin Döðlur (1994-95)

Gleðisveitin Döðlur eða Döðlurnar eins og sveitin var nefnd í daglegu tali starfaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum á tíunda áratug liðinnar aldar og minnast menn hennar enn í dag fyrir hressleika. Döðlurnar hafði líklega þrátt fyrir Egilsstaðatenginguna, tengingu við fleiri þéttbýlisstaði austanlands eins og Norðfjörð en sveitin var skipuð þeim Magnúsi Ármann söngvara, Þórarni Þórarinssyni…

Hroðmör (um 2000)

Hljómsveitin Hroðmör frá Egilsstöðum/Reyðarfirði var starfandi í kringum 2000 og vakti töluverða athygli, einkum austanlands. 1999 tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og voru meðlimir þá Aðalsteinn Jósepsson söngvari, Óli Rúnar Jónsson trommuleikari, Þorkell Guðmundsson bassaleikari, Einar Hróbjartur Jónsson gítarleikari og Einar Ás Pétursson gítarleikari. Tónlist sveitarinnar var skilgreind sem loparokk. Ári síðar átti sveitin síðan…

Hross í haga með gras í maga og rafmagnsgirðing allt í kring (1983-87)

Hljómsveit frá Egilsstöðum fær þann heiður að bera eitt frumlegasta nafn fyrr og síðar en það var Hross í haga með gras í maga og rafmagnsgirðing allt í kring, í daglegu tali var sveitin þó iðulega bara nefnd Hross í haga. Heimildir eru örlítið misvísandi um starfstíma sveitarinnar, hún er bæði sögð hafa starfað 1983-85…

Lebensraum (1998)

Hljómsveitin Lebensraum starfaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum 1998 en engar upplýsingar er að finna um þá sveit.

Niturbasarnir (1992-95)

Pönkveitin Niturbasarnir var upphaflega frá Djúpavogi en starfaði þó lengst af í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Vorið 1992 keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar og gerði garðinn frægan þar, með því að komast í úrslit og ekki síður fyrir að brjóta gítar í undanúrslitunum. Meðlimir Niturbasa voru þá þeir Ástþór Jónsson söngvari, Unnsteinn Guðjónsson gítarleikari (síðar kenndur…

Skrugga (1982-84)

Hljómsveitin Skrugga var frá Egilsstöðum og starfaði í um tvö og hálft ár, frá því um haustið 1982 til vorsins 1984. Meðlimir sveitarinnar voru Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Friðjón Jóhannsson bassaleikari, Friðrik Lúðvíksson gítarleikari, Ragnar Þorsteinsson trommuleikari og Stefán Bragason hljómborðsleikari. Eyþór hætti í Skruggu vorið 1983.

Spindlar (1999-2002)

Tríóið Spindlar frá Egilsstöðum keppti í Músíktilraunum 1999 og spilaði rokk í þyngri kantinum. Meðlimir Spindla voru Davíð Logi Hlynsson trommuleikari, Hafþór Máni Valsson söngvari og gítarleikari og Ragnar Jónsson bassaleikari. Sveitin komst ekki í úrslit en Ragnar bassaleikari var kjörinn besti bassaleikari tilraunanna. Sveitin hélt ótrauð áfram og átti efni á tveimur austfirskum safnplötum…