Stingandi strá (1992-97 / 2005)

Hljómsveitin Stingandi strá er ekki með þekktustu rokksveitum hérlendis en sveitin á sér þó heilmikla sögu sem spannar víða um Evrópu en hún fór m.a. í nokkurra mánaða tónleikatúr um álfuna, ein plata liggur eftir sveitina. Stingandi strá mun hafa verið stofnuð síðla árs 1992 af Sigvarði Ara Huldarssyni gítarleikara og Sævari Ara Finnbogasyni gítarleikara…

Stingandi strá – Efni á plötum

Stingandi strá – Umhverfisóður Útgefandi: Stingandi strá Útgáfunúmer: SS 001 Ár: 1995 1. Ferðin 2. Blindness 3. Nefið hans Gosa 4. Grounded 5. Endirinn 6. Beðið eftir engu 7. Darkness 8. Væntingar 9. Svik 10. Venjulegur maður 11. Sjónvarpið 12. Tímamót 13. Ikaros 14. Umhverfisóður Flytjendur: Sævar Ari Finnbogason – söngur, gítar og raddir Hrólfur…

Stelpurnar okkar / Strákarnir okkar [safnplöturöð] – Efni á plötum

Stelpurnar okkar: 25 dægurlög frá fyrstu 25 árum lýðveldisins: íslenskar söngkonur – ýmsir Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: TD21 / TK21 Ár: 1994 1. Erla Þorsteinsdóttir – Hvers vegna? 2. Ingibjörg Smith – Nú liggur vel á mér 3. Sigrún Jónsdóttir – Ágústín 4. Soffía Karlsdóttir – Það sést ekki sætari mey 5. Sigrún Ragnarsdóttir – Syrpa; Komdu inn í…

Stelpurnar okkar / Strákarnir okkar [safnplöturöð] (1994-98)

Safnplöturöð (ef hægt er að kalla það því nafni) undir heitinu Stelpurnar okkar / Strákarnir okkar var sett á laggirnar árið 1994 á vegum Spora, undirútgáfumerkis Steina en upphaflega var um að ræða tvær safnplötur undir heitinu Stelpurnar okkar annars vegar og Strákarnir okkar hins vegar. Plöturnar tvær voru gefnar út í tilefni af hálfrar…

Stjörnumessa [tónlistarviðburður] (1978-83)

Hin svokallaða Stjörnumessa var eins konar uppskeruhátíð poppbransans sem Dagblaðið og tímaritið Vikan stóðu fyrir um nokkurra ára skeið í kringum 1980, segja má að Stjörnumessan hafi verið undanfari Íslensku tónlistarverðlaunanna sem voru sett á laggirnar um tíu árum síðar. Það voru blaðamenn Dagblaðsins og Vikunnar sem höfðu veg og vanda af Stjörnumessunni en meðal…

Stjörnuliðið (1988)

Hljómsveit sem bar nafnið Stjörnuliðið starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1988. Sveitin kom fyrst fram um vorið 1988 þegar hún lék á Brodway en um sumarið fór hún eitthvað víðar um landið. Stjörnuliðið var síðsumars skipað þeim Jóhanni Helgasyni söngvara, Eddu Borg söngkonu og hljómborðsleikara, Birni Thoroddsen gítarleikara, Stefáni S. Stefánssyni saxófónleikara, Bjarna Sveinbjörnssyni…

Stjörnutríóið (1958-61)

Hljómsveit starfaði um fjögurra ára skeið á höfuðborgarsvæðinu um og eftir 1960, fyrst undir nafninu Stjörnutríóið (Stjörnu trio) en einnig Stjörnukvintettinn (Stjörnu quintet) og Stjörnukvartett (Stjörnu quartet) eftir stærð sveitarinnar hverju sinni. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið sumarið 1958, lék þá í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni en síðar einnig á dansleikjum úti á…

Stjörnupopp [2] (um 2005)

Í kringum 2004 eða 05 var starfandi hljómsveit, hugsanlega á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Stjörnupopp en hún var skipum meðlimum á unglingsaldri. Þeir voru Bjarni Guðni Halldórsson, Marvin Einarsson, Magnús Skúlason og Eysteinn [?]. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit s.s. hljóðfæraskipan o.fl.

Stjörnupopp [1] (1997)

Árið 1997 var starfrækt hljómsveit sem bar nafnið Stjörnupopp, um eins konar flippsveit var að ræða og varð hún ekki langlíf – upphaflega stóð til að sveitin héti The Toni Braxtons en frá því var horfið af einhverjum ástæðum. Meðlimir Stjörnupopps voru þeir Aðalsteinn Leó Aðalsteinsson trommuleikari, Helgi Guðbjartsson gítarleikari og söngvari, Jóhannes Tryggvason hljómborðsleikari…

Stoned (1993)

Upplýsingar óskast um hljómsveit í rokkaðri kantinum sem starfaði árið 1993 undir nafninu Stoned, þá um vorið lék sveitin á tónleikum sem voru hluti af Listahátíð Fellahellis og um sumarið var hún meðal fjölmargra annarra sveita sem komu fram á óháðu listahátíðinni Ólétt ´93. Fyrir liggur að Jón Þór Birgisson (síðar kenndur við Sigur rós)…

Stonehenge (1995-96)

Hljómsveitin Stonehenge var frá Akureyri og starfaði líklega í nokkra mánuði undir því nafni áður en því var breytt í Shiva. Stonehenge var stofnuð haustið 1995 og voru meðlimir hennar í upphafi  Viðar Sigmundsson gítarleikari, Hlynur Örn Zophoníasson söngvari og gítarleikari, Kristján B. Heiðarsson trommuleikari og Bergvin F. Gunnarsson bassaleikari. Þannig var sveitin skipuð þegar…

Stjörnur [2] (1994)

Upplýsingar óskast um hljómsveit frá Selfossi sem gekk undir nafninu Stjörnur, ekki er víst að hún hafi verið langlíf og að hún hafi jafnvel verið stofnuð í þeim eina tilgangi að hita upp fyrir hljómsveitina Pláhnetuna í Inghóli á Selfossi snemma árs 1994. Hér er einkum óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan hennar.

Afmælisbörn 7. september 2022

Að þessu sinni eru afmælisbörnin sjö talsins: Heiðar Örn Kristjánsson er fjörutíu og átta ára. Eins og flestir muna er hann einn af Pollapönks genginu sem fór í Eurovision keppnina 2014 en hann var líka í Botnleðju sem sigraði Músíktilraunir 1995, gáfu út plötur og herjuðu á Bretlandaseyjar um tíma undir nafninu Silt, hann var…