Stella Hauksdóttir (1953-2015)

Nafn Stellu Hauks en beintengt baráttu- og réttindamálum verkafólks, kvenna og samkynhneigðra og þó svo að hún sé kannski ekki þekkt á landsvísu fyrir tónlist sína er hún vel þekkt hjá fyrrnefndu fólki og að mörgu leyti stóð hún fyrir sömu hluti og Bubbi Morthens gerði lengi vel þótt hann yrði öllu þekktari. Guðný Stella…

Steinn Steinarr – Efni á plötum

Steinn Steinarr – les eigin ljóð [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 517 Ár: 1966 1. Tíminn og vatnið 2. Landsýn 3. Columbus 4. Malbik 5. Í kirkjugarði Flytjendur: Steinn Steinarr – upplestur   Árni Johnsen – Milli lands og Eyja Útgefandur: Fálkinn Útgáfunúmer: MOAK 25 Ár: 1971 1. Undir haust 2. Í tvílyftu timburhúsi 3.…

Steinn Steinarr (1908-58)

Aðalsteinn Kristmundsson (Steinn Steinarr) er eitt þekktasta ljóðskáld íslenskrar bókmenntasögu en ljóð hans hafa komið út á fjölmörgum plötum í flutningi ýmissa tónlistarmanna og -kvenna. Aðalsteinn fæddist vestur í Skjaldfannardal í Norður-Ísafjarðarsýslu haustið 1908 en fjölskylda hans var fátæk og svo fór að honum var ungum komið í fóstur í Dölunum þar sem hann ólst…

Steinn Erlingsson – Efni á plötum

Steinn Erlingsson – Ó, bjarta nótt Útgefandi: Steinn Erlingsson Útgáfunúmer: SE 1 Ár: 1996 1. Ó, bjarta nótt 2. Þú eina hjartans yndið mitt 3. Ég lít í andans liðna tíð 4. Í fjarlægð 5. Þú ert 6. Fögur sem forðum 7. Brúðkaupssöngur 8. Draumalandið 9. Vorgyðjan kemur 10. Sigurður Breiðfjörð 11. Spilafífl 12. Bikarinn…

Steinn Erlingsson (1939-)

Steinn Erlingsson baritón söngvari var um árabil meðal fremstu söngvara á Suðurnesjum og varð þar fyrstur einsöngvara til að gefa út plötu, hann var áberandi í menningarlífi Keflvíkinga en eiginlegur söngferill hans hófst þó ekki fyrr en hann var kominn vel á fertugs aldur. Steinn Erlingsson fæddist í Garðinum snemma árs 1939 og hafði strax…

Stella Hauksdóttir – Efni á plötum

Stella Hauksdóttir – Stella Útgefandi: Stella Hauksdóttir Útgáfunúmer: STELLA 01 Ár: 1999 1. Löng leið 2. Nótt 3. Þorðu 4. Augun 5. Náttúran 6. Móna Lú 7. Ímyndun 8. Fallega kona 9. Köben 10. Maríanna 11. Taktu skítugar 12. Allan daginn Flytjendur: Stella Hauksdóttir – söngur og gítar Andrea Gylfadóttir – söngur Jakob Frímann Magnússon…

Stjúpbræður (1980-82)

Haustið 1980 komu karlaraddir Kórs Langholtskirkju sem þá var undir stjórn Jóns Stefánssonar organista, í fyrsta skipti fram undir nafninu Stjúpbræður á tónleikum kórsins og svo í framhaldinu víðar á skemmtunum s.s. árshátíðum til að afla fjár fyrir ferðasjóð hans og höfðu meira en nóg að gera. Í kjölfarið var stofnaður kór kvennanna í kórnum…

Stjörnukórinn [2] (2003)

Haustið 2003 var stofnaður kór í Njarðvíkum undir stjórn Natalie Chow kórstjórnanda og tónlistarkennara en hann var skipaður börnum á aldrinum þriggja til fimm ára, kórinn hlaut nafnið Stjörnukórinn. Upplýsingar um þennan kór eru af afar skornum skammti, hann starfaði þó að minnsta kosti fram að jólum og hélt tónleika um það leyti en annað…

Stjörnukórinn [1] (2000)

Í tilefni þess að Reykjavík var meðal menningarborga Evrópu árið 2000 var settur kór á laggirnar til að syngja á tónleikum á næst síðasta degi ársins, undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Kórinn sem fékk nafnið Stjörnukórinn, var settur saman úr sautján starfandi kórum, bæði barnakórum og kórum fullorðinna og munu um sex hundruð manns hafa sungið…

Stjörnuhljómplötur [útgáfufyrirtæki] (1959-61)

Útgáfufyrirtækið Stjörnuhljómplötur var undirmerki Íslenzkra tóna sem Tage Ammendrup starfrækti um árabil en Stjörnuhljómplötur gaf út sex plötutitla á árunum 1959-61. Þrjár þessara platna voru með Soffíu og Önnu Siggu (og Gerði Benediktsdóttir) og innihéldu vinsæl lög eins og Snjókarlinn (Komdu með mér út), Komdu niður, Órabelgur og Æ, ó aumingja ég, tvær þeirra voru…

Stjúpsystur (1983-86)

Stjúpsystur var söngtríó þriggja leikkvenna sem starfaði um nokkurra ára skeið í kringum miðjan níunda áratug síðustu aldar við töluverðar vinsældir. Leikkonurnar þrjár, þær Guðrún Alfreðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Saga Jónsdóttir höfðu starfað með Revíuleikhúsinu frá árinu 1981 en haustið 1983 hófu þær þrjár að koma fram undir nafninu Stjúpsystur (einnig stundum kallaðar Stupid sisters).…

Stjúpmæður [2] (2016-17)

Hljómsveitin Stjúpmæður starfaði á Seltjarnarnesi að minnsta kosti um tveggja ára skeið og var skipuð stúlkum sem voru þá við nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Meðlimir Stjúpmæðra voru þær Júlía Gunnarsdóttir söngkona, Stefanía Helga Sigurðardóttir gítarleikari, Þóra Birgit Bernódusdóttir bassaleikari og Melkorka Gunborg Briansdóttir hljómborðsleikari, eins gæti Harpa Óskardóttir og jafnvel fleiri hafa verið viðloðandi…

Stjúpmæður [1] (1981)

Innan Kórs Langholtskirkju komu kvensöngvarar kórsins haustið 1981 fram á einum tónleikum að minnsta kosti undir nafninu Stjúpmæður en um það leyti voru karlaraddir kórsins að syngja töluvert opinberlega undir nafninu Stjúpbræður. Stjúpsystur sungu á þessum tónleikum syrpu af lögum eftir Sigfús Halldórsson en ekki liggur fyrir hvort þær tróðu oftar upp undir þessu nafni…

Afmælisbörn 31. ágúst 2022

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Vernharður Linnet djassfræðingur með meiru er sjötíu og átta ára. Vernharður er líklega þekktasti djassáhugamaður landsins en hann hefur komið að djasstónlistinni frá ýmsum hliðum, starfrækt og stýrt tímariti um djass (Tónlistartímaritið TT og Jazzmál), haldið úti útvarpsþáttum, verið gagnrýnandi á Morgunblaðinu og verið…

Afmælisbörn 30. ágúst 2022

Afmælisbörnin eru fjögur talsins í dag: Agnar Már Magnússon píanóleikari er fjörutíu og átta ára í dag. Agnar Már sem nam á Íslandi og í Hollandi, hefur einna mest verið áberandi í djassgeiranum og eftir hann liggja nokkrar plötur, auk þess sem hann hefur starfrækt Tríó Agnars Más og unnið nokkuð við leikhústónlist. Hann hefur…

Afmælisbörn 29. ágúst 2022

Átta afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Benóný Ægisson (Benni Ægizz) leikari og tónlistarmaður á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Benóný hefur sent frá sér sólóplötur, nú síðast árið 2015, en hann hefur einnig verið viðloðandi hljómsveitir eins og Kamarorghesta, Sódó ódó og Orghesta. Herdís Hallvarðsdóttir er sextíu og…

Afmælisbörn 28. ágúst 2022

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Magnús Þór er auðvitað kunnastur fyrir samstarf sitt með Jóhanni Helgasyni, sbr. Magnús & Jóhann, en saman störfuðu þeir líka sem Pal brothers og í hljómsveitinni Change. Magnús Þór hefur ennfremur gefið út fjöldann…

Afmælisbörn 27. ágúst 2022

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson eða bara Sjón á stórafmæli en hann er sextugur í dag. Fyrir utan að hafa slegið í gegn sem Johnny Triumph ásamt Sykurmolunum með lagið Luftgítar hefur Sjón samið fjölda texta sem komið hafa út á plötum. Hann hefur einnig gefið út…

Afmælisbörn 26. ágúst 2022

Í dag eru sjö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Daníel Ágúst Haraldsson tónlistarmaður er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Hann vakti fyrst athygli á menntaskólaárum sínum með hljómsveitinni Nýdanskri sem hann hefur starfað með, reyndar með hléum, allt til þessa dags. Áður hafði hann verið í hljómsveitinni Chorus. Daníel Ágúst hefur einnig verið…

Afmælisbörn 25. ágúst 2022

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Magnús Eiríksson laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari er sjötíu og sjö ára gamall. Magnús er einn allra helsti lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu, á að baki sólóferil sem og feril með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Brunaliðið, Pónik og Blúskompaníið auk samstarfs við Kristján Kristjánsson (KK) og…

Stemmingstónlist [annað] (1974-)

Nokkur hefð er fyrir svokallaðri stemmingstónlist á Íslandi en til hennar flokkast sú tónlist sem samin er og flutt í tengslum við íþróttaviðburði og -félög. Henni má skipta gróflega í tvo undirflokka, tónlist tengt Íslandi og íslenskum landsliðum annars vegar, og tónlist tengd einstökum félagsliðum hins vegar. Fyrri flokkurinn hefur að geyma tónlist sem stundum…

Stemmingstónlist [annað] – Efni á plötum

Ómar Ragnarsson og Landsliðið í handknattleik – Landsliðsplata HSÍ [ep] Útgefandi: Fjáröflunarnefnd HSÍ Útgáfunúmer: HSÍ 004 Ár: 1974 1. Áfram Ísland 2. Lalli varamaður Flytjendur: Ómar Ragnarsson – söngur og íþróttalýsing landslið Íslands í handknattleik – söngur Hljómar: – [engar upplýsingar um hljóðfæraleikara] KR – Áfram KR [ep] Útgefandi: GBH hljómplötur Útgáfunúmer: GBH 001 Ár: 1979 1. Áfram KR 2.…

Stemma [4] [félagsskapur] (2013-)

Kvæðafélög á Íslandi hafa átt sér landssamtök síðan árið 2013 en þá var Stemma – landssamtök kvæðamanna stofnað á Siglufirði. Stemma eru eins konar regnhlífarsamtök kvæðamannafélaga víðs vegar af landinu utan um þjóðlaga- og kveðskapararfinn og hafa t.a.m. haldið landsmót þar sem fólk ber saman bækur sínar, fræðist um kveðskaparhefðina og skemmtir sér við kveðskap…

Stefán Sigurkarlsson – Efni á plötum

Stefán Sigurkarlsson – 14 sönglög eftir Stefán Sigurkarlsson Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [án ártals] 1. Barnavísur 2. Gömul vísa um vorið 3. Kvöldljóð 4. Draumljóð 5. Til Önnu 6. Í gestabók Vestur-Íslendings 7. Dillidó 8. Til stúlku 9. Kvöldsöngur 10. Imbukvæði 11. Margrét prestsmaddama fer til kirkju 12. Hausttónar 13. Rósa 14.…

Stefán Sigurkarlsson (1930-2016)

Apótekaranum Stefáni Sigurkarlssyni var margt til lista lagt og ein náðargáfa hans var að geta samið tónlist, eftir hann liggur ein plata með frumsömdum lögum. Stefán Guðjón Sigurkarlsson var fæddur í Reykjavík sumarið 1930. Hann nam lyfjafræði í Kaupmannahöfn og þegar hann kom heim frá því námi starfaði hann um tíma í Reykjavíkur áður en…

Stefán Þórisson – Efni á plötum

Stefán Þórisson og Ásgeir Stefánsson – Harmonikutónar úr Reykjadal Útgefandi: Músik ehf. Útgáfunúmer: Músik001 Ár: 2005 1. Ópus 1 2. Tangó í C moll 3. Fossselvalsinn 4. Refaræll 5. Þriggja stafa valsinn M.A.N. 6. Til þín 7. Jörfagleði 8. Sólvangsswing 9. Vornótt við Hólkotstjörn 10. Hugsað til baka 11. Swing fyrir Stefán 12. Í rökkrinu…

Stefán Þórisson (1930-2016)

Stefán Þórisson frá Hólkoti í Reykjadal var þekktur harmonikkuleikari og virkur í félagsstarfi Harmoníkufélags Þingeyinga, hann samdi einnig tónlist og sendi frá sér eina harmonikkuplötu í samstarfi við Ásgeir Stefánsson. Stefán Þórisson fæddist að Hólkoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og bjó þar reyndar alla ævi, sem bóndi en einnig sem atvinnubílstjóri. Hann eignaðist sína fyrstu…

Stillborn (1995-2000)

Saga hljómsveitarinnar Stillborn er nokkuð óljós, annað hvort starfaði hún slitrótt um fimm ára skeið (eða lengur) eða lét lítið fyrir sér fara á löngum stundum en frekari upplýsingar mætti gjarnan senda Glatkistunni. Stillborn kom fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1995 þegar sveitin var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar en þar lék hún pönkað rokk,…

Stigmata (2002-03)

Hljómsveitin Stigmata var rokksveit starfandi í Vestmannaeyjum veturinn 2002 til 2003 og var skipuð meðlimum á unglingsaldri, sveitin mun hafa leikið frumsamið efni að mestu eða öllu leyti. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Heimir [?] söngvari, Elmar [?] gítarleikari og Rúnar [?] bassaleikari, ekki liggja fyrir upplýsingar um trommuleikara hennar. Glatkistan auglýsir eftir nafni trommuleikarans auk…

Stiftamtmannsvalsinn (1988-89)

Hljómsveit sem bar hið undarlega nafn Stiftamtsmannsvalsinn starfaði í nokkra mánuði veturinn 1988 til 89 en hún var stofnuð sumarið 1988 upp úr þungarokkshljómsveitinni Gypsy. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hallur Ingólfsson trommuleikari, Flosi Þorgeirsson bassaleikari og Aðalsteinn Bjarnþórsson gítarleikari sem allir komu úr Gypsy en Bjarni Tryggvason var söngvari sveitarinnar og var þá þegar kunnur…

Stjórnin [1] (1987-88)

Það er ekki á allra vitorði en áður en hljómsveitin Stjórnin hin eina sanna (með Sigríði Beinteinsdóttur og Grétari Övarssyni) var stofnuð var önnur sveit starfandi undir sama nafni og að hluta til skipuð sama mannskap. Stjórnin hin fyrri var líklega stofnuð einhvern timann á árinu 1987 og starfaði í nokkra mánuði fram undir vorið…

Stjánar (1992-93)

Hljómsveitin Stjánar vakti nokkra athygli á Akureyri á fyrri hluta tíunda áratugarins en sveitin sem var skipuð tónlistarmönnum á menntaskólaaldri var talsvert áberandi um tíma í tónlistalífi bæjarins. Sveitin kom fram á sjónarsviðið vorið 1992 þegar hún lék á tónleikum en hún spilaði svo töluvert um sumarið fyrir norðan. Það var svo síðari part vetrar…

Stíblan (1996)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem líklega var starfandi á Akureyri eða nágrenni sumarið 1996 undir nafninu Stíblan. Ekkert annað liggur fyrir um þessa hljómsveit og er því óskað eftir upplýsingum um meðlimi hennar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað.

Stjórnin [3] (1992-93)

Veturinn 1992 til 93 starfaði hljómsveit innan Menntaskólans á Akureyri undir nafninu Stjórnin. Sveit þessi var meðal keppenda snemma árs 1993 í hljómsveitakeppninni Viðarstauk sem haldin hefur verið í MA um árabil. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu Stjórnina eða um hljóðfæraskipan sveitarinnar en þær upplýsingar væru vel þegnar.

Afmælisbörn 24. ágúst 2022

Eitt afmælisbarn í íslenskri tónlistarsögu kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Ólafur Haukur Símonarson er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Ólafur er fyrst og fremst laga- og textahöfundur og skipta lög hans hundruðum, oftar en ekki tengt leikhúsinu. Þarna má nefna t.d. Hatt og Fatt, Gauragang, Fólkið í blokkinni og Kötturinn fer sínar…

Afmælisbörn 23. ágúst 2022

Afmælisbörnin eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari og kokkur er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Margir muna eftir honum síðhærðum með Stjórninni þegar Eitt lag enn tröllreið öllu hér á landi en Jón Elfar hefur einnig leikið með sveitum eins og Sigtryggi dyraverði, Singultus, Hjartagosunum, Dykk,…

Afmælisbörn 22. ágúst 2022

Sex tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn frá Bíldudal, Jón Kr. (Kristján) Ólafsson er áttatíu og tveggja ára gamall í dag. Jón vakti fyrst landsathygli með bílddælsku hljómsveitinni Facon en áður hafði hann reyndar sungið með Kvartettnum og Kristjáni, og Hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall. Eftir að sögu Facons lauk starfaði Jón um…

Afmælisbörn 21. ágúst 2022

Glatkistan hefur upplýsingar um þrjú tónlistartengd afmælisbörn þennan daginn: Theódór Júlíusson leikari er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Flestir tengja Theódór við leiklist og t.a.m. muna margir eftir honum í kvikmyndunum Mýrinni og Hrútum en hann hefur einnig sungið inn á margar plötur tengdar tónlist úr leikritum s.s. Evu Lúnu, Söngvaseið, Línu langsokk…

Afmælisbörn 20. ágúst 2022

Sex afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Einar Júlíusson söngvari er sjötíu og átta ára. Einar söng með ýmsum hljómsveitum s.s. Saxon kvintett, H.J. kvartettnum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar áður en hann gerðist fyrsti söngvari Hljóma frá Keflavík. Síðar átti hann eftir að syngja með Pónik, t.d. lagið Léttur í lundu, og fleiri sveitum…

Afmælisbörn 19. ágúst 2022

Tvö afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Þórður Árnason gítarleikari oftast kenndur við hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, á stórafmæli í dag en hann er sjötugur. Nokkur ár eru liðin síðan hann yfirgaf sveitina en hann hefur í gegnum tíðina leikið með fjölmörgum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna Frugg, Sókrates, Rifsberju, Brunaliðið, Litla…

Afmælisbörn 18. ágúst 2022

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari og plötuútgefandi er þrjátíu og fimm ára gamall á þessum degi en hann var þekktur sem trommuleikari hljómsveitanna Lödu sport og Lifun áður en hann stofnaði plötuútgáfuna Record record haustið 2007. Sú útgáfa lifir í dag góðu lífi og gefur út margar af frambærilegustu…

Steinunn Bjarnadóttir (1923-94)

Steinunn Bjarnadóttir leikkona var litríkur persónuleiki sem átti stormasama ævi þar sem skiptust á skin og skúrir en hún var ríflega fimmtug þegar hún gleymd og grafin sló í gegn sem Stína stuð með Stuðmönnum í laginu Strax í dag. Steinunn Bjarnadóttir eða Steinka Bjarna eins og hún var oft kölluð fæddist á Akranesi árið…

Steinunn Bjarnadóttir – Efni á plötum

Steinunn Bjarnadóttir – Aðeins þetta kvöld / Þú hvarfst á brott [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 223 Ár: 1955 1. Aðeins þetta kvöld 2. Þú hvarfst á brott (Some of these days) Flytjendur: Steinunn Bjarnadóttir – söngur kvartett Árna Ísleifssonar; – Árni Ísleifsson – [?] – engar upplýsingar um aðra flytjendur] Steinunn Bjarnadóttir…

Stefán Karl Stefánsson – Efni á plötum

Stefán Karl Stefánsson – Í túrett og moll Útgefandi: Sena Útgáfunúmer: SCD 427 Ár: 2009 1. Digga digga dú 2. Sumarfrí 3. Slúðurberi 4. Einmana hljómsveit 5. Gnú 6. Pollamót 7. Grænmetisneitendur 8. Eru ekki allir í stuði 9. Léttlynda löggan 10. Ekki við hæfi barna 11. Þróunarkenningin 12. Nú hárið er sviðið 13. Afavísur…

Stefán Karl Stefánsson (1975-2018)

Stefán Karl Stefánsson er með ástsælustu grínleikurum Íslandssögunnar, hann náði alþjóðafrægð í hlutverki sínu sem Glanni glæpur í sjónvarpsþáttunum Latibær (Lazy town) en hér heima lék hann fjölda hlutverka í leikhúsi, sjónvarpi, kvikmyndum o.fl., þar var hann oft í sönghlutverkum en hann átti jafnframt í samstarfi við nokkra tónlistarmenn og gaf m.a.s. út grínplötu. Stefán…

Stemma [3] (1994)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1994 undir nafninu Stemma. Ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit og er því óskað eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma, hvar hún starfaði og fleiri sem við hæfi þykir í slíkri umfjöllun.

Steypa [1] (1992-93)

Hljómsveitin Steypa var starfrækt í Sandgerði um tveggja ára skeið á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar, sveitin spilaði rokk í anda svokallaða Seattle-sveita. Steypa spilaði töluvert árið 1992, mest þó á Suðurnesjunum en vorið 1993 var sveitin meðal keppnissveita í Músíktilraunum. Þá var hún skipuð þeim Ólafi Egilssyni gítarleikara, Magnúsi Magnússyni bassaleikara, Garðari Eiðssyni…

Steró kvintett (1958)

Hljómsveit starfaði um nokkurra mánaða skeið undir nafninu Steró / Stero kvintett árið 1958, hún er einnig auglýst í örfá skipti undir nafninu Stereo en Steró mun vera rétt. Engar upplýsingar finnast um meðlimi Steró kvintettsins utan þess að Guðbergur Auðunsson söng með henni um vorið í fáeinar vikur og var þá auglýstur sem rokksöngvari,…

Stereo (1967-72)

Hljómsveit sem kallaðist Stereo og var ýmist sögð vera kvintett, kvartett og tríó starfaði um nokkurra ára skeið á bítla- og blómaárunum 1967-72 en virðist þó hafa verið nokkuð á skjön við ríkjandi tónlistartísku því sveitin lék gömlu dansana og hefur því væntanlega sérhæft sig í dansleikjum ætluðum örlítið eldri dansleikjagestum. Því miður liggja litlar…

Stemming [2] (1991-93)

Hljómsveit sem bar nafnið Stemming starfaði á Austurlandi, líklega á Egilsstöðum eða Héraði um tveggja eða þriggja ára skeið – á árunum 1991 til 93. Sveitin gæti hafa leikið djass en hún kom m.a. fram á Djasshátíð Egilsstaða sumarið 1991. Meðlimir Stemmingu voru þeir Ingólfur Guðnason gítarleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Valgeir Skúlason trommuleikari og…