Stelpurnar okkar / Strákarnir okkar [safnplöturöð] (1994-98)

Stelpurnar okkar

Safnplöturöð (ef hægt er að kalla það því nafni) undir heitinu Stelpurnar okkar / Strákarnir okkar var sett á laggirnar árið 1994 á vegum Spora, undirútgáfumerkis Steina en upphaflega var um að ræða tvær safnplötur undir heitinu Stelpurnar okkar annars vegar og Strákarnir okkar hins vegar. Plöturnar tvær voru gefnar út í tilefni af hálfrar aldar afmælis lýðveldisins og höfðu undirtitilinn 25 dægurlög frá fyrstu 25 árum lýðveldisins (frá árunum 1944-69) – undir því stóð svo íslenskar söngkonur / íslenskir söngvarar.

Af einhverri ástæðu liðu fjögur ár þar til framhaldið kom út en árið 1998 komu út tvær aðrar safnplötur undir sömu formerkjum en höfðu nú að geyma lög frá tímabilinu 1970 til 1974, plöturnar höfðu sem fyrr titilinn Stelpurnar okkar / Strákarnir okkar en nú með undirtitilinn Annar hluti 1970-1994. Að þessu sinni voru tuttugu lög á hvorri plötu.

Serían hefur því að geyma fjórar plötur en reyndar er nú orðið tímabært að þriðja útgáfan líti dagsins ljós með lögum næstu tuttugu og fimm ára, undir nafninu nafninu Stelpurnar okkar / Strákarnir okkar.

Efni á plötum