Afmælisbörn 25. nóvember 2020

Garðar Karlsson

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi:

Gítarleikarinn og flugvirkinn Garðar Karlsson (f. 1942) hefði átt afmæli í dag en hann lék með nokkrum fjölda hljómsveita hér fyrrum, þeirra á meðal má nefna Hljómsveit Svavars Gests, Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Hljómsveit Elfars Berg, Thaliu, City sextett, Diskó sextett, Stuðbandið, Klappað og klárt og Hljómsveit Finns Eydal en auk þess lék hann inn á fjölda hljómplatna. Garðar lést árið 2011.

Vissir þú að Björk gaf út sína fyrstu plötu aðeins ellefu ára gömul?