Stór snælda [safnplöturöð] (1981)

Stór snælda 7

Árið 1981 var eins konar útgáfuröð hleypt af stokkunum á vegum Skífunnar en plötuútgáfan gaf þá út nokkrar kassettur undir titlinum Stór snælda, sem höfðu að geyma plötutvennur – eins konar safnplötuseríu með áður útgefnum plötum Hljómplötuútgáfunnar sem var forveri Skífunnar.

Að minnsta kosti tíu slíkar kassettur voru gefnar út og innihéldu þær ýmist tvær plötur með sömu flytjendunum eða höfðu að geyma skylt efni, þannig var fyrsta kassettan með Brunaliðinu með plöturnar Útkall og Með eld í hjarta, sú næsta með Halla og Ladda með plöturnar Hlúnkur er þetta og Fyrr má nú aldeilis fyrrvera og svo koll af kolli, dæmi um skylt efni var t.d. Stór snælda 4 sem innihélt barnaefni, Glám og Skrám í sjöunda himni og Börn og dagar.

Ekki finnast upplýsingar um nema tíu slíkar kassettur og virðast þær allar hafa komið út um sama leyti.

Efni á plötum