Stóra bílakassettan [safnplöturöð] (1979-81)

Stóra bílakassettan nr. 12

SG-hljómplötur stóðu fyrir umfangsmikilli kassettuútgáfu árin 1979 og 80 (hugsanlega lengur) undir nafninu Stóra bílakassettan en þær kassettur höfðu hver fyrir sig að geyma tuttugu og fjögur lög úr ýmsum áttum, úrval laga sem útgáfan hafði gefið út um fimmtán ára skeið.

Svo virðist sem kassetturnar hafi verið tólf talsins og komið út fjórar í senn. Fyrsti skammturinn (Stóra bílakassettan 1-4) kom út vorið 1979, sá næsti (5-8) ári síðar og svo hefur væntanlega síðasti skammturinn komið út 1981 en upplýsingar eru af mjög skornum skammti um þessar síðustu kassettur. Fyrstu fjórar kassetturnar komu út í fimmtán hundruð eintaka upplagi og seldust mjög fljótlega upp en ekki liggur fyrir hvernig upplags- og sölumálum var háttað síðar.

Efni á plötum