Straumrof (1976-77)
Hljómsveitin Straumrof starfaði á austanverðu landinu, að öllum líkindum á Egilsstöðum um eins árs skeið 1976 og 1977. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1976 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Guðjón Sigmundsson bassaleikari, Gunnlaugur Ólafsson söngvari, Stefán Jóhannsson gítarleikari, Steinar Guðgeirsson trommuleikari og Þorvarður B. Einarsson gítarleikari. Um sumarið 1977 tók Valgeir Skúlason…