Stolía (1994-99)

Hljómsveitin Stolía vakti nokkra athygli um miðjan tíunda áratug síðustu aldar en hún varð þá í öðru sæti Músíktilrauna og sendi frá sér tíu laga breiðskífu tveimur árum síðar sem hlaut góða dóma gagnrýnenda, sveitin galt hins vegar fyrir það að spila instrumental tónlist og hlaut fyrir vikið litla sem enga spilun á útvarpsstöðvum landsins.…

Stilltir strengir (1986)

Stilltir strengir var strengjasveit sem lék fyrir matargesti á Hótel Kea á Akureyri sumarið 1986. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit s.s. hverjir skipuðu hana og hver hljóðfæraskipan hennar var.

Stolía – Efni á plötum

Stolía – Flýtur vatn Útgefandi: R&R músík Útgáfunúmer: CD97 03 Ár: 1997 1. Köggull könguló 2. Betonmúr 3. Gamall maður með hrífu 4. Helvítis hurðin 5. Skemmuleggjarinn 6. Guð gefi mér æðruleysi 7. Ég var að flýta mér svo mikið að ég gleymdi að skíta 8. Ég sá fiðrildi 9. Broddgölturinn sítuðandi 10. Greifinn af…

Stórsveit Austurlands (1997)

Stórsveit Austurlands var sett á laggirnar til að leika á Djasshátíð Austurlands sumarið 1997, sem þá var haldin í tíunda skipti á Héraði undir stjórn Árna Ísleifs en hann mun hafa hvatt til að sveitin yrði stofnuð. Reyndar varð stórsveitin ekki langlíf, hún lék á hátíðinni og svo líklega einu sinni til viðbótar um sumarið…

Stórsveit Akureyrar [1] (1996)

Stórsveit Akureyrar mun hafa verið skammlíf sveit sem gerði þó garðinn frægan á Djasshátíð Austurlands sumarið 1996 en virðist ekki hafa spilað aftur opinberlega. Aðstandendur hátíðarinnar gerðu ráð fyrir að sveitin kæmi aftur fram að ári en svo varð líklegast ekki svo tilvera sveitarinnar virðist bundin við árið 1996 eingöngu. Ekki er að finna neinar…

Stórlúðrasveit S.Í.L. (1955-)

Allt frá árinu 1955 hefur verið hefð á landsmótum Sambands íslenskra lúðrasveita (S.Í.L.) að allar lúðrasveitir á staðnum tækju lagið saman, en sambandið var stofnað árið 1954. Þessi sameiginlega sveit hefur lengst af óformlega gengið undir nafninu Lúðrasveit Íslands en fleiri nöfn hafa einnig verið notuð s.s. Lúðrasveit S.Í.L., Lúðrasveit Sambands íslenskra lúðrasveita og Stórlúðrasveit…

Stóri Björn (2002-03)

Hljómsveitin Stóri Björn frá Grindavík spilaði töluvert á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins og víðar reyndar, á árunum 2002 og 2003. Sveitin átti jafnframt lag (Hátíð ljóss og friðar) á jólaplötunni Komdu um jólin sem kom út fyrir jólin 2002 og naut það nokkurra vinsælda, óljóst er þó hvort lagið var þar í nafni hljómsveitarinnar eða Sigurbjörns Daða…

Stór snælda [safnplöturöð] – Efni á plötum

Stór snælda 1: Brunaliðið – Útkall / Með eld í hjarta [snælda] Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1981 1, Stend með þér 2. Eina nótt 3. Veðraskil 4. Í draumi 5. Ég get það 6. Ég er að bíða 7. Tölum saman 8. Útkall 9. Ástarsorg 10. Ragnhildur Gísladóttir – Það á að gefa…

Stór snælda [safnplöturöð] (1981)

Árið 1981 var eins konar útgáfuröð hleypt af stokkunum á vegum Skífunnar en plötuútgáfan gaf þá út nokkrar kassettur undir titlinum Stór snælda, sem höfðu að geyma plötutvennur – eins konar safnplötuseríu með áður útgefnum plötum Hljómplötuútgáfunnar sem var forveri Skífunnar. Að minnsta kosti tíu slíkar kassettur voru gefnar út og innihéldu þær ýmist tvær…

Stórsveit H.U.V. (1987-94)

Lítið er vitað um stóra harmonikkuhljómsveit sem starfaði meðal Harmonikuunnenda Vesturlands en fyrir liggur að sveitin starfaði a.m.k. á árunum 1987-89 og svo 1994, undir nafninu Stórsveit H.U.V. Steinunn Árnadóttir var stjórnandi sveitarinnar árið 1994 en engar upplýsingar finnast um aðra mögulega stjórnendur hennar eða starfstíma almennt. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Stórsveit H.U.V.

Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð (1983-2012)

Stór og öflug harmonikkusveit starfaði um árabil beggja megin aldamótanna innan Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð og lék bæði á tónleikum, dansleikjum og öðrum skemmtunum innan og utan félagsstarfsins, sveitin fór jafnvel utan til spilamennsku. Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð var stofnuð fljótlega eftir að félagsskapurinn var settur á laggirnar haustið 1980 en sveitarinnar er fyrst…

Stórsveit Ásgeirs Páls (2001-04)

Fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Páll Ágústsson starfrækti um nokkurra ára skeið í upphafi aldarinnar hljómsveit sem gekk undir nafninu Stórsveit Ásgeirs Páls en sveit hans var þá húshljómsveit á Gullöldinni í Grafarvoginum. Upplýsingar um stórsveit Ásgeirs Páls eru fremur litlar og meiri líkur en minni eru á því að um hafi verið að ræða eins manns hljómsveit…

Afmælisbörn 28. september 2022

Að þessu sinni eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er þrjátíu og átta ára gamall á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja…