Garðar og stuðbandið (1992)

engin mynd tiltækHljómsveitin Garðar og Stuðbandið var starfandi 1992 en það árið átti sveitin lag á safnplötunni Lagasafnið 1: Frumafl. Meðlimir sveitarinnar voru Ólafur Már Ásgeirsson píanóleikari, Garðar Karlsson gítarleikari, Lárus H. Ólafsson bassaleikari, Garðar Marelsson trommuleikari og Garðar Guðmundsson söngvari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Garðar og Stuðbandið.