Stjörnuhljómplötur [útgáfufyrirtæki] (1959-61)

Logo Stjörnuhljómplatna

Útgáfufyrirtækið Stjörnuhljómplötur var undirmerki Íslenzkra tóna sem Tage Ammendrup starfrækti um árabil en Stjörnuhljómplötur gaf út sex plötutitla á árunum 1959-61.

Þrjár þessara platna voru með Soffíu og Önnu Siggu (og Gerði Benediktsdóttir) og innihéldu vinsæl lög eins og Snjókarlinn (Komdu með mér út), Komdu niður, Órabelgur og Æ, ó aumingja ég, tvær þeirra voru svo með Erling Ágústssyni og þar mátti heyra lögin Oft er fjör í Eyjum, Við gefumst aldrei upp og Þú ert ungur enn, og svo var ein skífa með SAS tríóinu svokallaða sem hafði að geyma lagið um Jóa Jóns.

Allt voru þetta 45 snúninga plötur.