Stjörnutríóið (1958-61)

Hljómsveit starfaði um fjögurra ára skeið á höfuðborgarsvæðinu um og eftir 1960, fyrst undir nafninu Stjörnutríóið (Stjörnu trio) en einnig Stjörnukvintettinn (Stjörnu quintet) og Stjörnukvartett (Stjörnu quartet) eftir stærð sveitarinnar hverju sinni.

Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið sumarið 1958, lék þá í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni en síðar einnig á dansleikjum úti á landi s.s. í Hlégarði og í Hveragerði. Upplýsingar um þessa sveit/ir eru af mjög skornum skammti og eru því hér aðeins nefnd nöfn tveggja meðlima en þeir voru Ólafur Már Ásgeirsson píanóleikari og Guðmar Marelsson trommuleikari en einnig liggur fyrir að Jón Stefánsson söng með henni árið 1961. Upplýsingar óskast um aðra liðsmenn sveitarinnar, hljóðfæraskipan hennar og önnur atriði sem viðkoma Stjörnusveitinni.