Stjörnukisi (1996-2003)

Hljómsveitin Stjörnukisi kom fyrst fram undir því nafni í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996 en sveitin var þá langt frá því að vera nýstofnuð því hún hafði verið starfandi undir nöfnunum Drome og Silverdrome áður og komið margoft fram á tónleikum frá árinu 1994. Í Músíktilraunum voru meðlimir Stjörnukisa þeir Úlfur Chaka Karlsson söngvari (og textaskáld…

Stjörnukisi – Efni á plötum

Stjörnukisi – Veðurstofan [10“] Útgefandi: Stjörnukisi Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1996 1. Glórulaus 2. Blár skjár 3. Mæja býfluga Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Stjörnukisi – Geislaveisla Útgefandi: Orange electric cloud Útgáfunúmer: oec 001 Ár: 1997 1. Leifturljós 2. Leifturljós 3. Flugumaður 4. Sód (Hinar raunverulegu 720°) 5. Austulandahraðlestin 6. Kairó Flytjendur: Úlfur…

Stormsveitin [5] (2008-10)

Svo virðist sem að hljómsveit hafi verið starfandi innan Tónlistarskólans á Akureyri árið 2008 undir nafninu Stormsveitin en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þessa sveit. Hljómsveit með þessu nafni lék einnig fyrir dansi á dansleik í Hrísey tveimur árum síðar og er hér giskað á að um sama mannskap sé að ræða. Óskað…

Stormsveitin [6] (2011-)

Frá árinu 2011 hefur hópur karlmanna á ýmsum aldri starfrækt hljómsveit og kór í Mosfellsbæ sem gengur undir nafninu Stormsveitin. Hópurinn hefur sent frá sér plötu og dvd disk. Hugmyndin mun hafa komið frá Sigurði Hanssyni en haustið 2011 setti hann á stofn um fimmtán manna sönghóp karla og fimm manna hljómsveit í því skyni…

Stormsveitin [6] – Efni á plötum

Stormsveitin – Stormviðvörun Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2017 1. Þrymskviða 2. Á Sprengisandi 3. Brúðkaupsvísur 4. Sigtryggur vann 5. Ó mín flaskan fríða 6. Hin svarta satans hjörð 7. Fjöllin hafa vakað 8. Crystals 9. The Wizard 10. Take me to church 11. Sekur 12. Fat bottom girls Flytjendur: Stormsveitin [kór] –…

Stóra bílakassettan [safnplöturöð] (1979-81)

SG-hljómplötur stóðu fyrir umfangsmikilli kassettuútgáfu árin 1979 og 80 (hugsanlega lengur) undir nafninu Stóra bílakassettan en þær kassettur höfðu hver fyrir sig að geyma tuttugu og fjögur lög úr ýmsum áttum, úrval laga sem útgáfan hafði gefið út um fimmtán ára skeið. Svo virðist sem kassetturnar hafi verið tólf talsins og komið út fjórar í…

Stormurinn (1997-2006)

Stormurinn var harmonikkuhljómsveit sem starfaði í um áratug og lék oftsinnis á harmonikkusamkomum, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Stormurinn var eins konar harmonikkuhljómsveit Harmonikufélags Reykjavíkur og var að öllum líkindum stofnuð haustið 1997, hún kom að minnsta kosti fyrst fram snemma árs 1998 – hugsanlega gekk hún fyrst um sinn undir nafninu Stormsveitin. Á næstu árum lék…

Stórhljómsveit Hvanneyrar (um 1988)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem líkur eru á að hafi verið starfandi undir nafninu Stórhljómsveit Hvanneyrar. Þessi sveit hafði verið starfandi árið 1988 eða einhvern tímann fyrir þann tíma en hér er óskað eftir frekari upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan og annað sem þætti við hæfi í umfjöllun um hana.

Stórhljómsveit Hótel Borgar (1993-94)

Stórhljómsveit Hótel Borgar var ekki starfandi í eiginlegri merkinu heldur var hún sett sérstaklega saman fyrir áramótadansleik á Hótel Borg um áramótin 1993 og 94, og lék þ.a.l. líklega ekki nema í það eina skipti. Sveitina skipuðu Þórir Baldursson sem líklega var hljómsveitarstjóri, Tryggvi Hübner gítarleikari, Finnbogi Kjartansson bassaleikari, Einar Valur Scheving trommuleikari og Einar…

Stórhljómsveit Guðmundar Hauks (1992-93)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem var auglýst undir nafninu Stórhljómsveit Guðmundar Hauks árin 1992 og 93, en sveit með því nafni lék í nokkur skipti á Ránni í Keflavík. Fyrir liggur að tónlistarmaðurinn Guðmundur Haukur Jónsson lék oft í Ránni og á öðrum veitinga- og skemmtistöðum á suðvesturhorninu en það var oftar en…

Stórhljómsveit Félags harmonikuunnenda í Reykjavík (1984-89)

Litlar og haldbærar upplýsingar finnast um hljómsveit sem mun hafa borið nafnið Stórhljómsveit Félags harmonikuunnenda í Reykjavík sem virðist hafa starfað á níunda áratug síðustu aldar – að öllum líkindum þó með hléum. Sveit með þessu nafni var starfandi árið 1984 undir stjórn Reynis Jónassonar harmonikkuleikara og svo virðist sem hún hafi verið endurvakin 1987…

Stóra bílakassettan [safnplöturöð] – Efni á plötum

Stóra bílakassettan 1: 24 sígild dans og dægurlög – ýmsir Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 767 Ár: 1979 1. Stefán Jónsson – Gudda Jóns 2. Þuríður Sigurðardóttir – Ég ann þér enn 3. Söngfuglarnir – Kisa mín, kisa mín 4. Óðmenn – Bróðir 5. Vilhjálmur og Elly Vilhjálms – Alparós 6. Leikbræður – Haf, blikandi haf 7. Einar Júlíusson…

Stórhljómsveit Reynis Sigurðssonar (1992)

Reynir Sigurðsson fór austur á Hérað fyrir jólin 1992 með hljómsveit sem kallaðist Stórhljómsveit Reynis Sigurðssonar og lék á einum dansleik í Fellabæ en allt lítur út fyrir að sveitin hafi verið sett saman fyrir þetta eina gigg, alltént finnast ekki aðrar heimildir um hana. Auk Reynis sem gæti hafa leikið á hljómborð eða jafnvel…

Afmælisbörn 21. september 2022

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari er fimmtíu og sjö ára gömul í dag. Áshildur hefur komið víða við í tónlist sinni, verið í aukahlutverkum á plötum annarra listamanna en einnig gefið sjálf út nokkrar sólóplötur, m.a. í samstarfi við annað afmælisbarn dagsins, Atla Heimi, og einnig Selmu Guðmundsdóttur, svo…