Stjörnuliðið (1988)

Stjörnuliðið

Hljómsveit sem bar nafnið Stjörnuliðið starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1988.

Sveitin kom fyrst fram um vorið 1988 þegar hún lék á Brodway en um sumarið fór hún eitthvað víðar um landið. Stjörnuliðið var síðsumars skipað þeim Jóhanni Helgasyni söngvara, Eddu Borg söngkonu og hljómborðsleikara, Birni Thoroddsen gítarleikara, Stefáni S. Stefánssyni saxófónleikara, Bjarna Sveinbjörnssyni bassaleikara og Pétri Grétarssyni trymbli svo það má með sanni segja að sveitin hafi borið nafn með rentu. Haukur Hauksson var söngvari sveitarinnar í upphafi og Birgir Baldursson trommuleikari mun einnig hafa komið við sögu hennar en ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri meðlimi hennar eða sögu sveitarinnar almennt.