G.G. Gunn (1958-)

Gísli Þór Gunnarsson (f. 1958) starfaði sem trúbador um tíma og kallaði sig þá G.G. Gunn, hann kom víða við á árunum í kringum 1980 – 95 og var um tíma með annan fótinn í Bandaríkjunum þar sem hann bjó, en hann fæddist þar í landi og fluttist til Íslands þriggja ára. G.G. Gunn gaf…

G.R. Kvartettinn (1959-60)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um G.R. kvartettinn en hann starfaði veturinn 1959-60. Ekki er því ljóst við hvern skammstöfunin á. Þann stutta tíma er sveitin starfaði voru tvær söngkonur sem komu fram með henni, Hulda Emilsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir en þær voru lausráðnar eins og títt var með söngvara á þessum árum.

Gabríellurnar (1974-75)

Söngtríóið Gabríellurnar var starfrækt í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 og 75, og kom fram á ýmsum skemmtunum tengdum skólanum og utan hans. Upphaflega hét tríóið Utanskólasystur en á prógramminu þeirra var lag sem hét Gabriela, smám saman festist það nafn við þær. Tríóið skipuðu þær systur Aagot Vigdís og Jóna Dóra Óskarsdætur, auk Jóhönnu V. Þórhallsdóttur…

Gaddavír (1969-73)

Hljómsveitin Gaddavír úr Reykjavík var nokkuð þekkt á sínum tíma en hún starfaði um fjögurra ára skeið um og upp úr 1970. Hún var stofnuð sumarið 1969 og gekk fyrst undir nöfnum eins og Gröfin og síðan Friður, var fyrst um sinn fimm manna en þegar meðlimum sveitarinnar fækkaði niður í þrjá hlaut hún nafnið…

Gaflarakórinn (1994-)

Gaflarakórinn er kór eldri borgara í Hafnarfirði, stofnaður haustið 1994. Gaflarakórinn var í upphafi skipaður níu manns en fljótlega fjölgaði verulega í honum og hefur hann síðustu árin verið skipaður nokkrum tugum söngfélaga. Hörður Bragason var fyrstur stjórnenda kórsins en frá árinu 1995 söng hann undir stjórn Guðrúnar Ásbjörnsdóttur um tíu ára skeið. Þegar hún…

Gakk (1984-85)

Fremur litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Gakk, sem starfaði 1984 og 85, hún mun hafa gengið áður undir nafninu Barnsburður. Gakk starfaði í Kópavogi og voru meðlimir hennar þeir Sigurður Halldórsson bassaleikari, Birgir Baldursson trommuleikari, Ingólfur Örn Björgvinsson söngvari og Sigurður Ingibergur Björnsson gítarleikari. Einhvern hluta starfstíma sveitarinnar var hún tríó.

Galabandið (1997-2000)

Hljómsveitin Galabandið starfaði á árunum 1997-2000 með hléum en söngkona sveitarinnar var Anna Vilhjálms. Engar upplýsingar liggja fyrir um aðra meðlimi sveitarinnar.

Garðar og Gosar (1964)

Hljómsveitin Gosar, sem iðulega var kölluð Garðar og Gosar mun teljast ein fyrsta bítlasveit Íslands og vilja meðlimir hennar meina reyndar að hún hafi rutt brautina fyrir Hljóma sem komu upp um svipað leyti árið 1964. Garðar og Gosar skartaði söngvaranum Garðari Guðmundssyni en aðrir meðlimir voru Magnús Harðarson, Jón Ármannsson, Viðar Jónsson og Markús…

Garðar og stuðbandið (1985-98)

Hljómsveitin Garðar og Stuðbandið (Stuðbandið og Garðar) var hljómsveit sem fór mikinn á dansstöðum borgarinnar og lék þá einkum rokk frá sjötta og sjöunda áratugnum fyrir fólk á miðjum aldri. Sveitin var nokkuð misstór og fór jafnvel niður í að vera dúett en kallaðist þá Stuðgæjarnir. Annars voru meðlimir Stuðbandsins þeir Lárus H. Ólafsson bassaleikari,…

Gálan (1998-)

Gálan er aukasjálf Júlíusar Freys Guðmundssonar sem er kunnur tónlistarmaður, upptökumaður og útgefandi úr Keflavík, hann á ekki langt að sækja tónlistaráhugann enda sonur Rúnars Júlíussonar bítils númer eitt á Íslandi. Nafnið Gálan kemur fyrst fyrir í hljómsveitarnafninu Gálan, götuleikarinn og guð en Júlíus hafði áður verið í þeirri sveit. Árið 1998 gaf Gálan út…

Geðfró (1981)

Hljómsveitin Geðfró var eins konar millibilssveit á milli F/8 og Beri Beri úr Kópavoginum, starfandi 1981. Sveitin var stofnuð upp úr F/8 og hafði að geyma Gunnar L. Hjálmarsson gítarleikara, Guðjón Steingrím Birgisson gítarleikara, Hauk Valdimarsson trommuleikara, Björn Gunnarsson bassaleikara og Sigríði Beinteinsdóttur (Stjórnin) söngkonu. Sigríður steig þarna sín fyrstu spor sem söngkona og mun…

Geðklofi (1997)

Hljómsveitin Geðklofi keppti 1997 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík og gaf út lag á safnplötunni Rokkstokk 97 í kjölfarið. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar.

Geimsteinn [1] (1976-86)

Hljómsveitin Geimsteinn var stofnuð 1976, samhliða stofnun samnefnds útgáfufyrirtækis Rúnars Júlíussonar sem hann hafði þá sett á laggirnar. Í byrjun var sveitin eins konar hljóðverssveit og fyrsta platan var tekin upp í New York með þarlendum session mönnum án þess að sveitin væri í raun til, þ.e. hún fór ekki strax í ballspilamennsku en það…

Geimsteinn [2] [útgáfufyrirtæki] (1976-)

Útgáfufyrirtækið Geimsteinn er í eigu fjölskyldu G. Rúnars Júlíussonar tónlistarmanns (d. 2008) í Keflavík, auk Þóris Baldurssonar. Fyrirtækið var stofnað af þeim Rúnari og Maríu Baldursdóttur unnustu hans árið 1976, eftir að Hljómar, annað útgáfufyrirtæki (sem Rúnar og Gunnar Þórðarson höfðu starfrækt), hafði lagt upp laupana en það hafði þá starfað í nokkur ár. Árið…

Geislar [1] (1963-64)

Fremur litlar upplýsingar er að finna um þá skólahljómsveit sem ku hafa borið nafnið Geislar, en hún mun hafa verið starfandi í Reykjavík upp úr 1960, líklega þó ekki fyrr en 1963 eða þar um bil. Gunnar Jökull Hákonarson (Trúbrot o.fl.) mun hafa stofnað sveitina ásamt Viðari Jónssyni og Jóni Ármannssyni, og síðar bættist í…

Geislar [2] (1965-69)

Hljómsveitin Geislar frá Akureyri er öllu þekktara nafn en hinir reykvísku Geislar sem störfuðu litlu fyrr sunnanlands, enda naut lag þeirra Skuldir, nokkurra vinsælda og gekk reyndar í endurnýjun lífdaga með Bítlavinafélaginu tuttugu árum síðar. Samstarfið var ekki alveg samfleytt alla tímann sem Geislar störfuðu en sveitin var stofnuð af nokkrum skólapiltum á Akureyri 1965…

Geysir (1972-73)

Margir áhugamenn um plötusöfnun þekkja hljómsveitina Geysi og plötu hennar sem SG-hljómplötur gaf út 1974, fæstir þekkja þó sögu sveitarinnar og sérstöðu hennar í íslenskri tónlist. Geysir átti uppruna sinn að rekja til starfs trúfélags bahá‘ía en sveitin var stofnuð á bahá‘ía þingi í Kaupmannahöfn haustið 1972 af þeim Gísla Gissurarsyni gítarleikara (úr Hafnarfirði) og…

Gift (1982)

Hljómsveitin Gift tók þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar, sem haldnar voru haustið 1982. Sveitin komst ekki í úrslit. Gift vakti nokkra athygli á maraþontónleikum SATT og Tónabæjar sem haldnir voru í desember 1982 en þar spilaði sveitin í 24 tíma. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar eða sögu hennar almennt.

Gigabyte (1994-98)

Dúettinn Gigabyte naut nokkurra vinsælda um miðbik tíunda áratugs síðustu aldar en tónlistin var í anda þeirrar danstónlistar sem kennd hefur verið síðan við næntís bylgjuna. Með rökum mætti jafnvel kalla Gigabyte erlenda útgáfu af Stjórninni. Gigabyte, sem skipuð var kunnu tónlistarfólki, gítarleikaranum Friðrik Karlssyni og söngkonunni Sigríði Beinteinsdóttur (með Mána Svavarsson hljómborðsleikara og tölvumann…

Gimp (1997-98)

Akureyska hljómsveitin Gimp vann hratt á sínum stutta ferli, gaf út plötu og náði að spila erlendis áður en mannabreytingar urðu í henni og nafni hennar breytt í kjölfarið. Gimp, sem spilaði framsækið rokk var skipuð meðlimum á menntaskólaaldri, þeim Jens Ólafssyni söngvara og gítarleikara (síðar Brain Police o.fl.), Baldvini Zophaniassyni trommuleikara, Kristjáni Örnólfssyni gítarleikara…

Gissur Geirsson (1939-96)

Gissur Geirs var einn af kóngum sveitaballanna á Suðurlandi þegar þau voru og hétu, hann starfrækti nokkrar sveitir sem allar nutu vinsælda þótt aldrei gæfu þær út lög á plötum. Gissur (Ingi) Geirsson smiður og landpóstur fæddist 1939 að Byggðarhorni í Flóa og bjó þar mestan hluta ævi sinnar sem og á Selfossi. Hann varð…

Gígjan [3] (1906-10)

Í Reykjavík var starfandi söngfélag stúlkna snemma á öldinni undir þessu nafni, að öllum líkindum stofnað í byrjun árs 1906 og mun það hafa verið starfandi í nokkur ár. Valgerður Lárusdóttir stýrði Gígjunni.

Gígjan [2] (um 1900)

Söngfélag meðal Vestur-Íslendinga í Gimli í Manitoba (oft kallað Nýja Ísland) í Kanada gekk undir nafninu Gígjan en það var starfandi um og fyrir aldamótin 1900. Litlar upplýsingar er að finna um þetta söngfélag, hversu lengi það starfaði, hversu margir sungu með því eða um tilurð þess almennt en þó liggur fyrir að stjórnandi Gígjunnar…

Gígjan [1] (1888-1922)

Blandaður kór á Akureyri gekk undir nafninu Gígjan en hann mun hafa verið einn fyrsti starfandi kór landsins. Það mun hafa verið Magnús Einarsson tónskáld, mikill tónlistarfrömuður norðanlands sem hafði frumkvæði að stofnun Gígjunnar og stýrði hann kórnum allt til loka er hann var sameinaður öðrum kórum nyrðra og söngfélagið Geysir (síðar Karlakórinn Geysir) stofnað…

Gígjan [4] (um 1900)

Söngfélag í Stykkishólmi hét þessu nafni líklega skömmu eftir aldamótin 1900, jafnvel eftir 1910. Baldvin Bárðdal mun hafa verið frumkvöðull að stofnun þess en ekki liggur fyrir hvort eiginlegur stjórnandi var við kórinn.

Gígjan [6] [útgáfufyrirtæki] (1945-55)

Útgáfufyrirtækið Gígjan sérhæfði sig í útgáfu á nótum og sönglögum um miðja síðustu öld. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hverjir stóðu að baki þessarar útgáfu en hún starfaði í um áratug, frá miðjum fimmta áratugnum fram á miðjan þann sjötta.

Gígjan [7] (1967-83)

Söngfélagið Gígjan starfaði á Akureyri um árabil undir stjórn Jakobs Tryggvasonar við góðan orðstír. Gígjan var kvennakór, stofnaður haustið 1967 að áeggjan Sigurðar Demetz Franzsonar sem varð raddþjálfari kórsins en Jakob stjórnandi, og átti hann eftir að stýra honum öll árin utan eitt, er hann bjó erlendis. 1979 tók kórinn upp plötu í kirkju Fíladelfíusafnaðarins…

Gígjan [5] (1915-22)

Lúðrasveitin Gígjan var starfandi í Reykjavík um sjö ára tímabil á fyrri hluta síðustu aldar. Hún er einn undanfari Lúðrasveitar Reykjavíkur. Gígjan var stofnuð 1915 af Hallgrími Þorsteinssyni og fleirum upp úr lúðrasveit góðtemplara sem hafði borið nafnið Svanur (líkt og önnur lúðrasveit síðar). Litlar upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit en Reynir Gíslason mun…

Gígjan [8] [félagsskapur] (2003-)

Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra var stofnað vorið 2003 eftir nokkurn aðdraganda, í þeim tilgangi að efla kvennakórastarf hérlendis og samstarf þeirra. Stofnkórar voru sautján talsins en eru í dag um þrjátíu.

Gísli, Eiríkur og dr. Helgi (1995)

Hljómsveitin Gísli, Eiríkur og Dr. Helgi var starfandi 1995, þá átti hún lög á safnplötunni Strump í fótinn. Meðlimir þessarar sveitar voru tveir, Magnús Axelsson og Daði Ingólfsson en Dr. Helgi var trommuheili sem þeir félagar notuðu. Ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri Magnús og Daði spiluðu.

Gítar (1983)

Hljómsveitin Gítar var starfandi í byrjun árs 1983, líklega í Reykjavík. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit.

Gjörningur (1987)

Gjörningur úr Reykjavík var hljómsveit stofnuð vorið 1987 og tók þátt í Músíktilraunum fáum vikum síðar. Sveitin, sem státaði af eina kvenþátttakandanum það árið komst í úrslit tilraunanna en meðlimir sveitarinnar voru þau Níels Ragnarsson hljómborðsleikari, Þröstur Harðarson gítarleikari, Lárus Már Hermannsson trommuleikari, Björn Vilhjálmsson bassaleikari og Unnur Jóhannesdóttir söngkona. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar…

Glampar [1] (1964-68)

Hljómsveitin Glampar var starfrækt í Reykjavík um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Í sveitinni voru m.a. Egill Ólafsson (Stuðmenn o.fl.) gítarleikari og söngvari, Höskuldur Gísli Pálsson gítarleikari og söngvari, Jón Ólafsson bassaleikari (Pelican o.fl.) og Karl Júlíusson trommuleikari. Þeir voru allir mjög ungir að árum enda starfaði sveitin innan Álftamýrar- og Austurbæjarskóla. Óttar Felix Hauksson mun…

Glampar [2] (1994-96)

Hljómsveitin Glampar var starfandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Um var að ræða ballsveit sem vann það sér helst til frægðar að safna áheitum fyrir Handknattleiksamband Íslands með því að spila tónlist aftan á hljómsveitarrútunni á leiðinni úr Reykjavík austur á Höfn í Hornafirði þar sem sveitin hafði verið ráðin til að leika á…

Glapræðisherinn (1987)

Glapræðisherinn var hljómsveit sem keppti í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1987. Sveitin var frá Blönduósi og voru meðlimir hennar Ásgeir Valgarðsson söngvari og gítarleikari, Hörður Sigurðsson bassaleikari, Valgeir Sigurðsson hljómborðsleikari, Ómar Árnason trommuleikari og Svavar Sigurðsson gítarleikari.

Glaumar (1988-91)

Hljómsveitin Glaumar frá Akureyri var eins konar útibú frá akureyskri sveit, Skriðjöklum, þótt ekki hafi þær verið samtíða nema um stuttan tíma. Glaumar var stofnuð 1988 og var skipuð þeim Jósef M. Friðrikssyni [?], Jakobi Jónssyni gítarleikara og Eggerti Benjamínssyni trommuleikara en hugsanlegt að fleiri hafi verið í sveitinni um tíma, Jón Ólafsson[3] var eitthvað…

Glaumar og Laula (1967)

Unglingahljómsveitin Glaumar og Laula var starfandi á sjöunda áratugnum, stofnuð 1967 í Hlíðaskóla en ekki er ljóst hversu lengi hún starfaði. Jakob Frímann Magnússon var orgelleikari í henni á sínum yngri árum en það var fyrsta hljómsveitin sem hann lék í. Einnig voru Jakob Fenger trommuleikari, Guðlaugur Stefánsson gítarleikari og Guðbjörg Lýðsdóttir (Laula) söngkona í…

Glaumbær [tónlistartengdur staður] (1961-71)

Glaumbær er einn fárra skemmtistaða á Íslandi sem hefur fengið á sig allt að goðsagnakenndan blæ, þangað sóttu þúsundir gesta í hverri viku til að skemmta sér við undirleik vinsælustu hljómsveita samtímans þar til staðurinn varð eldi að bráð í árslok 1971. Húsið sem hét Herðubreið frá upphafi var byggt við Fríkirkjuveg (í sumum tilfellum…

Glámur og Skrámur (1971-)

Þeir félagar Glámur og Skrámur eru vel kunnir fyrir framlag sitt í íslenskri leikbrúðusögu en þeir, og einkum Skrámur heyrast í útvarpi fyrir hver jól. Saga þeirra Gláms og Skráms nær aftur til 1970 þótt þeir hafi ekki birst landsmönnum fyrr en snemma árs 1971, forsagan var sú að Andrés Indriðason hafði skrifað nokkra leikþætti…

Gleðisveitin Döðlur (1994-95)

Gleðisveitin Döðlur eða Döðlurnar eins og sveitin var nefnd í daglegu tali starfaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum á tíunda áratug liðinnar aldar og minnast menn hennar enn í dag fyrir hressleika. Döðlurnar hafði líklega þrátt fyrir Egilsstaðatenginguna, tengingu við fleiri þéttbýlisstaði austanlands eins og Norðfjörð en sveitin var skipuð þeim Magnúsi Ármann söngvara, Þórarni Þórarinssyni…

Glerbrot (1991-92)

Hljómsveitin Glerbrot starfaði um eins árs tímabil og lék blúsrokk á öldurhúsum borgarinnar. Sveitin kom fyrst fram vorið 1991 og spilaði nokkuð þá um sumarið. Meðlimir hennar voru þeir sömu og vori í blússveitinni Blúsbroti, þeir Vignir Daðason söngvari og munnhörpuleikari, Ari Daníelsson saxófónleikari, Ari Einarsson gítarleikari, Hafsteinn Valgarðsson bassaleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari og…

Gleym mér ei (1969-71)

Hljómsveitin Gleym mér ei starfaði á Héraði um tveggja ára skeið, 1969-71. Sveitin var stofnuð upp úr tríóinu Ókey og var skipuð þeim Andrési Einarssyni gítarleikara, Gunnlaugi Gunnlaugssyni trommuleikara, Jónasi Jóhannssyni hljómborðsleikara og Þórarni Rögnvaldssyni bassaleikara. Ekki liggur fyrir hvers konar tónlist Gleym mér ei spilaði.

Glimmer (1994-96)

Hljómsveitin Glimmer var pönkrokkband sem var ekki áberandi á sínum tíma, sveitin gaf þó út snældu og kom síðar fram sem hljómsveitin Soma eftir mannabreytingar. Glimmer var stofnuð haustið 1994 og var þá skipuð þeim Snorra Gunnarssyni gítarleikara, Halldóri Sölva Hrafnssyni gítarleikara, Þorláki Lúðvíkssyni söngvara, Hafliða Ragnarssyni trommuleikara og Pétri Rafnssyni bassaleikara. Þegar Hafliði trymbill hætti…

Glimmer-systur (1985)

Glimmer-systur var akureyskur sönghópur starfandi 1985 og hafði á að skipa þremur ungum söngkonum, Margréti Blöndal (síðar dagskrárgerðarmanni), Hólmfríði Bjarnadóttur og Sigríði Pétursdóttur. Þær stöllur komu víða fram á skemmtunum norðanlands og sungu einkum stríðsáratónlist í anda Andrews systra, oft við undirleik Jóns Árnasonar harmonikkuleikara frá Syðri-Á.

Glimmerbomban Bonní (1997)

Engar upplýsingar er að finna um þennan flytjanda, líklegast þykir þó að um sé að ræða stundargaman sprottið úr afkimum húmorískra nemenda innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð en sveitin (ef það er hljómsveit) átti lagið Sinalco á safnplötunni Tún, sem jú einmitt var tekin upp á tónleikum snemma árs 1997 í Norðurkjallara MH og skartaði…

Glitbrá (1974-84)

Hljómsveitin Glitbrá starfaði á Suðurlandi á áttunda og níunda áratugnum, líklega nokkuð samfellt á árunum 1974 til 1980 og síðar á árunum 1983 og 84. Sveitin vakti athygli þjóðarinnar þegar hún kom fram í spurningaþættinum Kjördæmin keppa í Ríkissjónvarpinu 1976 og lék lög eftir Gylfa Ægisson, en mest var hún þó á sveitaballamarkaðnum sunnanlands. Ekki…

Gloss [1] (1995-98)

Diskófönksveitin Gloss var starfandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og hélt uppi stuði á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Gloss var stofnuð veturinn 1995-96 upp úr hljómsveitinni Atlotum, sveitin var æði fjölmenn í upphafi enda hugsuð til að spila fjölbreytta diskó-, sálar- og fönktónlist með brassívafi, meðlimir hennar voru þá Sævar Garðarsson trompetleikari, Freyr Guðmundsson trompetleikari, Jón…

Gloss [2] (um 2000)

Hljómsveitin Gloss á varla heima hér enda var hún starfandi í Liverpool á Englandi, söngkona sveitarinnar var Heiðrún Anna Björnsdóttir (Cigaretta, Gus Gus) en sveitin var starfandi um aldamótin.

Glott (1989-96)

Hljómsveitirnar Glott (Glottt) og Fræbbblarnir eru iðulega nefndar í sömu andránni enda tæknilega séð um sömu sveit að ræða lengst af. Fræbbblarnir sem upphaflega voru úr Kópavoginum höfðu hætt störfum 1983 en þegar ný sveit var stofnuð 1989 af Valgarði Guðjónssyni söngvara, Stefáni Guðjónssyni trommuleikara og Kristni Steingrímssyni gítarleikara sem allir höfðu verið í Fræbbblunum,…