Tríó Elfars Berg (1966-72)

Tónlistarmaðurinn Elfar Berg starfrækti í nokkur ár tríó í kringum 1970. Hljómsveitin var ýmist nefnd Tríó Elfars Berg eða Hljómsveit Elfars Berg og fór það eftir stærð hennar hverju sinni en yfirleitt var tríó skipanin við lýði. Sveitin var húshljómsveit í Klúbbnum en lék einnig eitthvað á öðrum skemmtistöðum borgarinnar. Meðlimir Tríós Elfars Berg voru…

Ó.M. kvartettinn (1961-62)

Hljómsveitin Ó.M. kvartettinn (reyndar ýmist nefndur kvartett eða kvintett) starfaði um tveggja ára skeið á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Sveitin var danshljómsveit í anda þess tíma og var Oddrún Kristófersdóttir söngkona frá stofnun sumarið 1961 en Agnes Ingvarsdóttir tók síðan við hennar hlutverki í ársbyrjun 1962. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Bernburg trompetleikari, Baldur Arngrímsson…

Garðar og stuðbandið (1985-98)

Hljómsveitin Garðar og Stuðbandið (Stuðbandið og Garðar) var hljómsveit sem fór mikinn á dansstöðum borgarinnar og lék þá einkum rokk frá sjötta og sjöunda áratugnum fyrir fólk á miðjum aldri. Sveitin var nokkuð misstór og fór jafnvel niður í að vera dúett en kallaðist þá Stuðgæjarnir. Annars voru meðlimir Stuðbandsins þeir Lárus H. Ólafsson bassaleikari,…